Skip to Content

 • Yfirlýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Strætó bs.

  Á síðasta ári hófst vinna við yfirfærslu almenningssamgangna á landsbyggðinni frá ríki til sveitarfélaga.  Markmið yfirfærslunnar er að nýta betur fjárframlög ríkisins til þessara samgangna og stuðla að aukningu og eflingu þeirra.

 • Suðurland í sókn – sýning í Ráðhúsinu 16. og 17. mars 2012

  Nú ætlum við hjá Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands að endurtaka landshlutasýninguna sem tókst svo vel í fyrra. Í ár köllum við sýninguna  ,,Suðurland í sókn “ og verður hún í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan mars. Eins og í fyrra verða tveir sýningardagar. Föstudagurinn 16. mars og  laugardagurinn 17. mars.

 • Námskeið um varmadælur

  Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum vekja athygli á námskeiði um varmadælur sem haldið verður á Austurvegi 56 á Selfossi föstudaginn 24. febrúar nk. Á námskeiðinu, sem er á vegum Iðunnar, eru notkun varmadæla kynnt og farið verður í uppbyggingu, gerðir, tengingar, stillingar og lokafrágang við uppsetningu þeirra.

 • Styrkir til bættrar einangrunar - Átaksverkefni 2011

  Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir.

ForsíðaDrupal vefsíða: Emstrur