Skip to Content

Töðugjöld

 

Töðugjöld í Rangárþingiytra fara fram aðra helgi eftir Verslunarmannahelgi.

Á föstudagskvöldinu er svokallað þorparölt þar sem sumir íbúar í einu hverfanna á Hellu bjóða heim

Á laugardeginum er ýmis skemmtun í boði og endað er síðan með kvöldvöku og flugeldasýningu.

Hverfunum er skipt upp í liti og íbúar skreyta hús sín og umhverfi í viðeigandi lit.

Litaskipting hverfa: Grænt - neðra þorp og sveitin vestan við ána. Blátt - Heiðvangur, Freyvangur, Leikskálar og hluti Dynskála. Rautt - Sandurinn vestan við Langasand ásamt Þykkvabæ. Gult - sandurinn austan við Langasand og sveitin austan við Hellu.Dagskrá Töðugjalda 2016 mun koma hér fljótlega!

- 2015 -

 

 

- 2013 -

Töðugjöld 2013 fara fram dagana 16. - 17. ágúst.

 

Föstudagur 16. ágúst 2013
21:00 - 24:00 - Þorpararölt
Bláa hverfið(Freyvangur, Heiðvangur, Þingskálar og Dynskálar nr. 1-7) tekur á móti gestum og gangandi. Gestir eru velkomnir þar sem kerti/kyndill logar fyrir utan heimili.

 

Laugardagur 17. ágúst 2013
Kl. 11:00 - Göngumessa
Sr. Guðbjörg Arnardóttir flytur okkur Guðs orð. Að því loknu verður gengið um gamla þorpið á Hellu í fylgd með Unni Þórðardóttur og Braga Gunnarssyni. Mæting við styttu Þorsteins Björnssonar á árbakkanum. Kaffi og meðlæti á tilboðsverði hjá Kökuval(í Miðjunni) að lokinni göngu.


Kl. 12:00 - 17:00

 • Ratleikur fjölskyldunnar (skráning kl. 13.00 í anddyri íþróttahússins). Byrjar kl. 13.30.
 • Sölubásar við íþróttahúsið á Hellu. Umsóknir sendist á elvaa@internet.is.
 • Hoppukastalar fyrir börn á öllum aldri.
 • Bílasýning heimamanna.
 • Andlitsmálun barna.
 • Barnaskemmtun með Ingó Veðurguð, Einari Mikael töframanni. Kl. 15-17.
 • Hæfileikakeppni barna.

 

Kl. 20:30
Skrúðgöngur leggja af stað úr hverfum (
gulir-rauðir-grænir-bláir). Allir íbúar og gestir hvattir til að vera með. 

Litaskipting hverfa: Grænt - neðra þorp og sveitin vestan við ána. Blátt - Heiðvangur, Freyvangur, Leikskálar og hluti Dynskála. Rautt - Sandurinn vestan við Langasand ásamt Þykkvabæ. Gult - sandurinn austan við Langasand og sveitin austan við Hellu.21:00 - 23:00 - Kvöldvaka
Kvöldvaka á sviði við íþróttavöll: Kynning Ingó veðurguð. Hverfi keppa í stauraboðhlaupi, pokahlaupi og stígvélakasti. Veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið/býlið. Harmonikkuleikur, söngur, frumflutningur Töðugjaldalags 2013.
Brekkusöngur í umsjón Ingó, flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og fleira.

Minnt er á dansleik, að lokinni skemmtidagskrá, með hljómsveitinni Túrbó-bandinu í Árhúsum. Vegleg verðlaun frá Húsasmiðjunni ásamt farandbikar verða veitt fyrir best skreytta húsið/býlið í sveitarfélaginu. Fyrirtæki og dreifbýli hvött til að vera með. Tilnefningar sendist á netfangið disukot@visir.is

Dómnefnd er skipuð verðlaunahöfum síðustu fjögurra ára.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eldra efni:

Töðugjöld 2012 fóru fram dagana 17. - 18. ágúst.

Texti frá 2012: Á töðugjöldum í ár mun gula hverfið sjá um skipulag skemmtunar á laugardeginum og til prufu verður opið hús á föstudagskvöldi eingöngu í höndum græna hverfisins. Þorpararölt á föstudagskvöldi verður því um græna hverfið frá kl. 21.00 - 24.00. Þetta er gert til prufu til að létta á álagi þar sem hvert hverfi verður nú með opið hús á 4 ára fresti og skemmtidagskrá laugardags á 4 ára fresti.  ;)

Öll hverfi þurfa að skipa skrúðgöngustjóra, við leggjum áherslu á að ná sem flestum í skrúðgöngur!


Föstudagur 17. ágúst 2012
19:30 - 21:00
Tónleikar: Ómar Diðriks og Sveitasynir verða með tónleika í garðinum hjá Guðna og Ingibjörgu á Hólavangi 8.  Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru byggðir á nýjum diski „Þá áttu líf“ sem verður til sölu á tónleikunum. Gott að fólk taki með sér stóla.

21:00 - 24:00
Þorpararölt: Græna hverfið tekur á móti gestum og gangandi. Gestir eru velkomnir þar sem kerti/kyndill logar fyrir utan.

 

Laugardagur 18. ágúst 2012
10:00
Göngumessa  Sr. Guðbjörg Arnardóttir – Gengið verður um Aldamótaskóg til móts við Gunnarsholts-afleggjara. Lagt verður af stað frá skilti við fánaborg. Kaffi og létt meðlæti í skóginum eftir messu.

12:00
Héraðsmót HSK í starfsíþróttum - Keppt í dráttavélaakstri á opnu svæði við Dynskála austan við veitingahúsið Kanslarann.

12:00 - 17:00

 • Sölubásar við íþróttahúsið á Hellu (hægt að panta bás f. 2.000 kr.  í síma 861-0484)
 • Hoppukastalar fyrir börn á öllum aldri.
 • Legóbyggingakeppni – Tveir flokkar 10 ára og yngri og 11 ára og eldri (mæta með tilbúið módel í anddyri íþróttahúss fyrir kl. 13.
 • Bollakökukeppni – Mæta með 10 stk bollakökur (muffins m kremi) í anddyri íþróttahúss fyrir kl. 13.
 • Fornbílasýning - Fornbílaklúbbs Íslands við árbakkann
 • Bílasýning heimamanna – uppl. hjá Sævari s. 8472901
 • Hestar fyrir börnin – við sparkvöllinn

13:00
Streetball-mót í íþróttahúsi – Skráning hjá Inga Hlyn í síma 864-5950,  keppt verður í karla- og kvennaflokki.

14:00
Héraðsmót HSK í starfsíþróttum - Keppt í pönnukökubakstri, jurtagreiningu, og fuglagreiningu í Grunnskólanum á Hellu.

15:00
Barnaskemmtun: Ingó veðurguð, töframaðurinn Einar einstaki,  hæfileikakeppni barna (skráning á staðnum).

20:00
Skrúðgöngur leggja af stað úr hverfum (
gulir-rauðir-grænir-bláir
). Allir íbúar og gestir hvattir til að vera með.

20:30 - 23:00
Kvöldvaka á sviði við íþróttavöll: Kynnir Ingó veðurguð, hverfi keppa í reipitogi, hávaðakeppni og hæfileikakeppni, veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið, Ómar Ragnarsson skemmtir, brekkusöngur í umsjón Ingó, flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og margt fleira.

00:00 - 03:00
Stórdansleikur með hljómsveitinni Span í Café Árhúsum, húsið opnar kl. 23:00.

Vegleg verðlaun frá Húsasmiðjunni ásamt farandbikar verða veitt fyrir best skreytta húsið/býlið í sveitarfélaginu. Fyrirtæki og dreifbýli hvött til að vera með. Tilnefningar sendist á solrunhelga@hotmail.com. Dómnefnd er skipuð tenglum allra hverfa.


 Drupal vefsíða: Emstrur