Bændaferðir
Bændaferðir eru með aðstöðu fyrir starf án staðsetningar í Miðjunni, en fyrirtækið er ein af elstu ferðaskrifstofum hérlendis og hefur frá upphafi sérhæft sig í hópferðum fyrir Íslendinga. Mest hefur í gegnum tíðina verið ferðast til Evrópu en líka til Kanada og nú í seinni tíð um allan heim. Einnig hefur gerð ferðanna breyst, en úrval svokallaðra hreyfiferða hefur verið í töluverðri sókn. Óneitanlega hefur fyrirtækið ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum, en vörumerkið Bændaferðir er í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. sem einnig rekur vörumerkið Hey Ísland.
Aðstaðan á Hellu kom til vegna búferlaflutninga deildarstjóra Bændaferða í Rangárvallasýslu, en í nútíma þjóðfélagi er afar jákvætt að geta boðið upp á sveigjanleika af þessu tagi.
Starf Hugrúnar felst fyrst og fremst í hönnun ferða, ráðningu fararstjóra og samskipta við þá, ásamt verkefnastjórnun hvað framleiðslu ferða varðar.
