17. júní verður fagnað á Hellu í ár!

Hátíðarhöldin hefjast á skrúðgöngu frá Miðjunni kl. 12:30 þaðan sem förinni er heitið að hátíðarsvæði.

Þar verður : Leikhópurinn Lotta - Ávarp sveitarstjóra - Andlitsmálun fyrir börn - Fjallkona - Nýstúdent - Hátíðarkaffi - Hoppukastalar - Sjoppa - Íþróttakeppni UMF Heklu - fimleiksýning UMF Heklu - Tónlistarskóli Rangæinga!

Frá kl. 19:00 - 21:00 verður sundlaugarpartí fyrir þá sem eru fæddir 2006 og eldri. DJ Atli Már sér um að halda uppi stuðinu. Frítt verður í sund!

Sjáumst á Hellu á 17. júní !

Atvinnu-, menningar- og jafnréttisnefnd
Rangárþingi ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?