Flughátíðin á Hellu - Allt sem flýgur

Helluhátíðin er hápunktur flugsumarsins. Þú kemst í einstaka nálægð við flugið, flugvélar koma og fara alla helgina, fjölbreytt flugatriði í lofti, fallhlífastökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla, kvöldvaka í flugskýlinu o.s.frv. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Það er því stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu.

Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir flug í loftbelg hér. Í skráningarskjalinu er svo að finna ítarlegri upplýsingar um tímasetningar og verð.

Dagskrá Íslandsmótsins í flugi finnur þú hér.

Dagskrá flughátíðarinnar Allt sem flýgur finnur þú hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?