Forritunarsumarbúðir Kóder

Þrisvar sinnum í júlí mun Kóder halda forritunarsumarbúðir fyrir krakka 10 - 12 ára krakka í Íþróttahúsi Þykkvabæjar. Við munum tvinna saman forritunarnámskeið og hefðbundna sumarbúðastarfsemi á skapandi og skemmtilegan hátt yfir fimm dagana. Búðirnar kosta 40.000kr.

Allt er innifalið í verðinu. Það eina sem þátttakendur þurfa að taka með sér í búðirnar eru föt, svefnpoki, tannbursti og góða skapið!

Við munum bjóða þátttakendum upp á þrjár staðgóðar máltíðir á dag, eldaðar á staðnum og snarl tvisvar á dag. Yfir vikuna munum við kenna bæði grunnatriði í forritun ásamt vélmennaforritun. Við gerum ekki ráð fyrir neinni fyrirverandi þekkingu í forritun af hálfu þátttakenda.

Með þátttakendum verða tíu þaulreyndir leiðbeinendur og kennarar frá Kóder. Við erum með einn leiðbeinenda fyrir hverja þrjá þátttakendur.

Ekki hika við að spurja ef þú hefur einhverjar spurningar, hægt er að hafa samband póstleiðis á koder@koder.is eða símleiðis í síma 663-1806.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?