Kanadíski söngvarinn Reg Downey með sína stóru mjúku rödd

og hinn fjölhæfi danski píanisti og söngvari Andreas Flensted

hafa sl.þrjú ár ferðast um sem dúett og haldið marga tónleika

bæði innan Danmerkur og utan við afar góðar undirtektir áheyranda.

Með smitandi húmor og gleði fyrir lífinu hafa þeir vakið áhuga tónleikagesta

á þeim lögum sem þeir flytja og fallegum textum þeirra. Þeir syngja jafnt 

ensk sem dönsk jólalög við píanóundirspil. Flutt verða létt lög eins og 

Jingle Bells og Let it Snow sem og lög sem innihalda frið von og gleði

eins og "Mary did you know" og "Silent Night". Þeir hafa sjálfir samið nokkur

laganna og má finna hluta þeirra á síðasta jóladiski þeirra.

Á undanförnum árum hefur dúettinn komið fram á 30-40 jólatónleikum í

Kanada, Noregi, Englandi, Færeyjum og Danmörku.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?