Mikil tilhlökkun er fyrir lokakvöldi Suðurlandsdeildarinnar þar sem keppt verður í fimmgang sem fram fer á morgun, þriðjudagskvöld, í Rangárhöllinni.

Enn eiga nokkur lið möguleika á því að vinna þann eftirsótta titil að verða stigahæsta lið Suðurlandsdeildarinnar 2018! Það verður þó ekki hjá því komist að taka eftir því að lið Krappa er komið með ágætis forskot fyrir lokakeppnina - það má þó ekkert klikka!

600 stig eru í pottinum á hverju kvöldi og getur hvert lið að mestu fengið 94 stig fyrir kvöldið.

Staðan í liðakeppninni fyrir lokamót Suðurlandsdeildarinnar er:

Sæti – Lið - Stig
1. Krappi - 234
2. Húsasmiðjan – 190,5
3. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð – 184
4. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 165
5. Heimahagi – 159
6. Sunnuhvoll/Ásmúli – 145
7. IceWear – 141
8. Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar – 139
9. GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir – 138
10. Þverholt/Pula – 132
11. Kálfholt/Hjarðartún – 105
12. Litland Ásahreppi – 67,5

Húsið opnar kl. 17:45, keppni hefst kl. 18:00.
 
Sjáumst í Rangárhöllinni!
 
Nánari upplýsingar um viðburðinn eru að finna hér. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?