Á fimmtudaginn nk. kl 20:00 verða tónleikar í viðburðarröðinni Sumar í Odda og fram koma Ólafur Stolzenwald á Kontrabassa og Óskar Guðjónsson Saxófón. Báðir voru í Fíh skólanum á sínum tíma og hafa spilað á með helstu jazzleikurum landsins og haldið úti hljómsveitum. Óskar ma. Meðlimur í ADHD og spilaði með Mezzóforte á sínum tíma. Renna þeir í nokkur uppáhaldslög sín. Án efa mjög spennandi.
Aðgangseyrir er 3000,- , 2000,- fyrir eldri borgara og öryrkja og
frítt fyrir börn yngri en 16 ára. ATH: Enginn posi á staðnum
Eftir tónleika er svo boðið upp á kaffi og meðlæti að hætti kirkjukórsfélaga,
Verið öll hjartanlega velkomin
Kirkjukór Odda og Þykkvabæjakirkna

 

Nánari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/Sumar-%C3%AD-Odda-1429837320617197/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?