Skráning á íbúafund til kynningar á fjármálum sveitarfélagsins

Íbúafundur til kynningar á fjármálum sveitarfélagsins

Mánudaginn 1. febrúar kl. 20:00 fer fram íbúafundur til kynningar á fjármálum sveitarfélagsins.

Meðal þess sem kynnt verður er nýsamþykkt fjárhagsáætlun ásamt því að farið verður yfir helstu áherslur í rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fjarfundakerfi þar sem íbúar geta tekið beinan þátt en verður jafnframt streymt beint í gegnum Facebook síðu sveitarfélagsins.

Við hvetjum íbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í fundinum.

captcha
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?