Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings ytra. Er það í kjölfarið á atvinnumálþingi sem haldið var 23. mars s.l. Atvinnu- og menningarmálanefnd fjallaði um helstu niðurstöður málþingsins á fundi sínum 12. apríl og lagði til að hafin yrði vinna við atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Sveitarstjórn tók það til umræðu á fundi sínum 15. apríl og fól atvinnu- og menningarmálanefnd að vinna stefnuna. Nú er undirbúningur hafinn í samvinnu við SASS og er þessi könnun liður í stefnumótunarferlinu.
 
Unnið verður með niðurstöður atvinnumálþingsins „Hvað gerum við?“ ásamt því að atvinnurekendum og íbúum verður gefinn kostur á því að koma með innlegg í gerð stefnunnar. Einnig er brottfluttum, þeim sem hér dvelja í lengri og skemmri tíma og öðrum þeim sem áhuga hafa á atvinnulífi og nýsköpun í Rangárþingi ytra er frjálst að svara. 
 
Við biðjum íbúa að taka þátt með því að svara spurningunum hér að neðan með atvinnu- og nýsköpun að leiðarljósi. Frjálst er að sleppa spurningum. 
 
Stefnt er að því að kynna drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu í lok maí 2021.
Hvaða góða eiginleika höfum við? Hvað gerum við vel? Hvaða úrræðum höfum við aðgang að? Hvað sjá aðrir sem kosti okkar? Veltu þessu fyrir þér frá þínu eiginn sjónarhorni og frá sjónarhorni fólksins í kringum þig. Það gæti hjálpað að skrifa lista yfir eiginleika sveitarfélagsins fyrst.
Hvað getum við bætt? Hvað gerum við illa? Hvað þurfum við að forðast? Hér þarf að velta fyrir sér innri og ytri sjónarhornum: Sjá aðrir veikleika sem við greinum ekki?
Hvar eru góð tækifæri? Hver eru tækifæri til atvinnusköpunar ? Hver eru tækifæri til nýsköpunar ? Góð tækifæri geta orðið til vegna: Tæknibreytinga, breytinga í áherslum og stefnum og samfélagslegra breytingar s.s. í mannfjölda, byggð, lífsstíll, o.fl.
Hvað getur takmarkað möguleika svæðisins til atvinnu- og nýsköpunar ? Ógnar ný tækni stöðu okkar ? Fjórða iðnbyltingin ? Hafa sveiflur á markaði áhrif ? Breytt fyrirtækja- eða neytendahegðun ?
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?