Hvað gerum við?

Opinn íbúafundur um atvinnumál í Rangárþingi ytra verður haldinn þriðjudaginn 23. mars kl. 20:00 – 22:00 á Stracta hótel, Hellu.

Í boði verður að taka þátt í fundinum á staðnum og á ZOOM, þeir sem ætla að taka þátt í fundinum þurfa að skrá sig fyrir kl. 16:00 þann 23. mars hér að neðan.

Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu sveitarfélagsins.

Flutt verða þrjú mis-stutt erindi:

  • Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri þróunarsviðs SASS flytur erindi um atvinnumál í Rangárþingi ytra og stefnumörkun í atvinnumálum.
  • Sigurður H. Markússon nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun flytur erindi um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri veltir fyrir sér hlutverki sveitarfélagsins í þessu samhengi.

Fundarstjóri verður Björk Grétarsdóttir, oddviti.

Að því loknu verða snarpar umræður og skilvirkt hópastarf.

Við hvetjum atvinnurekendur og aðra íbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í fundinum.


Aðeins þeir sem ætla að vera á staðnum þurfa að fylla þetta út vegna sóttvarnarreglna.
captcha
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?