117. fundur 10. júlí 2024 kl. 08:00 - 09:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Hraunvegur 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2406001

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Skúla Guðbjarnarsonar um leyfi til að byggja 77,8 m² frístundahús og gróðurhús skv. aðaluppdráttum frá S.AP arkitektum dags. 2.6.2024. Húsið er að hluta til 28,4 m2 timburbygging sem flutt verður tilbúin á staðinn og sett ofan á forsteypta sökkulbita. Hinn hluti byggingarinnar er óupphitað gróðurhús sett ofaná sökkla og steypta gólfplötu.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Skýra þarf mun betur á grunnmynd innra skipulag og flóttaleiðir af svefnlofti.

2.Lambhagi - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2406010

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn frá Lambhagabúinu ehf um leyfi til að byggja nýtt 1.558,9 m² nautaeldishús við hlið núverandi fjóss á jörðinni, skv. aðaluppdráttum frá Guðmundi Hjaltasyni, Eflu, dags. 4.6.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir með fyrirvara um athugasemdir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Lengd flóttaleiða stenst ekki kröfur
Brunaviðvörunarkerfi þarf að vera sjálfvirkt og tengt vaktstöð

3.Þrúðvangur 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2406049

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Miðáss hesta ehf um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti skv. aðaluppdráttum frá PRO-Ark dags. 21.5.2024. Núna er húsnæðið

verslunar og þjónustuhúsnæði sem hýsir skrifstofustarfsemi en eftir breytingar á að nýta húsnæðið undir banka og gististafsemi með 5 íbúðum sem eru ætlaðar til útleigu en seinna meir er áætlað að selja eignir úr til fastrar búsetu.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir með fyrirvara um athugasemdir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Öryggismerkingar vantar á gólfsíða glugga
Skýrari skilgreiningu vantar á hæðarskil veggjar milli inngangs að efri hæð og anddyris bankans.
Íbúðin á efri hæð uppfyllir ekki skilyrði um stærðir íbúða til almennra nota á miðsvæði skv. aðalskipulagi.
Þar sem heildarfjöldi gesta er kominn yfir mörk skal setja eldvarnarhurðir á herbergi 2. hæðar.
Reykskynjarar þurfa að vera samtengdir.
Neyðarlýsingu vantar á grunnmyndir.

4.Móatún - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2406052

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Jóns Eiríks Rafnssonar um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu úr timbri á lóðinni Móatúni skv. aðaluppdráttum frá Hannesi Árnasyni, dags. 23.6.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Klettahraun 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2406062

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Almar Barja um leyfi til að byggja 63,0 m² frístundahús skv. aðaluppdráttum frá Yngva Ragnari Kristjánssyni, dags. 26.6.2024
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir með fyrirvara um athugasemdir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Leiðrétta þarf heiti lóðar og landnúmer í byggingarlýsingu.
Nýtingarhlutfall getur aldrei verið 0,0
Vélræna loftræstingu vantar frá salerni.
Vantar að gera grein fyrir möguleika á rafhleðslu.
Skilgreining á öryggisglerjum vantar á gólfsíða glugga.

6.Grásteinsholt - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2406064

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Haralds Eiríkssonar um leyfi til að byggja gestahús úr timbri á lóðinni Grásteinsholti skv. aðaluppdráttum frá Hannesi Árnasyni, dags. xxxxx
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir með fyrirvara um athugasemdir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Neyðarlýsingu vantar á grunnmynd.

7.Klofahólar - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2407003

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Elínar S. Óladóttur um leyfi til að byggja stakstæða geymslu úr timbri ásamt stakstæðum saunaklefa á lóðinni Klofahólar skv. aðaluppdráttum frá Hannesi Árnasyni, dags. 15.8.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Lerkiholt - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2407004

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Steins Guðjónssonar um leyfi til að breyta notkun núverandi aðstöðuhúss í íbúð á lóðinni Lerkiholti skv. aðaluppdráttum frá Larsen ehf, dags. 1.7.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Ásvellir - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2407008

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Péturs Björns Péturssonar um leyfi til að byggja um 12 m² geymslu við hús sitt á lóðinni Ásvellir skv. aðaluppdráttum frá Heimi Frey Haukssyni dags. 20.6.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

10.Meiri-Tunga 3 165131 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2407011

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Ketils Gíslasonar um leyfi til að byggja við íbúðarhús, matshluta 02, um 40 m² skv. aðaluppdráttum frá T.ark dags. 3.7.2024
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

11.Haukadalur lóð B 210911 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2407010

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Dórótheu H. Grétarsdóttur um leyfi til að byggja við núverandi gestahús og geymslu skv. aðaluppdráttum frá Smára Björnssyni, dags. 26.6.2024. Um verður að ræða íbúðarhús á steyptum undirstðum.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir með fyrirvara um athugasemdir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Vantar að skilgreina flóttaleiðir af efri hæð.
Vélræn loftræsting úr eldhúsi og salerni

12.Árbakki lóð 43 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2407021

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Karels G. Halldórssonar um leyfi til að byggja 143,2 m² íbúðarhús á lóð nr. 43 úr Árbakka skv. aðaluppdráttum frá Sigurði Hallgrímssyni Arkþingi, dags. 4.7.2024
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?