120. fundur 18. september 2024 kl. 08:00 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Reyðarvatn 5 K5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2409035

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Geirmundar Klein um leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi að teknu tilliti til breyttrar notkunar, þar sem núverandi sumarhús verði skráð sem íbúðarhús, skv. aðaluppdráttum frá Vigfúsi Halldórssyni, Balsa ehf, dags. 11.9.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 09:00.