124. fundur 23. október 2024 kl. 08:00 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Hrafntóftir 1 165392 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2410050

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Gylfa Jónssonar um leyfi til að byggja alls 148,5 m² íbúðarhús og 65 m² bílgeymslu úr timbri á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Sturlu Thor Jónssyni, dags. 12.10.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Vantar skilgreiningu á vélrænni loftræstingu frá eldhúsi og salerni
Vantar að gera ráð fyrir rafhleðslu
Vantar skilgreiningu á öryggisgleri gólfsíðra glugga.

2.Geitasandur L11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2410051

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Péturs Pálssonar um leyfi til að byggja alls 19,2 m² garðskála úr timbri og gleri á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Sveini Ívarssyni, dags. 15.10.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Útlitmsynd austurhliðar speglast
Útlitsmynd norðurhliðar er röng
Vantar handslökkvitæki
Vantar skráningartöflu

Fundi slitið - kl. 09:00.