129. fundur 04. desember 2024 kl. 08:00 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Ketilhúshagi lóð 28 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2412018

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Bergs Garðarssonar um leyfi til að byggja við sumarhús sitt ásamt sérstæðum bílskúr skv. aðaluppdráttum frá Þorgeiri Margeirssyni, dags. 16.10.2024
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Breyta þarf texta þar sem íbúð getur ekki verið á frístundasvæðum.
Bílskúr þarf að vera á matshluta 03 þar sem geymsla er þegar skráð á matshluta 02
Um er að ræða breytingu á innra skipulagi núverandi húss ásamt útliti mv þegar samþykktar teikningar.
Vantar að sýna og skilgreina svefnloft
Notkunarflokkur er 3 en ekki 1
Vantar að skilgreina öryggisgler í gólfsíðum gluggum
Niðurföll vantar á salernum
Vantar skilgreiningu á þaki bílskúrs og viðbyggingar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?