133. fundur 29. janúar 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Gunnarsholt 164495 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2501059

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Barna- og foreldrastofu um leyfi til breytingar á núverandi húsnæði til að hýsa neyðarvistun fyrir ungmenni. Framkvæmd fellst í að mæta kröfum brunahönnunar og aðlaga að neyðarvistun fyrir ungmenni og er skv. aðaluppdráttum frá Batteríinu, dags. 21.1.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Veiðivötn 176553 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2501060

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Veiði/fiskræktar Landmannaafréttar um leyfi til að byggja 37,3 m² veiðihús skv. aðaluppdráttum frá Larsen ehf, dags. 22.1.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Húsið verður að skrá í notkunarflokk 4 í stað 3.
Vantar neyðarlýsingu í alrými.

3.Fjallaland 56 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2501074

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Guðrúnar Bjarnadóttur um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Tendra arkitektar, dags. 4.1.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Skilgreina þarf viðkomandi glugga með öryggisgleri í stað þess að vísa í almenn ákvæði reglugerðar
Vantar að sýna vélræna loftræstingu á salerni.
Ef nýta skal milliloft sem svefnloft skal setja flóttastiga frá björgunaropi.

4.Þrúðvangur 36A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2501073

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Raflagnaþjónustu Árna Þórs ehf um leyfi til að skilgreina innra skipulag til samræmis við raunstöðu, vegna skráningar í eignaskiptasamningi. Uppdrættir frá Einari Ingimarssyni arkitekt, dags. 24.1.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Stærð rýmis 0106 á grunnmynd er ranglega skráð.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?