138. fundur 12. mars 2025 kl. 08:00 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Þrúðvangur 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2405081

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn frá Mosfelli fasteignum ehf um leyfi til að breyta innviðum og uppröðun innandyra, ásamt breytingum á útliti með tilkomu svala og flóttaleiða skv. aðaluppdráttum frá ÓJS, dags. 31.5.2024. Vegna athugasemda í fyrri afgreiðslu eru hér lagðar fram uppfærðar teikningar frá hönnuði Glóru dags. 7.3.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Ægisbrún - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2503007

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Guðrúnar Breiðfjörð Ægisdóttur um leyfi til að byggja alls 111,9 m² íbúðarhúsnæði ásamt bílskúr á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá VA arkitektum dags. 20.8.2024.

Sótt er nú um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum. Stærð húss og umfang óbreytt.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Sörlatunga 11. L232240. Lúxus Ævintýrareisur ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2503011

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafs Helga Þorgrímssonar, fyrir hönd Lúxus Ævintýrareisur ehf., kt. 560103-2390 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki lV-tegund C "minna gistiheimili"á lóðinni Sörlatungu 11. L232240, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 05.03.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi í umræddu húsnæði.

Byggingarfulltrúi vill árétta að umsækjandi ber ábyrgð á að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir og að húsnæðið sé fullnægjandi m.t.t. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Áréttað er að neysluvatn á staðnum þarf að uppfylla kröfur um gæði vatns skv. reglugerð nr. 536/2001 m.s.br.

4.Sörlatunga 11. L232240. Lúxus Ævintýrareisur ehf. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

2503024

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafs Helga Þorgrímssonar, fyrir hönd Lúxus Ævintýrareisur ehf., kt. 560103-2390 um starfsleyfi fyrir gistingu í flokki IV-tegund C "minna gistiheimili" á lóðinni Sörlatungu 11. L232240, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 10.03.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi í umræddu húsnæði.

Byggingarfulltrúi vill árétta að umsækjandi ber ábyrgð á að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir og að húsnæðið sé fullnægjandi m.t.t. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Áréttað er að neysluvatn á staðnum þarf að uppfylla kröfur um gæði vatns skv. reglugerð nr. 536/2001 m.s.br.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?