141. fundur 10. apríl 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Áströð 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2504022

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Tómasar Ellerts Tómassonar um leyfi til að byggja alls 107,0 m² íbúðarhús á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá VOR Verkfræði og Ráðgjöf dags. 2.4.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Vantar að sýna stærðir björgunaropa
Vantar að sýna staðsetningar reykskynjara og slökkvitækis.
Vantar að sýna vélræna loftræstingu frá eldhúsi og salerni

2.Minni-Vellir 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2504023

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Svarteyjar ehf um leyfi til að uppfæra skráningu á íbúðarhúsi að Minni-Völlum 4. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar og taka núverandi gögn mið af því. Aðaluppdráttur frá Elfu Björk Margeirsdóttur, dags. 3.4.2025.
Yfirferð þessi miðast við að um hefðbundið íbúðarhús sé að ræða en ef áform eru um útleigu gistingar gilda um það aðrar reglur.

Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Óskasr eftir frekar skýringum á stærðum og útfærslum björgunaropa.
Þar sem gestafjöldi er sýnduir fyrir fleiri en 10 manns telst húsið til notkunarflokks 4 og skal farið með málsmeðferð í samræmi við það.
Þar sem lengd flóttaleiða á svefnlofti fer yfir 7 metra þarf að skilgreina frekari flóttaleiðir.
Loftræsting á að vera vélræn frá eldhúsi og salerni.
Gerð er krafa um samtengt brunaviðvörunarkerfi.
Áskilinn er réttur til frekari athugasemda ef tilefni er til þegar uppfærð gögn berast.

3.Holtsmúli land 175558 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504024

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Péturs J Eiríkssonar um leyfi til að byggja við núverandi sumarhús. Heildarstærð sumarhússins verður 110,9 m². Aðaluppdráttur frá VA arkitektum dags. 12.3.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Loftræstingu vantar frá salerni
Vantar að staðsetja reykskynjara.

4.Efra-Fjallaland 24 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504025

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Birnu Bjarnadóttur um leyfi til að byggja 38,9 m² sumarhús á lóð sinni Efra-Fjallaland 24. Aðaluppdráttur frá RISS ehf dags. 19.9.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 10:00.