144. fundur 14. maí 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Efra-Fjallaland 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505017

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Sæmundar Arnar Kjærnested um leyfi til að byggja 45,0 m² bogageymslu úr stáli á einni hæð. Stækkun yrði 104,7 m². Aðaluppdráttur frá Húnboga Þór Áransyni dags. xxxxxx
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Aðaluppdrættir verða að vera í samræmi við byggingarreglugerð

2.Svörtuloft 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505018

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Bjarna Bessasonar um leyfi til að byggja gestahús úr timbri á einni hæð. Aðaluppdráttur frá Úti / Inni arkitektum dags. 10.5.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Staðsetning og afmörkun byggingareits er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Kalla þarf eftir samþykktum annarra lóðareigenda á svæðinu til samþykktar á byggingu gestahúss.
Vantar að sýna gólfniðurfall og loftræstingu úr geymslu.

3.Dynskálar 24 - Umsókn um byggingarleyfi 2

2505031

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Bílaþjónustunnar á Hellu um leyfi til að stækka núverandi bílaverkstæði. Stækkun yrði 168,6 m². Aðaluppdráttur frá Guðjóni Þ. Sigfússyni TGS dags. 7.5.2025
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Vaðalda vindorkuver - Vinnubúðir Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vaðalda vindorkuver - Flokkur 2

2505013

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Borgarverks ehf um uppbyggingu vinnubúða á skilgreindum byggingareit innan Vaðöldusvæðisins. Vinnubúðir eru í tengslum við vegaframkvæmdir á svæðinu og eru samsettar úr alls sextán 2,5x6 m einingum , 12 gistirýmum og kaffiaðstöðu.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2 en notkunarflokk 4. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 10:00.