145. fundur 21. maí 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Hallstún land 203602 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505033

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Vilborgar Smáradóttur um byggingu alls 1114,4 m² reiðskemmu / hesthúss í samræmi við aðaluppdrætti frá Tækniþjónustus SÁ ehf, dags. 8.5.2025
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Breidd flóttaleiða úr hesthúsi er ekki í samræmi við reglugerð.
Vantar að sýna inntaksstaði/rými.
Skráningartafla verður að sýna og skilgreina stíur.

2.Hofstígur 31 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505042

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Vistas ehf um leyfi til að flytja að og standsetja tvö stk 36,2 m² gestahús í samræmi við aðaluppdrætti frá Sindra Sigurðssyni arkitekt dags. 14.5.2025.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Skilgreina þarf betur flóttaleið úr svefnherbergi.
Vantar að skilgreina skyggni / B-lokun í skráningartöflu. B-lokun hefur áhrif á stærðir og þurfa að vera í samræmi við skilgreint nýtingarhlutfall deiliskipulags.
Vantar loftræstingu í geymslu
Vantar vélræna loftræstingu í eldhúsi og salerni
Vantar að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla.

3.Lækur 2 165126 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2408003

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Lækjar í Holtum ehf um leyfi til að byggja 1028,7 m² varphús á lóð félagsins að Læk 2 í Holtum, skv. aðaluppdráttum frá Eflu dags. 6.8.2024. Við yfirferð aðaluppdrátta á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og slökkvistjóra voru gerðar athugasemdir. Hönnuður hefur sett inn uppfærða aðaluppdrætti.

Við enduryfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar: Frekari rökstuðning vantar varðandi eldvarnartjald þar sem tjaldið er einungis sagt vera EI-60C en ætti að vera reykhelt að auki. Ekki verður séð í texta að brugðist hafi verið við athugasemd slökkvistjóra vegna tilkynningar frá vaktstöð. Vaktstöð skal hafa samband við ábyrgðarmann á staðnum sem staðfestir ef um eld er að ræða og boðar út slökkvilið í gegnum Neyðarlínu.
Skýrsla brunahönnunar barst ekki fyrr en eftir miðjan maí og hefur ekki unnist tími til yfirferðar á henni. Afgreiðslu frestað.

4.Þrúðvangur 6. L164926. Stracta Hótel Mosfell. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2505019

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Hreiðars Hermannssonar fyrir hönd Stracta Hotel Mosfell ehf., kt. 470406-0380 um reksrarleyfis fyrir reksturs gististaðar í flokki IV-A (Hótel), á lóðinni Þrúðvangi 6, L164926 , Rangárþingi ytra. Umsókn barst 08.05.2025. Breyting á umsókn barst 19.05.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi í umræddu húsnæði.

Byggingarfulltrúi vill árétta að umsækjandi ber ábyrgð á að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir og að húsnæðið sé fullnægjandi m.t.t. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Áréttað er að neysluvatn á staðnum þarf að uppfylla kröfur um gæði vatns skv. reglugerð nr. 536/2001 m.s.br.

5.Uxahryggur lóð 1, L219337. Uxahryggur ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2505048

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Oddsteins Almars Magnússonar fyrir hönd Uxahryggs ehf., kt. 561216-1690, um rekstrarleyfi fyrir gistingu á lóðinni Uxahrygs lóð 1, L219337, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 15.5.2025.
Varðandi nýju húsin á matshlutum 03-07: Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi í umræddu húsnæði.
Varðandi uppfærslu á matshluta 02 verða að fylgja fullgildar teikningar áður en hægt er að gefa jákvæða umsögn um starfsemi í því húsi. Byggingarfulltrúi getur því ekki gefið jákvæða umsögn vegna þess húss.

Byggingarfulltrúi vill árétta að umsækjandi ber ábyrgð á að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir og að húsnæðið sé fullnægjandi m.t.t. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Áréttað er að neysluvatn á staðnum þarf að uppfylla kröfur um gæði vatns skv. reglugerð nr. 536/2001 m.s.br.

6.Vaðalda. Bergborun ehf. Beiðni um umsókn fyrir starfsleyfi vegna jarðborunar

2505055

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna áforma Bergborunar ehf. um starfsleyfi fyrir borun á vatnstökuholu við Vaðöldu, 851 Rangárþingi ytra fyrir söfnun á slökkvi- og kælivatni ásamt tímabundinni notkun fyrir neysluvat fyrir starfsmannabúðir meðan á framkvæmdum stendur. Beiðni barst 19.05.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd áform eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir umrætt svæði og gerir því ekki athugasemdir vegna borunar þar.

7.Sigalda. Bergborun ehf. Beiðni um umsókn fyrir starfsleyfi vegna jarðborunar

2505056

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna áforma Bergborunar ehf. um starfsleyfi fyrir borun á vatnstökuholu við Sigöldustöð, 851 Rangárþingi ytra. Á tímabilinu maí - ágúst 2025. Beiðni barst 19.05.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd áform eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir umrætt svæði og gerir því ekki athugasemdir vegna borunar þar.

8.Hofstígur 9. L227775. Litla Hof ehf. Beiðni um umsókn vegna starfsleyfis

2505068

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Elvars Þórs Óskarssonar, fyrir hönd AURA Retreat Iceland. kt. 601023-1480 um starfsleyfi fyrir gistingu á lóðinni Hófstígur 9. L227775, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 20.05.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi í umræddu húsnæði. Um er að ræða heimild til gistingar í flokki II fyrir 2 gesti í hvoru húsi.

Byggingarfulltrúi vill árétta að umsækjandi ber ábyrgð á að húsnæðið uppfylli skilyrði um brunavarnir og að húsnæðið sé fullnægjandi m.t.t. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Áréttað er að neysluvatn á staðnum þarf að uppfylla kröfur um gæði vatns skv. reglugerð nr. 536/2001 m.s.br.

Fundi slitið - kl. 10:00.