148. fundur 11. júní 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Svínhagi 3, L193880 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2411038

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Bjarkar Rúnarsdóttur um leyfi til að flytja að á lóð sína 65,1 m² íbúðarhús úr timbri skv. aðaluppdráttum frá Guðjóni Þ. Sigfússyni, dags. xxxxx

Húsið ásamt undirstöðum þess verður flutt frá Selsundi L193689 í sama sveitarfélagi.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Hallstún spilda - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2505067

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Speglakots ehf um byggingu þjónustuhúss auk alls 6 stk forsmíðaðra gistiskála í samræmi við aðaluppdrætti frá HJ ark dags. 17.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Aðaluppdrættir vísa ekki til tilheyrandi lóðar.
Apaluppdrættir eru ekki í samræmi við akvæði reglugerðar. Vantar afstöðumynd og fl.

3.Hrafntóftir 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2309039

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Berglindar Björgúlfsdóttur um leyfi til að byggja 142,1 m² íbúðarhús á lóðinni Hrafntóftir 3, skv. aðaluppdráttum frá Birtu Fróðadóttur arkitekt, dags. 10.9.2023. Eftir athugasemdir voru aðaluppdrættir uppfærðir og lagðir hér fram.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Vaðalda vindorkuver skrifstofur - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2506038

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Landsvirkjunar um uppsetningu skrifstofuhúsnæðis á vinnubúðasvæði Vaðöldu í samræmi við aðaluppdrætti frá PRO-Ark dags. 4.6.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Svínhagi L7 C - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2506035

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Daníels Auðunssonar um byggingu sumarhúss í samræmi við aðaluppdrætti frá Valhönnun dags. 3.6.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Rými ranglega skilgreind á grunnmynd 1. hæðar.

Önnur hús sem sýnileg eru á lóðinni skal sækja um og skrá skv. lögum og reglugerð.

6.Minna-Hof landspilda 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2506036

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Íslandsturna ehf um uppsetningu á fjarskiptamastri við Rangárvallaveg (264) í samræmi við aðaluppdrætti frá Bjarka Guðmundssyni dags. 9.5.2025.

Forsmíðað heitgalvanhúðað stálmastur (röramastur) er fest á staðsteypta undirstöðu með festiboltum. Undirstöður eru gerðar á þjappað undirlag með jarðfyllingu ofan á steypufæti. Steyptur hnallur undir mastur og búnað verður sýnilegur í frágengnu landi.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að virt sé helgunarsvæði raflínunnar á svæðinu. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Hraunhamrar 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2506037

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Birgis Haukssonar um byggingu sumarhúss úr timbri á steyptum undirstöðum í samræmi við aðaluppdrætti frá Halldóri Þór Arnarssyni, dags. 2.6.2025
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Hvammur 3 164984 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2506021

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Fossvéla ehf um uppbyggingu á vinnubúðum í samræmi við aðaluppdrætti frá Arkamon, dags. 28.2.2025. Um er að ræða tvær gámasamstæður, önnur úr 5 gámaeiningum sem inniheldur matsal og eldhús og samtengd annarri sem er salernisaðstaða með 4 salernum og sturtum. Stakstæð gámasamstæða er svo með 12 einingum sem innihalda vistarverur starfsfólks. Athugasemdir voru gerðar við síðustu yfirferð aðaluppdrátta og lagðir eru fram nýir uppdrættir með sömu dagsetningu.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Reykskynjarar þurfa að vera samtengdir.
Til þess að uppskipting byggingarinnar geti orðið að þremur meginbrunahólfum, eins og sýnt er, þurfa milliveggir við miðjurými að vera a.m.k. Ei90.
Þegar ákvæðum byggingarreglugerðar er ekki náð á byggingartæknilegan hátt verður að sýna fram á viðhlítandi mótvægisaðgerðir.

Fundi slitið - kl. 10:00.