157. fundur 13. október 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Sleipnisflatir 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2510032

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn G.G. Tré ehf um leyfi til að byggja alls 544 m² iðnaðarhúsnæði á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Larsen ehf dags. 8.10.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Gera þarf betri grein fyrir neyðarlýsingu.
Misræmi er í texta um undirstöður, en sneiðing sýnir platta í stað sökkuls eins og texti segir.
Slökkvitæki er bara sýnt við eina útgönguhurð.

2.Klettahraun 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2510033

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Ástu Sverrisdóttur um leyfi til að byggja 52,1 m² frístundahús á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Sigurði Unnari Sigurðssyni dags. 1.10.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Vantar að gera grein fyrir vélrænni loftræstingu á salerni og í eldhúsi.
Vantar að sýna möguleika á hleðslu rafbíla.

Fundi slitið - kl. 10:00.