87. fundur 03. mars 2025 kl. 08:15 - 09:25 Slökkvistöðinni Hellu

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Ársreikningur 2024

2502063

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins var jákvæð á árinu 2024 að fjárhæð 14,6 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Jákvæð rekstrarniðurstaða skýrist aðallega af tilfærslu á milli ára í fjárfestingu á björgunarbúnaði t.d. reykköfunartækjum ofl.
Eigið fé í árslok var jákvætt um 74,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.
 

2.Umræður vegna bílamála

2502066

Rætt um stöðu bílamála hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu. Nú í janúar bilaði Dodge Ram árg. 1999, sem staðsettur er í slökkvistöðinni á Hellu. Kom í ljós að mótor fór í bílnum og áætlaður kostnaður við viðgerð umtalsverður.
Rætt um möguleika þess að gera við núverandi bíl eða fjárfesta í nýjum sérútbúnum bíl.
Í ljósi mikils kostnaðar við viðgerð á bílnum, aldurs og almenns ástand hans, telur stjórn ekki skynsamlegt og hagkvæmt að ráðast í endurbætur á honum. Búnaður þess bíls kemur til með að nýtast áfram á nýjum bíl. Stjórn samþykkir að nýr bíll verði keyptur, en fyrir liggur tilboð í Ford 550 að upphæð 17.360.000 kr. Lagður verður fram viðauki við fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu þegar nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.