1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Ársreikningur 2024
2502063
2.Umræður vegna bílamála
2502066
Rætt um stöðu bílamála hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu. Nú í janúar bilaði Dodge Ram árg. 1999, sem staðsettur er í slökkvistöðinni á Hellu. Kom í ljós að mótor fór í bílnum og áætlaður kostnaður við viðgerð umtalsverður.
Rætt um möguleika þess að gera við núverandi bíl eða fjárfesta í nýjum sérútbúnum bíl.
Í ljósi mikils kostnaðar við viðgerð á bílnum, aldurs og almenns ástand hans, telur stjórn ekki skynsamlegt og hagkvæmt að ráðast í endurbætur á honum. Búnaður þess bíls kemur til með að nýtast áfram á nýjum bíl. Stjórn samþykkir að nýr bíll verði keyptur, en fyrir liggur tilboð í Ford 550 að upphæð 17.360.000 kr. Lagður verður fram viðauki við fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu þegar nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Rætt um möguleika þess að gera við núverandi bíl eða fjárfesta í nýjum sérútbúnum bíl.
Í ljósi mikils kostnaðar við viðgerð á bílnum, aldurs og almenns ástand hans, telur stjórn ekki skynsamlegt og hagkvæmt að ráðast í endurbætur á honum. Búnaður þess bíls kemur til með að nýtast áfram á nýjum bíl. Stjórn samþykkir að nýr bíll verði keyptur, en fyrir liggur tilboð í Ford 550 að upphæð 17.360.000 kr. Lagður verður fram viðauki við fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu þegar nákvæmari kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Eigið fé í árslok var jákvætt um 74,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.