86. fundur 30. desember 2024 kl. 08:15 - 09:15 Slökkvistöðinni Hellu

1.Brunavarnir Rang; Samningur við Landsvirkjun

2310036

Lagður fram viðauki 1 við samstarfssamning milli Brunavarna Rangárvallasýslu og Landsvirkjunnar. Samningurinn tekur m.a. til búnaðarkaupa, æfinga og fræðslu til starfsmanna virkjannasvæða á framkvæmdatíma til næstu sex ára. Stjórn fagnar því að samningur sé kominn á, en hann mun styrkja starfsemi Brunavarna Rangárvallasýslu til framtíðar.
Stjórn samþykkir viðaukan fyrir sitt leiti og felur formanni stjórnar og slökkviliðsstjóra að undirrita viðauka við samninginn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
 

2.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Útboð á slökkvibíl

2405074

Lögð fram tillaga að greiðslufyrirkomulagi til Fastus vegna smíði á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu. Greiðslufyrirkomulag verður með eftirfarandi hætti: janúar 2025 10%, maí 2025 30%, við afhendingu sem áætluð er í október 2025 50%, eftir þjálfun starfsmanna á bílinn 10%.
Áætlað kaupverð skv. tilboði Fastus eru tæpar 125.000.000 kr. Brunavarnir Rangárvallasýslu munu fjármagna bílakaupin með eigin fé og lántöku.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.