1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Rekstraryfirlit
2409094
Margrét Jóna fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Rekstur ársins er í góðu jafnvægi og fylgir áætlun að mestu.
2.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Fjárhagsáætlun 2025
2409093
Margrét Jóna fjármálastjóri Rangárþings eytra og slökkviliðsstjóri fara yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Unnið verður áfram að fjárhagsáætlanagerð og verður endanleg fjárhagsáætlun lögð fyrir stjórn í október.
3.Brunavarnir Rang; Samningur við Landsvirkjun
2310036
Slökkviliðsstjóri fer yfir gang mála vegna samningagerðar við Landsvirkjun í tengslum við uppbyggingu virkjanamannvirkja á svæðinu.
Stjórn fer yfir drög að samningi milli Landsvirkjunnar og Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Rætt um mönnun á virkjanasvæði á framkvæmdatíma. Rætt um fjármögnun til uppbyggingar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. skv. fyrirliggjandi drögum. Slökkviliðsstjóra falið að halda áfram vinnu við samkomulagið á þeim forsendum sem nú liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Útboð á slökkvibíl
2405074
Slökkviliðsstjóri fer yfir greiðslugfyrikomulag til Fastus vegna kaupa á nýrri slökkvibifreið. Stjórn óskar eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá Fastus áður en samþykktar verða breytingar á greiðslufyrikomulagi skv. skilmálum útboðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.