Gestir fundarins undir lið 2 eru Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Björk Grétarsdóttir og Yngvi Harðarson.
1.Fjárhagsáætlun Brunavarna 2022
2110068
Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir drög að fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022. Ljóst er að ef fjárhagsáætlun á að endurspegla það sem lagt er til í brunarvarnaráætlun, mun kostnaður við rekstur brunavarna aukast töluvert næstu ár.
Slökkvistjóra falið að vinna drög að fjárhagsáætlun til næstu 5 ára m.t.t. þess er kemur fram í brunavarnaáætlun.
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað til næsta fundar, þegar drög að áætlun næstu 5 ára liggur fyrir.
Slökkvistjóra falið að vinna drög að fjárhagsáætlun til næstu 5 ára m.t.t. þess er kemur fram í brunavarnaáætlun.
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað til næsta fundar, þegar drög að áætlun næstu 5 ára liggur fyrir.
2.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Brunavarnaráætlun
2105034
Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri kynnir fyrir fundarmönnum brunavarnaráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Farið yfir tilurð og tilgang áætlunarinnar, hvernig hún var unnin og hverju hún eigi að skila. Talsverðar umræður varðandi áætlunina á breiðum grunni.
Brunavarnaráætlun er nú í rýni hjá HMS. Um leið og áætlun hefur verið rýnd og samþykkt af HMS mun áætlunin verða lögð fyrir aðildarsveitarfélögin til samþykktar.
Brunavarnaráætlun er nú í rýni hjá HMS. Um leið og áætlun hefur verið rýnd og samþykkt af HMS mun áætlunin verða lögð fyrir aðildarsveitarfélögin til samþykktar.