Fundarstjóri Óskar eftir því að liður 2 Viðauki, falli út af dagskrá. Einnig óskar hann eftir því að bæta við dagskrárliðum 3 og 4. Samþykkt samhljóða.
1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Rekstraryfirlit jan-okt. 2020
2011050
Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir og kynnir rekstraryfirlit fyrir Brunavarnir Rangárvallasýlsu bs. fyrir árið 2020.
Rekstur fyrstu 9 mánuði ársins er vel innan ramma rekstraráætlunar.
Rekstur fyrstu 9 mánuði ársins er vel innan ramma rekstraráætlunar.
2.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Fjárhagsáætlun 2021
2011052
Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2020.
Áætlaður heldarrekstrarkosnaður fyrir árið 2021 er 61. 500.000.-
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
Áætlaður heldarrekstrarkosnaður fyrir árið 2021 er 61. 500.000.-
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
3.Hagsmunasamtök íbúa og landeigenda á Gaddstöðum; bréf til Brunavarna
2011059
Leifur Bjarki slökkviliðsstjóri fer yfir efni erindisins. Slökkviliðsstjóri telur aðgengi að vatni ekki vera vandamál á svæðinu og ekki skerða möguleika slökkviliðsins til að ráða niðurlögum elds. Slökkvistjóra falið að svara erindinu.
4.Eldvarnareftirlit 2020; Rangárþing eystra
2011058
Erindi Skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings eystra er varðar eldarnareftirlit í sveitarfélaginu en því hefur verið sinnt af skipulags og byggingafulltrúaemæbtti Rangárþings eystra. Erindinu frestað og slökkviliðsstjóra falið að taka saman tölur um eldvarnareftirlit í sýslunni.