27. fundur 26. júní 2024 kl. 08:15 - 10:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndu bætast við eitt mál, liður 1, fundargerð 10. fundar Húsakynna bs. frá 24. júní s.l.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Húsakynni bs - 10

2406004F

Fundargerðin staðfest.
  • Húsakynni bs - 10 Lögð fram kostnaðaráætlun og minnisblað vegna áætlaðra framkvæmda við húsnæði á Laugalandi. Gert er ráð fyrir að hluti framkvæmda við skólahúsnæði og leikskóla verði unnið fyrir viðhaldsfé. Tillagan gerir ráð fyrir að Ásahreppur flytji skrifstofu sína á 1.hæð skólastjórahúss og ný leikskóladeild verði innréttuð í skrifstofuhúsnæði Ásahrepps.
    Stjórnin leggur til að séreignir sveitarfélaganna í vesturhluta Laugalandsskóla verði lagðar inn í fasteignasafn Húsakynna til að einfalda rekstur og umsýslu.
    Stjórn óskar eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 uppá 8 milljónir til að framkvæma í viðbót við það viðhaldsfé sem þegar er til. Hluti Rangárþings ytra er 5.360.000 kr og Ásahrepps er 2.640.000 kr.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu stjórnar Húsakynna og samþykkja beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 5.360.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjóra jafnframt falið að vinna að yfirfærslu séreigna sveitarfélagins inn í Húsakynni.

    Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-maí. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

3.Frístundavefur

2404183

Lagður fram samningur vegna "Suðurlífs" sem væri sameiginleg heimasíða fimm sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu til að upplýsa íbúa o.fl. um viðburði, frístundir, hreyfingu, útivist o.fl.

Á fundinn mætir Stefán Friðrik Friðriksson byggðarþróunrfulltrúi Rangárþings ytra og Rangárþings eystra og gerir grein fyrir hugmyndinni.

Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn. Sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. IPG situr hjá.

4.Vatnsmál á Hellu

2406032

Lögð fram fyrirspurn frá Reykjagarði hf varðandi kalt vatn í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á Reykjagarði á Hellu.

Á fundinn mætir Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og gerir grein fyrir stöðunni.

Byggðarráð telur mjög mikilvægt að brugðist verði við beiðni Reykjagarðs og leggur til að málinu verði vísað til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings og Ásahrepps bs til úrvinnslu. Jafnframt verði boðað til fundar með Reykjagarði til að fá nánari upplýsingar um framtíðaráform og vatnsþörf vegna fyrirhugaðar uppbyggingar.

Samþykkt samhljóða.

5.Samstarfssamningur við Skotfélagið Skyttur

2405030

Lagðar fram athugasemdir frá Skotfélaginu Skyttum varðandi samstarfssamning við félagið.

Á fundinn mætir Jóhann G. Jóhannsson verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála og gerir grein fyrir stöðunni

Byggðarráð leggur til að hækka stuðning til félagsins um kr. 200.000 þús. Sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið að endurskoða stuðning við félagið í takt við breytingar á fjölda iðkenda úr sveitarfélaginu yngra en 18 ára.

Samþykkt samhljóða.

6.Vindorkuver við Vaðöldu - Forsendur og viðmið fyrir Rangárþing ytra

2404095

Lögð fram svör Landsvirkjunar, HMS og Fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn sveitarfélagsins en ekki hafa enn borist svar frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lagt fram til kynningar.

7.Heilsugæslan í Rangárvallarsýslu

2406041

Byggðarráð hefur óskað eftir upplýsingum frá HSU varðandi sumarmönnunun fagfólks hjá heilsugæslunni í Rangárþingi.

Skv. upplýsingum frá HSU liggur fyrir að erfiðleikar hafa verið að manna stöður lækna hjá heilsugæslunni í Rangárvallasýslu í sumar. Jafnframt liggur fyrir að tekist hafi að tryggja lágmarks læknisþjónustu út sumarið. Byggðarráð leggur áherslu á að ávallt sé tryggð grunnheilbrigðisþjónusta í sýslunni og að íbúar og gestir sýslunnar njóti jafnræðis í þjónustu á við aðra í umdæmi HSU.

8.Myrkurgæði og vetrarferðaþjónusta - Erindi frá Lava Center og Midgard

2404100

Lagðar fram umsagnir Skipulags- og umferðarnefndar, Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar og Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð leggur til að hugað verði að myrkurgæðum almennt við vinnu við skipulagsgerð og við næstu endurskoðun aðalskiplags sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Fundargerð fundar með Vegagerðinni
Lögð fram fundargerð Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins frá 22. apríl s.l. varðandi hérðasveg að Gaddstaðahverfi.

Byggðarráð leggur til að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga á réttarstöðu sveitarfélagsins sem landeiganda vegarins í tengslum við lóðaeigendur og aðkomu að uppbyggingu héraðsvega. Jafnframt verði mögulegum hugmyndum um breytingar á vegtengingum inn í hverfið vísað til skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um styrk v. fasteignagjalda 2024. Árbæjarsókn.

2406012

Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2024. Lagt er til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

11.Ósk um styrk vegna fasteignagjalda 2024 - Golfklúbburinn Hellu

2312033

Golfklúbburinn Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2024. Lagt er til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

12.Sleipnisflatir 5-9. Umsókn um lóð

2405053

Circula ehf óskar eftir að fá vilyrði til úthlutunar á lóðunum nr 5 og 9 við Sleipnisflatir á Hellu til sameiningar þeirra undir byggingu á allt að 2500 m² verksmiðjuhúsi til að framleiða PackWall byggingarplötur.

Byggðarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum og hugmyndum um sameiningu þeirra vísað til skipulags- og umferðarnefndar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða með mögulegar útfærslur á greiðslu gatnagerðargjalda.

Samþykkt samhljóða.

13.Beiðni um leigu á landi. Dýralæknir Sandhólaferju.

2405048

Lögð fram beiðni frá Dýralæknum Sandhólaferju um leigu eða kaupum á landi gegnt hesthúsi félagsins í hesthúsahverfi á Gaddstöðum með það í huga að nota það vegna meðhöndlunar á hestum.

Byggðarráð tekur fram að ekki sé enn búið formlega að ganga frá makaskiptum við Rangárbakka ehf um makaskipti á landinu en það er í vinnslu en ekki stendur til að selja umrætt land þegar þar að kemur. Byggðarráð tekur hins vegar vel í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa drög að leigusamning um afnot að þessu svæði sem væri hægt að taka fyrir samhliða makaskiptum á landinu.

Samþykkt samhljóða.

14.Dísukot 2 L221872 og Dísukot lóð L187530. Breyting á heiti í Hestakot og Hestakot 1

2406004

Eigendur lóðanna Dísukot 2, L221872 og Dísukot lóð L187530, óska eftir að fá að breyta heiti lóða sinna. Dísukot lóð fengi heitið Hestakot og Dísukot 2 fengi heitið Hestakot 2.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á heiti lóðanna.

Samþykkt samhljóða.

15.Þverholt. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2210065

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Dagnýjar Rósar Stefánsdóttur um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í matshlutum 01 íbúð, 02 gestahús og 03 gestahús að Þverholti í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 21.10.2022. Byggingarfulltrúi gaf út jákvæða umsögn sína í nóvember 2022.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Dagnýjar Rósu Stefánsdóttur Outfitters ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað í Þverholti í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.Króktún. Króktún ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2405055

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ingvars K. Guðmundssonar, kt. 200788-2739 fyrir hönd Króktún ehf. kt. 640523-1150 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús á lóðinni Króktún, L175238, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 23.05.2024.

Lagt er til að byggðarráð gefi neikvæða umsögn við veitingu á rekstrarleyfi til félagsins Króktúns ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað í Króktúni í Rangárþingi ytra þar sem óheimilt er að starfrækja gistirekstur innan skipulagra landbúnaðarsvæðis í sveitarfélaginu nema föst búseta sé á viðkomandi fasteign.

Samþykkt samhljóða.

17.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 238

2406002F

Lögð fram til kynningar.

18.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

2405015F

Lögð fram til kynningar.

19.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 73. stjórnarfundar og ársreikningur 2023.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2024 - stjórn Félags- og skólaþj. Rangárv. og V-Skaft.

2401042

Fundargerð 83. fundar stjórnar og aðfalfundar frá 12. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 948. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2402034

Fundargerð 236. fundar.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024

2401032

Fundargerð 610. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

24.Fyrirspurn varðandi ljósleiðaranet Rangárljósa. Fjarkskiptastofa.

2404171

Lagt fram til kynningar.

25.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Fundargerð frá 14. júní.
Lagt fram til kynningar og fundargerðinni vísað til kynningar í skipulags- og umferðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

26.Aðalfundur UMF Heklu 2024

2405022

Fundargerð frá 7. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.

27.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2024

2406031

Fundarboð aðalfundar þann 26. júní.
Lagt fram til kynningar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

28.Skipun stýrihóps vegna breytinga á fyrirkomulagi eftirlits

2406022

Upplýsingar frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

29.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla. Jafnréttisstofa.

2406038

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?