1.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 11
2406008F
Fundargerðin staðfest.
-
Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 11 THT fór yfir stöðu útboða í þakfrágang, raflagnir, pípulagnir og loftræsingu.
flest tilboð eru í samræmi við kostnaðaráætlun.
Byggingarnefndin leggur til að ganga til samninga við þá aðila sem eru með hagstæðustu tilboðin með tilliti til útboðssskilmála og verðs. THT er falið að yfirfara tilboðin og leggja fram minnisblað fyrir Byggðaráðsfund 10.júlí nk þar sem lagt er til við hverja skuli samið.
Samþykkt. Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöður íverðkannana í raflagnir, pípulagnir og loftræstingu.
Lagt er til að semja við lægstbjóðendur sem eru, TG raf ehf vegna raflagna að fjárhæð kr. 219.342.039, Lagnabræður ehf vegna pípulagna að fjárhæð kr. 68.796.060 og Blikksmíði ehf vegna loftræstingu að fjárhæð kr. 65.351.600 og sveitarstjóra falið að undirita samninga við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða. -
Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 11 Farið var yfir stöðu varðandi næstu skref varðandi vinnu við uppbyggingu vallarins.
Undirbúningur undir fergingu fer í gang á næstu dögum.
THT upplýsir að verið er að vinna verðkönnun á burðarlagi og fergingu.
Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið seinnipartinn í september.
Stefnt er að því að völlurinn verði tekinn í notkun um mitt sumar 2025.
Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöður í verðkönnun á frostfríu fyllingarefni og fergingu undir gerfigrasvöll á Hellu.
Lagt er til að semja við lægstbjóðanda Þjótanda ehf, að fjárhæð kr. 61.361.250 og sveitarstjóra falið að undirita samning við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
2.Oddi bs - 26
2405014F
Lögð fram til kynningar.
3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27
2406000F
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að sveitarstjórn samþykki nýja afmörkun lóðarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð og leggur til að sveitarstjórn samþykki landskiptin. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir ábendingarnar varðandi þau óþægindi sem skapast þegar lagt er beggja megin í íbúðagötu og leggur til að forstöðumanni þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins verði falið að bregðast við umræddri ábendingu með merkingum í samráði við lögregluyfirvöld. Varðandi erindi um einstefnu telur nefndin það ekki þjóna tilgangi sínum þar sem umferð muni að öllum líkindum aukast verulega. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd telur að notast skuli við ákvæði um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi fyrir viðkomandi skilti. Heimilt er, að undangengnu deiliskipulagi eða grenndarkynningu, að veita leyfi fyrir byggingu stakra mannvirkja án þess að skilgreina sérstaklega breytta landnotkun í aðalskipulagi. Í þessu tilfelli leggur nefndin til að staðsetning umræddra skilta verði grenndarkynnt til Umhverfisstofnunar og til Forsætisráðuneytisins ásamt því að Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins fái að gefa sína umsögn um erindið. Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis fyrir sitt leyti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Þar sem fulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi, Sveinn Rúnar Kristjánsson, hafði ekki tök á að mæta á fundinn tók Jón Ragnar að sér að fara yfir þau atriði sem þeir báðir lögðu áherslu á í yfirferð sinni. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að Þrúðvangur ásamt Helluvaðsvegi, Dynskálar, Langisandur, Langalda og Eyjasandur verði hraðinn að hámarki 50km/klst og á öllum öðrum götum innan þéttbýlismarka Hellu verði að 30km/klst. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd telur skiltið of nálægt hringtorginu miðað við reglur sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að umsækjandi finni hentuga staðsetningu í samráði við Vegagerðina og sveitarfélagið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði jafnframt unnin i samráði með Forsætisráðuneytinu þar sem svæðið er innan þjóðlendu, auk þess að verða kynnt öðrum umsagnaraðilum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóðanna en vill árétta að umsækjandi hefur farið eftir eldri uppdrætti deiliskipulags við beiðni sína. Nýjasta skipulagið segir að um sé að ræða lóðir nr. 9 og 11 og verður farið um málsmeðferð skv. því hér eftir. Nefndin gerir því engar athugasemdir við sameiningu lóða nr. 9 og 11 og felur skipulagsfulltrúa að ganga formlega frá því í aðdraganda á veitingu væntanlegs byggingarleyfis. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsingu skipulagsáforma, vegna breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 á nýju efnistökusvæði austan Búrfells. Nefndin vill þó ítreka umsögn sína vegna matsáætlunar sem lögð var fram í tengslum við umhverfismat framkvæmdarinnar, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vegagerð yfir Þjórsá og aukinn akstur með efni eftir Landvegi. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Umsækjanda hefur verið veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 11. - 25. júlí 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 11. - 25. júlí 2024. Nefndin leggur jafnframt til að heimild verði veitt til að vinna að gerð deiliskipulags fyrir svæðið samhliða breytingunni á aðalskipulaginu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Núverandi tenging að svæðinu er til bráðabirgða. Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast að aðkoma verði meðfram Suðurlandsvegi að sunnanverðu frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð og tengist núverandi aðkomuvegi sem þar er. Nefndin leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem sýnd aðkoma verði felld út úr Aldamótaskógi í þeirri mynd sem gildandi aðalskipulag sýnir.
Að auki leggur nefndin til að vinna hefjist samhliða við breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem uppfylltar verði áður samþykktar breytingar fyrir lóðir nr. 34 og 35 annars vegar og fyrir lóð 48 hins vegar. Jafnframt skuli breyta skipulagsmörkum við núverandi aðkomu frá Suðurlandsvegi vegna skörunar við deiliskipulag Suðurlandsvegar. Nefndin telur jafnframt ekki ástæðu til að breyta lóðamörkum lóðanna sem liggja að núverandi aðkomu, heldur skuli vera um aðkomu inn í Aldamótaskóginn áfram í sama stíl og á er á milli lóða 40 og 41. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu þjónustumiðstöðvarinnar um breytingu á legu gangstéttar og leggur til að sveitarstjórn samþykki veitingu framkvæmdaleyfis þrátt fyrir að ekki sé um forgangsverkefni að ræða að mati nefndarinnar. Nefndin vill að gefnu tilefni árétta að áður en ráðist er í framkvæmdir varðandi umferðarmál skuli leggja fram framkvæmdaáætlun til nefndarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um endurnýjun lagna í tengslum við styrkingu og endurbyggingu Hagabrautar. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila sem fram komu við grenndarkynningu málsins í Skipulagsgátt og gerir nefndin ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir enda eru þær í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þar sem tekið verði tillit til ábendinga umsagnaraðila um frágang og mótvægisaðgerðir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um áherslur sem fram hafa verið lagðar í greinargerð frá Eflu dags. 29.2.2024. Nefndin telur að vegna umfangs málsins sé rétt að haldnir verði sérfundir um málið án tengsla við hefðbundna fundi Skipulags- og umferðarnefndar. Nefndin telur réttast að bíða fram yfir sumarfrí úr þessu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
4.Gervigrasvöllur á Hellu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
2406017
Lögð fram beiðni Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu og fergingar við nýjan gervigras knattspyrnuvöll á Hellu.
Framkvæmdin er skv. deiliskipulagi svæðisins og byggðarráð leggur til að veita framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdin er skv. deiliskipulagi svæðisins og byggðarráð leggur til að veita framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
5.Smölun ágangsfjár
2407028
Lögð fram beiðni ábúenda í Þjóðólfshaga, Sumarliðabæ og Hestheimum um að sveitarfélagið sendi inn beiðni til lögreglu og sýslumanns um smölun á lausagöngufé sem hefur herjað á jarðirnar um árabil, tún og ný plöntuð tré og rúllubagga og valdið umtalsverðu tjóni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna réttarstöðu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra Ásahrepps í ljósi þess að erindið kemur frá ábúendum í báðum sveitarfélögum.
Byggðarráð hvetur búfjáreigendur til að taka ábyrgð á sínum búpeningi og hafa girðingarmál í lagi. Byggðarráð hefur einnig miklar áhyggjur á lausagöngu búfjár við þjóðvegi í sívaxandi umferð.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna réttarstöðu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra Ásahrepps í ljósi þess að erindið kemur frá ábúendum í báðum sveitarfélögum.
Byggðarráð hvetur búfjáreigendur til að taka ábyrgð á sínum búpeningi og hafa girðingarmál í lagi. Byggðarráð hefur einnig miklar áhyggjur á lausagöngu búfjár við þjóðvegi í sívaxandi umferð.
Samþykkt samhljóða.
6.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.
2209002
Upplýsingar um stöðu málsins.
Lögð fram fundargerð frá 14. júní s.l. vegna fundar milli aðila auk upplýsingar frá Mosfelli ehf um frekari skýringar og framkvæmda- og verkáætlun í tengslum við deiliskipulagsbreytingar.
Föstudaginn 14. júní 2024, var haldinn fundur á skrifstofu Lögmanna Suðurlands að Austurvegi 3 á Selfossi. Tilefni fundarins var að ræða málefni er varða lóð nr. 2 við Rangárflatir á Hellu, Rangárþingi ytra, sem og önnur atriði er varða úthlutun lóða til Mosfells fasteignar ehf. og byggingaframkvæmdir þess félags á Hellu. Fyrir hönd Rangárþings ytra voru mætt Jón G Valgeirsson, sveitarstjóri, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eggert Valur Guðmundsson oddviti ásamt lögmönnum sveitarfélagsins, Sigurði Sigurjónssyni hrl. og Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur hdl. sem ritar fundargerð. Fyrir hönd Mosfells fasteignar ehf. voru mættir Ingvar Ásmundsson hdl., Hreiðar Hermannsson, eigandi Mosfells fasteignar ehf., og Pétur Davíðsson.
Fyrir liggur að Mosfell fasteign ehf. er lóðarhafi lóðarinnar Rangárflatir 4 þar sem Stracta Hótel stendur. Félagið Stracta konstruction ehf. fékk lóðirnar Rangárflatir 2, 4 og 6 í úthlutun í febrúar 2013 og voru lóðirnar samtals 7.940 fermetrar (0,79 ha) samkvæmt þágildandi deiliskipulagi. Í júní 2013 sótti félagið um lækkun álagningar gatnagerðargjalda vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar og var sú umsókn samþykkt. Skrifað var undir lóðarleigusamning til 75 ára í ágúst 2013 og lóðirnar Rangárflatir 2, 4 og 6 sameinaðar í eina lóð sem fékk heitið Rangárflatir 4. Í júní 2014 var tekin fyrir breyting á deiliskipulagi sem fól í sér gríðarlega stækkun á lóðinni úr 7.940 fermetrum í 32.078 fermetra (3,2 ha). Í janúar 2020 sótti Mosfell fasteign ehf. aftur um stækkun lóðarinnar Rangárflatir 4 og var lóðin stækkuð til vesturs vegna áforma um að reisa þar sérstaka tegund gistihúsa með glerþaki. Sú stækkun fólst í því að Mosfell fasteign ehf. fékk lóðina Rangárflatir 4B sem svo var sameinuð við lóðina Rangárflatir 4. Lóðin Rangárflatir 4 mælist því í dag um 38.000 fermetrar (3,8 ha) og er leyfilegt byggingarmagn lóðarinnar allt að 15.200 fermetrar samkvæmt skilmálum deiliskipulags með allt að 0,4 nýtingarhlutfalli. Búið er að byggja um 5.870 fermetra á lóðinni sem þýðir að um 39% af leyfðu byggingarmagni hefur verið nýtt hingað til. Miklir möguleikar eru því fyrir hótelið til að stækka enn frekar innan lóðarinnar Rangárflatir 4.
Fyrir liggur að umsækjandi er einnig með lóðina Rangárflatir 6 í lóðarúthlutunarferli en sú lóð er skráð um 12.000 fermetrar (1,2 ha). Mosfell fasteign ehf. fékk lóðina í febrúar 2024 til að byggja á henni starfsmannahús en úthlutunin var með þeim skilyrðum að hún tæki ekki gildi fyrr en umsækjandi myndi leggja fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina, deiliskipulagstillagan hefur ekki borist. Mosfell fasteign ehf. hafði byggt rúmlega 400 fermetra starfsmannahús á lóðinni árið 2017 án úthlutunar og lóðarleigusamnings.
Byggðarráð vísar til afgreiðslu ráðsins frá fundi 12. júlí 2023 þar sem fram kemur að byggingarframkvæmdir á lóðinni Rangárflatir 2 yrðu að vera hafnar eigi síðar en 12. mars 2024 og þær yrðu að vera í samræmi við skilmála lóðarinnar. Lóðarhafi skyldi jafnframt leggja fram glögga og tímasetta framkvæmdaáætlun í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Sú framkvæmdaráætlun sem lögð var fram af umsækjanda þann 5. júlí 2024 er ekki í samræmi við væntingar sveitarfélagsins né í samræmi við núgildandi skilmála lóðarinnar, en framkvæmdaáætlun umsækjanda gerir t.a.m. ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði um 0,97 á meðan skilmálar lóðarinnar gera einungis ráð fyrir 0,25 nýtingarhlutfalli.
Byggðarráð telur að ekki hafi verið staðið við forsendur úthlutunarinnar í samræmi við fyrri ákvörðun né lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins og er því fyrri ákvörðun Byggðarráðs frá 27. mars 2024 áréttuð en þar var beiðni umsækjanda um frest hafnað. Byggðarráð hvetur Mosfell fasteign ehf. til að nýta heimildir á þeim lóðum sem félagið hefur nú þegar fengið úthlutað.
Byggðarráð leggur til að lóðin Rangárflatir 2 fari í skipulagsferli jafnhliða vinnu við endurskoðun miðbæjarskipulagsins og möguleikar lóðarinnar nýttir betur til að auka fjölbreytni atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Föstudaginn 14. júní 2024, var haldinn fundur á skrifstofu Lögmanna Suðurlands að Austurvegi 3 á Selfossi. Tilefni fundarins var að ræða málefni er varða lóð nr. 2 við Rangárflatir á Hellu, Rangárþingi ytra, sem og önnur atriði er varða úthlutun lóða til Mosfells fasteignar ehf. og byggingaframkvæmdir þess félags á Hellu. Fyrir hönd Rangárþings ytra voru mætt Jón G Valgeirsson, sveitarstjóri, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Eggert Valur Guðmundsson oddviti ásamt lögmönnum sveitarfélagsins, Sigurði Sigurjónssyni hrl. og Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur hdl. sem ritar fundargerð. Fyrir hönd Mosfells fasteignar ehf. voru mættir Ingvar Ásmundsson hdl., Hreiðar Hermannsson, eigandi Mosfells fasteignar ehf., og Pétur Davíðsson.
Fyrir liggur að Mosfell fasteign ehf. er lóðarhafi lóðarinnar Rangárflatir 4 þar sem Stracta Hótel stendur. Félagið Stracta konstruction ehf. fékk lóðirnar Rangárflatir 2, 4 og 6 í úthlutun í febrúar 2013 og voru lóðirnar samtals 7.940 fermetrar (0,79 ha) samkvæmt þágildandi deiliskipulagi. Í júní 2013 sótti félagið um lækkun álagningar gatnagerðargjalda vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar og var sú umsókn samþykkt. Skrifað var undir lóðarleigusamning til 75 ára í ágúst 2013 og lóðirnar Rangárflatir 2, 4 og 6 sameinaðar í eina lóð sem fékk heitið Rangárflatir 4. Í júní 2014 var tekin fyrir breyting á deiliskipulagi sem fól í sér gríðarlega stækkun á lóðinni úr 7.940 fermetrum í 32.078 fermetra (3,2 ha). Í janúar 2020 sótti Mosfell fasteign ehf. aftur um stækkun lóðarinnar Rangárflatir 4 og var lóðin stækkuð til vesturs vegna áforma um að reisa þar sérstaka tegund gistihúsa með glerþaki. Sú stækkun fólst í því að Mosfell fasteign ehf. fékk lóðina Rangárflatir 4B sem svo var sameinuð við lóðina Rangárflatir 4. Lóðin Rangárflatir 4 mælist því í dag um 38.000 fermetrar (3,8 ha) og er leyfilegt byggingarmagn lóðarinnar allt að 15.200 fermetrar samkvæmt skilmálum deiliskipulags með allt að 0,4 nýtingarhlutfalli. Búið er að byggja um 5.870 fermetra á lóðinni sem þýðir að um 39% af leyfðu byggingarmagni hefur verið nýtt hingað til. Miklir möguleikar eru því fyrir hótelið til að stækka enn frekar innan lóðarinnar Rangárflatir 4.
Fyrir liggur að umsækjandi er einnig með lóðina Rangárflatir 6 í lóðarúthlutunarferli en sú lóð er skráð um 12.000 fermetrar (1,2 ha). Mosfell fasteign ehf. fékk lóðina í febrúar 2024 til að byggja á henni starfsmannahús en úthlutunin var með þeim skilyrðum að hún tæki ekki gildi fyrr en umsækjandi myndi leggja fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina, deiliskipulagstillagan hefur ekki borist. Mosfell fasteign ehf. hafði byggt rúmlega 400 fermetra starfsmannahús á lóðinni árið 2017 án úthlutunar og lóðarleigusamnings.
Byggðarráð vísar til afgreiðslu ráðsins frá fundi 12. júlí 2023 þar sem fram kemur að byggingarframkvæmdir á lóðinni Rangárflatir 2 yrðu að vera hafnar eigi síðar en 12. mars 2024 og þær yrðu að vera í samræmi við skilmála lóðarinnar. Lóðarhafi skyldi jafnframt leggja fram glögga og tímasetta framkvæmdaáætlun í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Sú framkvæmdaráætlun sem lögð var fram af umsækjanda þann 5. júlí 2024 er ekki í samræmi við væntingar sveitarfélagsins né í samræmi við núgildandi skilmála lóðarinnar, en framkvæmdaáætlun umsækjanda gerir t.a.m. ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði um 0,97 á meðan skilmálar lóðarinnar gera einungis ráð fyrir 0,25 nýtingarhlutfalli.
Byggðarráð telur að ekki hafi verið staðið við forsendur úthlutunarinnar í samræmi við fyrri ákvörðun né lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins og er því fyrri ákvörðun Byggðarráðs frá 27. mars 2024 áréttuð en þar var beiðni umsækjanda um frest hafnað. Byggðarráð hvetur Mosfell fasteign ehf. til að nýta heimildir á þeim lóðum sem félagið hefur nú þegar fengið úthlutað.
Byggðarráð leggur til að lóðin Rangárflatir 2 fari í skipulagsferli jafnhliða vinnu við endurskoðun miðbæjarskipulagsins og möguleikar lóðarinnar nýttir betur til að auka fjölbreytni atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
7.Staða lóðamála og úthlutanir í þéttbýli.
2210061
Á fundinn mættu Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og Jón Ragnar Örlygsson, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa og fóru yfir stöðu þeirra íbúðarlóða/lóða sem er úthlutað en framkvæmdir ekki hafnar á Hellu.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Vaðalda. Stofnun lóðar úr þjóðlendu
2407012
Rangárþing ytra hefur unnið að undirbúningi til stofnunar á lóð undir væntanlegt vindorkuver við Vaðöldu og lóð undir tengivirki.
Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið samráði við forsætisráðuneytið og framkvæmdaaðila að vinna að stofnun lóðanna.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið samráði við forsætisráðuneytið og framkvæmdaaðila að vinna að stofnun lóðanna.
Samþykkt samhljóða.
9.Göngustígur milli Eyjasands og Heiðvangs. Framkvæmdaleyfi
2406016
Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra óskaði eftir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg yfir hólinn milli Eyjasands, norðan þjónustumiðstöðvarinnar, og Heiðvangs, við norðurenda Freyvangs, í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn frá Eflu.
Málið var sent í grenndarkynningu.
Byggðarráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir göngustígnum.
Samþykkt samhljóða.
Málið var sent í grenndarkynningu.
Byggðarráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir göngustígnum.
Samþykkt samhljóða.
10.Tillaga D-lista um vinnuhóp vegna dagdvalar fyrir fólk með heilabilun og tengda sjúkdóma
2406014
Lögð er fram bókun Ásahrepps þar sem þeir lýsa áhuga sínum á að koma að skipun vinnuhópsins.
Byggðarráð leggur til að vinnuhópinn skipi sveitarstjórar og fulltrúi heilsugæslunnar og félagsþjónustunnar.
Sveitarstjóra falið að óska eftir tilnefningum
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að vinnuhópinn skipi sveitarstjórar og fulltrúi heilsugæslunnar og félagsþjónustunnar.
Sveitarstjóra falið að óska eftir tilnefningum
Samþykkt samhljóða.
11.Beiðni um leyfi til upprekstrar á Rangárvallarafrétt.
2407013
Lögð fram beiðni frá Guðmari Aubertssyni um leyfi til að upprekstrar sauðfjár á Rangárvallarafrétt.
Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina þannig að umsækjandi nýti rétt Gaddstaða til upprekstar gegn því að umsækjandi taki við skuldbindingum Gaddstaða til smölunar á afréttinum og greiði fjallskilagjöld Gaddstaða.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina þannig að umsækjandi nýti rétt Gaddstaða til upprekstar gegn því að umsækjandi taki við skuldbindingum Gaddstaða til smölunar á afréttinum og greiði fjallskilagjöld Gaddstaða.
Samþykkt samhljóða.
12.Umsókn um niðurgreiðslu á leikskólagjöldum
2406047
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók
13.Lagning ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
2407016
Lagðar fram upplýsingar frá Fjarskiptasjóði um styrkingu ljósleiðavæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli en í Rangárþingi ytra er um að ræða 6 tengingar í þéttbýlinu í Þykkvabæ.
Sveitarstjóra falið f.h. Rangárljóss að láta skoða hvort áhugi sé á hjá viðkomandi aðilum að nýta sér þessi úrræði til að tengjast ljósleiðarakerfi Rangárljósa.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið f.h. Rangárljóss að láta skoða hvort áhugi sé á hjá viðkomandi aðilum að nýta sér þessi úrræði til að tengjast ljósleiðarakerfi Rangárljósa.
Samþykkt samhljóða.
14.Endurnýjun þjónustusamnings UMF Hekla
2405027
Lagt fram erindi UMF Heklu þar sem óskað er eftir því að ungmennafélagið sinni ekki leikjanámskeiðum á Hellu eins og kemur fram í þjónustusamningi.
Byggðarráð leggur til að viðkomandi ákvæði þjónustusamnings verði tekið út en samningurinn að öðru leyti haldist óbreyttur.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að viðkomandi ákvæði þjónustusamnings verði tekið út en samningurinn að öðru leyti haldist óbreyttur.
Samþykkt samhljóða.
15.Húsnæðisreglur í málefnum fatlaðs fólks á starfssvæði Bergrisans bs.
2406056
Lagðar fram reglur Bergrisans bs. um húsnæði fyrir fatlað fólk.
Byggðarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
16.Erindi vegna Töðugjalda 2024 - beiðni um aukið fjármagn vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar
2407007
Á fundinn mætir Ösp Viðarsdóttir og gerir greinir fyrir erindi sínum varðandi beiðni um aukið fjármagn vegna 30. ára afmælis Töðugjalda þar sem farið er fram að hvert hverfi fái styrk allt að kr. 100.000 til skreytinga en um er að ræða sex hverfi.
Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sem mætt verði með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sem mætt verði með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
17.Varðar áform um stofnun veiðifélags fyrir Eystri-Rangá
2406063
Lögð fram erindi frá Fiskistofu hvort Rangárþing ytra geri sem landeigandi Þorleifsstaða, Reynifells, Foss og Árbærs athugsemdir við að Fiskistofu hafi til skoðunar að setja veiðiréttareigendum Eystri-Rangár ofan við Tungufoss samþykkt með vísan til 6. mgr. 39. gr. laga nr. 61/2026 um lax- og silungsveiði.
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið sem landeigandi geri ekki athugsemdir við málsmeðferð Fiskistofu.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið sem landeigandi geri ekki athugsemdir við málsmeðferð Fiskistofu.
Samþykkt samhljóða.
18.Styrkumsókn vegna fasteignaskatts. Odda- og Keldnasókn
2407002
Sóknarnefnd Odda- og Keldnasóknar óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2024 vegna safnaðarheimilisins. Lagt er til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
19.UMF Merkihvoll. Styrkur á móti fasteignagjöldum
2402011
UMF Merkihvoll óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023-2024 vegna félagsheimilisins Brúarlundar. lögð eru fram frekari gögn frá unmennafélaginu varðandi rekstur félagsins árin 2020-2023. Í gildi er samningur milli aðila um leiguverð fyrir húsið sé sú upphæð sem jafngildir fasteignagjöldum o.fl. vegna hússins.
Byggðarráð leggur til að hafna erindinu þar sem í gildi er samnningur milli aðila.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að hafna erindinu þar sem í gildi er samnningur milli aðila.
Samþykkt samhljóða.
20.Hugmyndagátt og ábendingar 2024
2401004
Þrjú erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi hvort hægt væri hægt væri að gera Útskála/Laufskálahringinn að einstefnu, lagningu ökutækja í Laufskála og beiðni um myndavélar á geymslusvæðinu á Hellu.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Hugmyndir varðandi umferð um Laufskála hefur skipulags- og umferðarnefnd fjallað um á fundi sínum en erindi um myndavélar á geymslusvæði er vísað til skoðunar hjá þjónustumiðstöð.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Hugmyndir varðandi umferð um Laufskála hefur skipulags- og umferðarnefnd fjallað um á fundi sínum en erindi um myndavélar á geymslusvæði er vísað til skoðunar hjá þjónustumiðstöð.
21.Ægissíða 4. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.
2301028
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafar Þórhalldsóttur fyrir hönd Hellisins ehf, kt. 470414-1110 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" í gestahúsum matshlutum 01, 03 og 04 að Ægissíðu 4 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 11.1.2023.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Hellisins ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað í matshlutun 01, 03 og 04 að Ægissíðu 4 í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Hellisins ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað í matshlutun 01, 03 og 04 að Ægissíðu 4 í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
22.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs
2401062
Fundargerð 74. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
23.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses
2405043
Fundargerð 14. fundar stjórnar og ársreikningur 2023.
Lagt fram til kynningar.
24.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024
2401033
Fundargerð 949. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
25.Auka aðalfundur SASS 7. júní 2024
2404170
Fundargerð aukaaðalfundar frá 1. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.
26.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024
2401032
Fundargerð 611. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
27.Minna Hof. Rangárljós
2406042
Bréf til lóðareiganda vegna framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.
28.Leiðbeiningar um smölun ágangsfjár
2406044
Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um smölun ágangsfjár.
Lagt fram til kynningar.
29.Kvikmyndaverkefni við Landmannaleið
2404155
Leyfi fyrir drónamyndatöku.
Lagt fram til kynningar.
30.Aukafundur Veiðifélags Eystri Rangár
2407001
Fundarboð á félagsfund þann 26. júlí n.k.
Lagt fram til kynningar.
31.Flughátíðin á Hellu. Umsókn um tækifærisleyfi
2407018
Umsókn frá Flugmálafélagi Íslands um tækifærsileyfi vegna flughátíðar á hellu.
Lagt fram til kynningar.
32.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
2407019
Minniblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.