29. fundur 28. ágúst 2024 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskrána myndi bætast við eitt mál, liður 12, umsókn vegna Rallý Reykjavík 2024

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-júlí. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2404136

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 2 gerir ráð fyrir hækkun á rekstrarniðurstöðu um 11,5 millj. Þá er gert ráð fyrir hækkun á fjárfestingu um 15,4 millj. Viðaukanum er mætt er með lækkun á handbæru fé.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

3.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2024

2408032

Á fundinn mætir Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs og fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024.

Byggðarráð þakkar Tómasi Hauki fyrir góða yfirferð.

4.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

Breytingar á stjórn Odda bs.
Lögð fram beiðni frá D-lista um breytingu á skipan varamanns D-lista í stjórn Odda bs.

Lagt til að Björk Grétarsdóttir verði varamaður í stjórn Odda bs. í stað Eydísar Þ. Indriðadóttur.

Samþykkt samhljóða.

5.Vindorkuver við Vaðöldu - Forsendur og viðmið fyrir Rangárþing ytra

2404095

Farið var yfir stöðu mála sem snerta hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að taka saman minnisblað um stöðu mála. Byggðarráð leggur mikla áherslu á að á haustþingi Alþingis verði lagt fram og afgreitt frumvarp um breytingar á lögum um skattlagningu orkumannvirkja.

Samþykkt samhljóða.

6.Samráðshópur um stöðu launafólks í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

2408025

Lagt fram erindi frá Verkalýðsfélagi Suðurlands um möguleika þess að komið verði á fót samráðshópi um stöðu launafólks í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vera fulltrúi sveitarfélagsins í þessum hópi.

Samþykkt samhljóða.

7.Beiðni um samning. Tónsmiðja Suðurlands

2408008

Lagt fram erindi frá Tónkjallarunum ehf sem rekur Tónsmiðju Suðurlands um beiðni um samning við Rangárþing ytra um tónlistarnám upp á 2-3 nemendagildi og upplýsingar frá Tónsmiðjunni um kostnað og fyrirkomulags kennslu.

Byggðarráð leggur til að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

8.Ársfundur Arnardrangs hses

2408020

Fundarboð á ársfund þann 29. ágúst nk.
Lagt fram fundarboð á ársfund Arnardrangs hses sem fram fer í fjarfundi fimmtudaginn 29. ágúst nk.

Byggðarráð leggur til að Margrét Harpa Guðsteinsdóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

9.Samhæfð svæðisskipan farsældarráð

2408018

Lagt fram erindi SASS þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um þá hugmynd að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái fjárhagslega stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í tvö ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða og þá í nánu samráði við aðildarsveitarfélögin.

Óskað er eftir umboði sveitarfélagsins til að gera viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna sameiginlegs farsældarráðs.

Byggðarráð leggur til að veita stjórn SASS umboð til að gera viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við Mennta- og barnamálaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða.

10.Eignarhald - Strandarvöllur ehf.

2306025

Farið var fyrir stöðu á beiðni GHR um að eignarhlutur Rangárþings ytra í rekstrarfélaginu Strandavöllur renni til Golfklúbbs Hellu.

Það er mat byggðarráðs að ekki sé tímabært að taka endanlega afstöðu til erindisins fyrr en fyrir liggi afstaða aðalfundar GHR til málsins. Þessi afstaða byggðarráðs byggist á forsögu málsins frá því að sveitarfélagið kom að málinu. Byggðarráð lýsir vilja sínum til áframhaldandi samtals um frekari uppbyggingu Strandarvallar.

Samþykkt samhljóða.

11.Styrkbeiðni - Dagur Sigurðarson

2407037

Sigríður Arndís Þórðardóttir óskaar eftir styrk fyrir son sinn Dag Sigurðsson vegna þátttöku hans í U-21 ára landsliðs Íslands í hestaíþróttum sem haldið verður í Herning í Danmörku í ágúst.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur kr. 70.000 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um rallý Reykjavík 2024

2408039

Lögð er fram beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykavíkur varðandi akstursíþróttakeppnina Rallý Reykjavík 2024 sem fer fram 6.-7. sept. n.k.

Byggðarráð heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins þann 6. september 2024. Vakin er athygli á því að leita þarf umsagnar fleiri aðila þar sem ekki allir vegir tilheyra sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.
Byggðarráð setur eftirfarandi skilyrði:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum ef eða á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

Samþykkt samhljóða

13.Rangárbakki 4. Umsókn um lóð

2407032

Heit gólf ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 4 við Rangárbakka til að byggja á henni uppsteypt hótel/gistihús sbr. umsókn dags. 14.7.2024. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er haust 2024 og áætlaður byggingartími allt að 2 ár.

Lagt er til að taka jákvætt í erindið en óskar eftir umsögn skipulags- og umferðarnefndar um áform umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

14.Hugmyndagátt og ábendingar 2024

2401004

Tvö erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi hraðahindrun á Helluvaðsveginum, bekki/borð við Bogatún, bæta leikaðstöðu við ærslabelg, göngustíg með Helluvaðsveginum og gangbraut yfir Þúðvanginn að leiksvæði og göngustíg með Þrúðvangi og síðan geymslustað fyrir ferðavagna á sumrin.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Hugmyndir varðandi umferðaröryggismál er vísað til skipulags- og umferðarnefndar og ábendingu um leiktæki til fjárhagsáætlunargerðar. Byggðarráð telur hins vegar ekki tilefni til að sveitarfélagið sé með sérstaka geymslustaði fyrir ferðavagna enda samræmist það ekki samþykktu skipulagi.

15.Sólstaður L227520. Breyting á heiti í Hjartaland

2408030

Eigendur lóðarinnar Sólstaður L227520, óska eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar. Sólstaður fengi heitið Hjartaland

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á heiti lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

16.Lerkiholt. Beiðni um umsögn vegna rekstarleyfis

2408036

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Steins Guðjónssonar um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "C" í Lerkiholti, fasteignanumer 234972 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 21.08.2024. Byggingarfulltrúi gaf út jákvæða umsögn sína 26. ágúst 2024.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Steins Guðjónssonar fyrir gistingu í flokki II á gististað í Lekriholti í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

17.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 75. stjórnarfundar.
Lögð fram til kynningar.

18.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses

2405043

Fundargerð 15. stjórnarfundar.
Lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2402034

Fundargerð 237. fundar.
Lögð fram til kynningar.

20.Aðalfundur Vottunarstofunar Túns ehf 2024

2408023

Fundarboð á aðalfund 29. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?