30. fundur 25. september 2024 kl. 08:15 - 10:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2024

2408032

Á fundinn mætir Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs og fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024 og drög að framkvæmdaáætlun 2025. Að auki situr undir þessum lið Þórunn Dís Þórunnardóttir.

Byggðarráð þakkar Tómasi Hauki fyrir góða yfirferð.

2.Samstarfssamningur við Skotfélagið Skyttur

2405030

Á fundinn mætir Magnús Ragnarsson formaður Skotíþróttafélagsins Skyttur og gerir grein fyrir starfssemi félagins og þeim samstarfssamningi sem sveitarfélagið hefur lagt upp með félaginu.

Byggðarráð þakkar Magnúsi fyrir góða yfirferð og leggur til að fjárhagsstuðningur við félagið verði í samstarfssamningum kr. 1,3 millj.

Samþykkt samhljóða.

3.Landbótasjóður - tilkynning um niðurfellingu styrks

2408058

Á fundinn mætir Steinn Másson formaður fjallskilanefndar Rangárvallaafréttar og gerir grein fyrir tilkynningu frá Landi og Skógum varðandi styrkveitingar Landbótasjóðs til Fjallaskilanefndar og niðurfellingu styrks að hluta.

Byggðarráð þakkar Steini fyrir skýringarnar en bendir á að fjallskilanefnd þurfi að koma athugasemdum og skýringum til Landbótsjóðs fyrir 1.okt.

4.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-ágúst. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2404136

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 3 gerir ráð fyrir lækkun á rekstrarniðurstöðu um 11 millj. Viðaukanum er mætt er með lækkun á handbæru fé.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Afskriftir á eldri kröfum Rangárþings ytra

2409056

Lagður fram listi yfir kröfur að upphæð kr. 10.126.428 sem lokið hafa innheimtuferli án árangurs og eru fyrndar og lagt til að þær verði afskrifaðar úr bókhaldi sveitarfélagsins.
Kröfurnar eru nú þegar á niðurfærslu og afskriftin hefur því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2024.

Lagt til að samþykkja framlagða tillögu að niðurfærslu krafna.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2409016

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2025-2028 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar. Lagt fram fundarplan fyrir áætlaða vinnufundi byggðarráðs.

8.Orlofsstaða stjórnenda 2024

2408033

Lagðar fram til kynningar orlofsstaða stjórnenda. Byggðarráð óskar eftir að fá uppfært yfirlit á reglulegum fundi sínum í febrúar 2025.

9.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Endurskoðun

2409018

Ræddar tillögur starfshóps að breytingum á samþykktum sveitarfélagins.

Lagt til að fela sveitarstjóra að leggja fram upplýsingar um kostnaðarmat á mögulegum breytingum. Stefnt að aukafundi í byggðarráði til að ræða útfærslur.

Samþykkt samhljóða.

10.Samingur um efnisnám

2409052

Lögð fram til kynningar drög að samningi um efnisnám og fyrirkomulag greiðslna fyrir efnisnám vegna vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslundur) á Þjórsársvæði innan þjóðlendna.

11.Lækjarbakki

2409060

Málefni meðferðarheimilisins Lækjarbakka rædd. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að fasteignin Lækjarbakki við Geldingalæk verði seld. Byggðarráð leggur áherslu á að starfseminni verði fundinn áfram staður í Rangárþingi ytra og viðhalda þannig áralöngu góðu starfi.

Byggðarráð hvetur ríkið til að tryggja að svo verði.

12.Vigdísarvellir 3. Kvöð um breytingu á eignarhaldi

2409040

Lóðarhafar óska eftir að þinglýst verði yfirlýsing um að framselja/breyta megi nafni lóðarhafa í samræmi við 8. grein lóðarleigusamnings viðkomandi.

Lagt til að samþykkja beiðnina og fela sveitarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl vegna hennar.

Samþykkt samhljóða.

13.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

2409033

Lagt fram aðalfundarboð Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október nk.

Lagt til að Margrét Harpa Guðsteinsdóttir verði fulltrúi Rangárþings ytra á aðalfundinum og jafnframt er gerð sú tillaga að Ísleifur Jónasson oddviti Ásahrepps verði fulltrúi í stjórn samtakanna.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Kvennaathvarfið. Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025

2409011

Lögð fram beiðni Samtaka um kvennaathvarf um fjárstuðning að fjárhæð kr. 200.000 fyrir árið 2025.

Byggðarráð leggur til að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 100.000 og færist styrkurinn á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

15.Undirgöng undir Suðurlandsveg

2408047

Lagt fram erindi frá Landslögum f.h. Mosfells fasteigna ehf þar sem mótmælt er að undirgöng undir þjóðveg 1 á skipulagi hafa verið felld út.

Lagt til að vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

16.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Lagt fram erindi frá Landslögum þar sem mótmælt er afturköllun lóðar að Rangárflötum 2.

Lagt til að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu formlega.

Samþykkt samhljóða.

17.Fyrirspurn um lóðir fyrir raðhús

2409042

Lagt er fram erindi Holta/SS um að fá tvær lóðir til úthlutunar undir allt að 16 íbúðir í tveimur raðhúsum á Hellu.

Lagt til að taka jákvætt í beiðnina, fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og vísa málinu einnig til skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

18.Samráðsgátt 2024-2028 - Félags og vinnumarkaðsráðuneyti

2409048

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Lagt fram til kynningar.

19.Þrúðvangur 6. L164926. Stracta Hótel Mosfell ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi

2408026

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Hreiðars Hermannssonar, kt. 020648-4069 fyrir hönd Stracta Hotel Mosfell ehf., kt. 470406-0380 um rekstrarleyfi fyrir reksturs gististaðar í flokki ll, stærra gistiheimili á lóðinni Þrúðvangi 6, L164926 , Rangárþingi ytra. Umsókn barst 14.08.2024.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Stracta Hotel Mosfell ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað á Þrúðvangi 6, Hellu.

Samþykkt samhljóða.

20.Þrúðvangur 37. L164949. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2409030

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Gunnhildar Hörpu Hauksdóttir, kt. 030360-5249 fyrir hönd GHH ehf., kt. 680203-2450 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund G "íbúðir"á lóðinni Þrúðvangi 37 L164949, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 02.08.2024.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til GHH ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað á Þrúðvangi 37, Hellu.

Samþykkt samhljóða.

21.Dalakofi L164853. Reykjadalir. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2409012

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Gustavs Þórs Stolzenwald, kt. 220355-7569 fyrir hönd Hróðólfs ehf. um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "E" Fjallaskáli. á lóðinni , L164853, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 30.05.2024.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Hróðólfs ehf fyrir gistingu í flokki II á gististað fjallaskálanum Dalakofa í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

22.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 76. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

23.Stjórnarfundir Lundar 2024

2403011

Fundargerð 11. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 951. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerðir 74. og 75. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2023-2026

2302023

Fundargerð 3. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

27.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses

2405043

Fundargerð 16. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?