1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024
2401011
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-september. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2409016
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2025-2028 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar. Lögð fram útkomuskpá fyrir árið 2024.
Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2025 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,97%.
Samþykkt samhljóða.
Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2025 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,97%.
Samþykkt samhljóða.
3.Rangárljós. Gjaldskrá 2025
2410043
Lagt fram til kynningar.
4.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum
2007011
Lagt er fram svar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fyrirspurn frá Rangárþingi ytra.
Á fundinn mætir Samúel Örn Erlingsson og Björn Stefánsson gerir grein fyrir sjónarmiðum félagsins varðandi mál tengd íbúabyggðinni. Byggðarráð þakkar Samúel Erni og Birni fyrir upplýsingarnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Á fundinn mætir Samúel Örn Erlingsson og Björn Stefánsson gerir grein fyrir sjónarmiðum félagsins varðandi mál tengd íbúabyggðinni. Byggðarráð þakkar Samúel Erni og Birni fyrir upplýsingarnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
5.Stytting vinnuvikunnar
2312034
Lagt fram minnisblað vegna tillagna um styttingu vinnuvikunnar í Þjónustumiðstöð og skrifstofu sveitarfélagins í kjölfar nýrra kjarasamninga.
Byggðarráð leggur til að tillögurnar verði samþykktar sem og að opnunartími skrifstofu Rangárþings ytra verði til 12:00 á föstudögum.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að tillögurnar verði samþykktar sem og að opnunartími skrifstofu Rangárþings ytra verði til 12:00 á föstudögum.
Samþykkt samhljóða.
6.Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála.
2403009
Farið var yfir starfslýsingu verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarmála og hvernig verkefnið hefði gengið.
Byggðarráð leggur til að auglýst verði starf íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa á grundvelli starfslýsingarinnar sem myndi taka til starfa um næstu áramót og sveitarstjóra verði falið að undirbúa auglýsingu fyrir starfið. Jafnframt verði óskað eftir því að Ásahreppur taki þátt í verkefninu á sama hátt og með önnur samstarfsverkefni sveitarfélagana.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að auglýst verði starf íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa á grundvelli starfslýsingarinnar sem myndi taka til starfa um næstu áramót og sveitarstjóra verði falið að undirbúa auglýsingu fyrir starfið. Jafnframt verði óskað eftir því að Ásahreppur taki þátt í verkefninu á sama hátt og með önnur samstarfsverkefni sveitarfélagana.
Samþykkt samhljóða.
7.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi
2209059
Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöðu verðkönnunar í trésmíði 2. áfanga.
Lagt er til að semja við lægstbjóðanda sem er, AL bygg ehf að fjárhæð kr. 106.243.000, sem er 72,4% af kostnaðaráætlun og sveitarstjóra falið að undirita samning við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að semja við lægstbjóðanda sem er, AL bygg ehf að fjárhæð kr. 106.243.000, sem er 72,4% af kostnaðaráætlun og sveitarstjóra falið að undirita samning við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
8.Samingur um efnisnám
2409052
Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins, forsætisráðuneytisins og Landsvirkjunar um efnisnám og fyrirkomulag greiðslna fyrir efnisnám vegna vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslundur) á Þjórsársvæði innan þjóðlendna.
Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
9.Alþingiskosningar 2024 - til sveitarfélaga
2410034
Lagt til að kjörstaður fyrir Alþingiskosningar þann 30. nóvember nk. verði í Grunnskólanum á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Bjarg. Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða
2201067
Bjarg íbúðafélag lýst áhuga sínum að fá 5 íbúða raðhúsalóð til uppbyggingar á leiguhúsnæði árið 2025/2026 þar sem sveitarfélagið myndi leggja til á móti stofnframlag.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið að Bjargi íbúðarfélagi fái úthlutað raðhúsalóð á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið að Bjargi íbúðarfélagi fái úthlutað raðhúsalóð á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
11.Stofnframlag sveitarfélags - Bjarg íbúðafélag hses
2304064
Lögð fram drög að samningi milli Bjargs leigufélags og sveitarfélagsins um uppgjör og greiðslu á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna Lyngöldu 4.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12.Kæra Taktikal ehf. - Kærunefnd útboðsmála
2410041
Lögð fram kæra frá Taktikal ehf til kærunefndar útboðsmála vegna samnings Rangárþings ytra við One Systems um innkaup á rafrænum undirritunum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
13.Grænir iðngarðar 2024
2410016
Lagt fram minnisblöð frá fundi sveitarfélagsins, Landsvirkjunar og Orkídeu frá 23. sept. s.l. og fundi sveitarfélagsins og Landsvirkjunar frá 15. okt. s.l. vegna málefna Grænna iðngarða á Strönd.
Byggðarráð leggur til að skipaður verði undirbúningshópur vegna vinnu við þróun Græns iðngarðs á Stönd þar sem í verði fulltrúar Orkídeu, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, byggðarþróunarfulltrúi, sveitarstjóri og tveir fulltrúar sveitarstjórnar og stýri byggðarþróunarfulltrúi starfi hópsins.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að skipaður verði undirbúningshópur vegna vinnu við þróun Græns iðngarðs á Stönd þar sem í verði fulltrúar Orkídeu, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, byggðarþróunarfulltrúi, sveitarstjóri og tveir fulltrúar sveitarstjórnar og stýri byggðarþróunarfulltrúi starfi hópsins.
Samþykkt samhljóða.
14.Grænir iðngarðar - Tillaga D-lista um stofnun þróunarfélags
2410017
Vísað er til bókunar undir lið 13.
15.Aðalskipulagsgjöld vegna Oddsparts
2410026
Lögð er fram beiðni Helju Stay ehf um niðurfellingu kostnaðar á aðaðskipulagsbreytingu á Oddsparti í Þykkvabæ.
Byggðarráð hafnar beiðninni með tilliti til jafnræðissjónarmiða.
Samþykkt samhljóða
Byggðarráð hafnar beiðninni með tilliti til jafnræðissjónarmiða.
Samþykkt samhljóða
16.Dagur sauðkindarinnar 2024. Styrkbeiðni
2410004
Lögð er fram umsókn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallarsýslu um styrk vegna dags sauðkindarinnar.
Lagt er til að styrkja félagið um kr. 50.000. Kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða
Lagt er til að styrkja félagið um kr. 50.000. Kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða
17.Beiðni um styrk. Styrktarfélag klúbbsins Stróks
2410030
Lögð fram beiðni Styrktarfélags klúbbsins Stróks um styrk til starfseminnar.
Byggðarráð leggur til að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem bókast á félagsmál.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem bókast á félagsmál.
Samþykkt samhljóða.
18.Beiðni um fjárstyrk - 2024. Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu
2410014
Lögð fram beiðni Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu um styrk að fjárhæð kr. 145.000 vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi.
Byggðarráð leggur til að beiðnin verði samþykkt og kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða
Byggðarráð leggur til að beiðnin verði samþykkt og kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða
19.Aðventuhátíð 2024 - ósk um styrk
2410053
Lögð fram beiðni Kvenfélagsins Einingar um styrk vegna aðventuhátíðar á Laugalandi fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember n.k.
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið leggi kvenfélaginu til húsnæði fyrir hátíðina án endurgjalds og fjárstyrk skv. samningi við félagið. Jafnframt muni starfsmaður aðstoða við framkvæmd viðburðarins.
Samþykkt samhljóða
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið leggi kvenfélaginu til húsnæði fyrir hátíðina án endurgjalds og fjárstyrk skv. samningi við félagið. Jafnframt muni starfsmaður aðstoða við framkvæmd viðburðarins.
Samþykkt samhljóða
20.Hugmyndagátt og ábendingar 2024
2401004
Eitt erindi hefur borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi merkingar o.fl sem tengist iþróttamiðstöðinni og sundlauginni á Hellu.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til forstöðumanns íþróttamannvirkja og þjónustumiðstöðvar.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til forstöðumanns íþróttamannvirkja og þjónustumiðstöðvar.
21.Brekknaflatir. Umsókn um lögbýli
2409064
Eigandi Brekknaflata, L199777, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 25.9.2024. Álit búnaðarráðunauts liggur fyrir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni.
Samþykkt samhljóða.
22.Hofstígur 21. L227787. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2410023
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Laura Diehl, kt. 020492-5389 fyrir hönd Hófstígur ehf., kt. 560823-1180 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund C "minna gistiheimili"á lóðinni Hofstígur 21. L227787, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 04.10.2024.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Hófstígar ehf fyrir gistingu í flokki II á minna gistiheimili á Hofstígi 21.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Hófstígar ehf fyrir gistingu í flokki II á minna gistiheimili á Hofstígi 21.
Samþykkt samhljóða.
23.Stjórnarfundir Lundar 2024
2403011
Fundargerð 12. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
24.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024
2401032
Fundargerð 614. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
25.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands
2402034
Lagt fram til kynningar.
26.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs
2401062
Fundargerð 77. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
27.Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna
2410042
Upplýsingar frá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:35.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.