32. fundur 27. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður gerði að tillögu sinni að liðir 18-20 yrðu teknir fyrir í lok byggðarráðsfundar og var það samþykkt.

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 18-20

Sveitarstjórnarmennirnir Viðar M. Þorsteinsson, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Björk Grétarsdóttir og varamaðurinn Þröstur Sigurðsson sátu fundinn undir lið 18-20.

1.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Endurskoðun

2409018

Lögð fram drög að breytingum á samþykktum sveitarfélagins til skoðunar.

Byggðarráð leggur til að breyta þurfi aðeins orðalagi 31. gr. samþykktana auk annarra smávægilegra lagfæringa.

Samþykkt samhljóða.

Bókun fulltrúa D-lista: Undirrituð gerir athugasemdir við aðkeypta vinnu við breytingar á samþykktum og telur að ekki hafi verið gefin heimild fyrir því í bókun síðasta sveitarsjtórnarfundar. Þar var lagt til að samþykktum yrði vísað til frekari vinnu í byggðaráði. Fram kemur í gögnum fundarins að lögfræðistofa er m.a. milligöngumaður í einföldum samskiptum við ráðuneyti (EÞI).

Bókun fulltrúa Á-lista: Í tilefni af bókun fulltrúa D-lista vilja undirrituð vekja athygli á því að við berum fullt traust til starfsfólks sveitarfélagsins til þess að leggja mat á hvenær þörf er á að útvista verkefnum sem snýr að skilvirkri stjórnsýslu fyrir sveitarfélagið og hvenær ekki (MHG, EVG).

2.Rangárljós. Gjaldskrá 2025

2410043

Byggðarráð leggur til að gjaldskrá Rangárljósa 2025 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Rangárljósa 2025

2411048

Byggðarráð leggur til að fjárhagsáætlun fyrir Rangárljós 2025 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

4.Heimgreiðslur. Endurskoðun á reglum

2411042

Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum fyrir heimgreiðslum barna á aldrinum 12-24 mánuða. Gert er ráð fyrir að heimgreiðslur hækki í kr. 125.000 og teknar verði upp hlutaheimgreiðslur.

Byggðarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar og taki gildi frá og með 1. janúar 2025.

Samþykkt samhljóða.

5.Markaðsstofa Suðurlands. Endurnýjun samnings

2411044

Lögð fram beiðni frá Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi til 2ja ára þar sem framlagið myndi verða kr. 430 á hvern íbúa.

Byggðarráð leggur til að gerður verði tveggja ára samningur við Markaðsstofu Suðurlands.

Samþykkt samhljóða.

6.Vikurvinnsla. Hekluvikur

2410063

Lögð fram drög að samningi til eins árs milli Jarðaefnaiðnaðar og sveitarfélagsins um vinnslu vikurs úr Merkiholssnámu.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

7.Stofnframlag sveitarfélags - Bjarg íbúðafélag hses

2304064

Samningur um uppgjör stofnframlags.
Lagður fram samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á íbúðum við Lyngöldu 4 á Hellu milli sveitarfélagsins og Bjargs íbúðarfélags hses.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

8.Leigusamningur um íþróttahúsið í Þykkvabæ 2025

2411025

Lagður fram tímabundinn leigusamningur í fjóra mánuði sumarið 2025 við Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur um íþróttahúsið í Þykkvabæ í tenglsum við rekstur tjaldsvæðisins í Þykkvabæ. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi.

Þá tilkynnti Jóhanna Lilja að árið 2025 væri síðasta árið sem hún myndi hafa tjaldsvæðið og íþróttahúsið í Þykkvabæ til leigu.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Sveitarstjóra jafnframt falið að undirbúa ferli til að finna aðila til að reka tjaldsvæðið og tengda starfssemi í Þykkvabæ.

Samþykkt samhljóða.

9.Mannauðsstefna 2024

2410054

Lögð fram drög að mannauðsstefnu fyrir sveitarfélagið til kynningar.

10.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Lagðar fram upplýsingar frá verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarmála um tillögu að skipa þriggja manna stýrihóp um heilsueflandi samfélag sem var unnin eftir ráðleggingu verkefnastjóra Landlæknisembættisins.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og taki við af núverandi stýrihóp um heilsueflandi samfélag. Óskað er eftir því að gerð verkefnalýsing fyrir hópinn.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Staða máls.
Lagar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um lagalega stöðu sveitarfélagsins og minnisblað vegna fundar sveitarfélagsins með Vegagerðinni þann 18. nóv. s.l.

Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að vinna nánari samantekt á lagalegri stöðu sveitarfélagsins í málinu.

Samþykkt samhljóða.

12.Starfshópur gerfigrasvallar

2411020

Lagt til að skipaður verði ólaunaður þriggja manna vinnuhópur til að halda utan um vinnu við gerfigrasvöllinn á Hellu. Hópurinn samanstandi af tveimur fulltrúum sveitarstjórnar og fulltrúa KFR. Oddviti og forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs starfi með hópnum.

Byggðarráð leggur til hópinn skipi Viðar M. Þorsteinsson og Björk Grétarsdóttir og sveitarstjóra falið að kalla eftir tilnefningu frá KFR.

Samþykkt samhljóða.

13.Ályktun um kjaradeilu

2411019

Lögð fram til kynningar ályktunir frá Kennarafélagi Suðurlands, Kennarafélagi Vestmannaeyja Skólastjórafélagi Suðurlands og svæðisdeildar 8 Félags leikskólakennara vegna kjaradeildu.

Byggðarráð áréttar að umboð til kjarasamningasgerðar f.h. Rangárþings ytra liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Eydís víkur sæti við meðferð málsins.

14.Stígamót. Ósk um fjárstuðning fyrir árið 2025

2410081

Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Rangárþings ytra til Stígamóta vegna árins 2025.

Lagt til að hafna beiðninni, enda hefur sveitarfélagið verið að styrkja Sigurhæðir sem er þjónusta af svipuðum toga á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðarlags.

Samþykkt samhljóða.

15.Starfsstöð Landsvirkjunar á Hellu

2411030

Lögð fram beiðni Landsvirkjunar um lóð á Hellu undir starfsstöð Landsvirkjunar.

Byggðarráð telur að heppileg staðsetning fyrir starfsstöð Landsvirkjunar verði á horni Gaddstaðavegar og Faxaflata og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

16.Sleipnisflatir 9-11. Umsókn um lóð

2405053

Beiðni um stækkun á lóð.
Lögð fram beiðni Cirula um stækkun á lóð sem félaginu var veitt vilyrði fyrir á Sleipnisflötum 9-11.

Byggðarráð samþykkir að veita félaginu vilyrði fyrir stækkun lóðarinnar þannig hún nái einnig til Sleipnisflata 15 og 17. Vilyrðið gildi til áramóta 2025/2026.

Samþykkt samhljóða.

17.Hugmyndagátt og ábendingar 2024

2401004

Þrjú erindi hefur borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi nytjagám á Strönd, slagorð sveitarfélagsins og upplýsingar á heimsíðu um námsverið.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og vísar máli varðandi nytjagám til SOR og upplýsingar á heimasíðu um námsverið til markaðs- og kynningarfulltrúa. Byggðarráð vísar hugmynd um að breyta slagorði sveitarfélagsins til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar.

18.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

19.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2404136

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 4 gerir ráð fyrir hækkun á rekstrarniðurstöðu um kr. 10,4 millj., fjárfesting lækki um kr. 296 millj., hækkun á stofnframlagi vegna Bjargs kr. 22,5 millj. og lánataka lækki um kr. 300 millj.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

20.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2409016

Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2025-2028.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

21.Hagi v Selfjall. L 189066. Ósk um nafnabreytingu

2411045

Landeigendur að Haga við Selfjall L189066 óska eftir breytingu á nafni lóðarinnar. Nýtt nafn lóðarinnar ber heitið Birkisel.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á nafni lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

22.Norður Nýibær lóð. Breyting á heiti í Norður-Nýibær 2.

2406053

Eigandi Norður-Nýjabæjar lóðar L219861 óskar eftir að fá að breyta heiti lóðar sinnar í Norður-Nýibær 2.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á nafni lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

23.Þrúðvangur 37. L164949. Cozy house by the river. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2410047

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Gunnhilda Hörpu Hauksdóttir, kt. 030360-5249 fyrir hönd GHH ehf., kt. 680203-2450 um rekstrarleyfis fyrir gistingu á lóðinni Þrúðvangi 37 L164949, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 16.10.2024.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til GHH ehf fyrir gistingu á Þrúðvangi 37.

Samþykkt samhljóða.

24.Hraunvegur 27. L 209801. Hekla Luxury Lodge ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2411037

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Pawel Kurzawa , kt. 010383-5369 fyrir hönd Hekla Luxury Lodge ehf., kt. 700522-0320 um rekstrarleyfis fyrir gistingu á lóðinni Hraunvegur 27 L209801, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 25.7.2024.

Lagt er til að byggðarráð veiti neikvæða umsögn fyrir rekstarleyfi fyrir gistingu á lóðinni Hraunvegi 17 þar sem óheimilt er að starfrækja gistirekstur á skipulögðu frístundahverfi nema með samþykki viðkomandi frístundafélags.

Samþykkt samhljóða.

25.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 955. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024

2401032

Fundargerð aðalfundar SASS frá 1. nóv. s.l.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir 2024 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

2404126

Fundargerð 84. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerð 77. stjórnarfundar SSKS

2411031

Fundargerð 77. fundar stjórnar og aðalfundargerð frá 9. okt. s.l.
Lagt fram til kynningar.

29.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses

2405043

Fundargerð 19. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

30.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerð 78. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

31.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2402034

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 1. nóv. s.l.
Lagt fram til kynningar.

32.Fundargerðir Fjallskilanefndar Landmannaafréttar 2024

2411018

Fundargerð fjallskilanefnar frá 27. ágúst og 16. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

33.Landbótasjóður - tilkynning um niðurfellingu styrks

34.Landmannalaugar - samráðshópur

2411023

Minnisblað samráðshóps vegna Landmannalauga frá 15. okt. s.l.
Lagt fram til kynningar.

35.EBÍ. Ágóðahlutagreiðsla 2024

2410068

Lagt fram til kynningar.

36.Atvinnustefna RY og RE

2401059

Minnsblað starfshóps frá 11. nóv. s.l.
Lagt fram til kynningar.

37.Kynning á íbúafundi Landsvirkjunar nóv 2024

2411051

Kynningargögn íbúafundar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?