1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024
2401011
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir síðasta ár. Rekstur sveitarfélagsins var í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Fatastyrkur. Reglur.
2501036
Rætt var um reglur varðandi fatastyrki starfsmanna skv. kjarasamningum og mögulega samræmingu þeirra.
Byggðarráð leggur til að að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu fyrir næsta byggðarráðsfund.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu fyrir næsta byggðarráðsfund.
Samþykkt samhljóða.
3.Fjölmenningarmál
2409066
Erindisbréf fjölmenningarráðs
Lögð fram drög að erindisbréfi fjölmenningarráðs. Á fundinn mætir Jóhann G. Jóhannsson, íþrótta- og fjölmenningarfulltrúi og fór yfir erindisbréfið.
Byggðarráð leggur til að gerðar verði breytingar á 2. gr. erindisbréfsins þannig að hún hljóði svo:
Fjölmenningarráð er skipað fimm fulltrúum og jafn mörgum til vara. Stefnt skal að því að hafa hópinn fjölbreyttan þannig að hann endurspegli sem best þann fjölda þjóðerna sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Auglýst er eftir áhugasömum einstaklingum í þrjár stöður í ráðinu, atvinnulífið tilnefnir einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi ytra tilnefnir einn fulltrúa. Kjörtímabil fulltrúa miðast að jafnaði við kosningar til sveitarstjórnar nema sveitarstjórnin ákveði annað. Að jafnaði kýs sveitarstjórn formann nefndarinnar og á fyrsta fundi nefndarinnar fer fram kjör varaformanns.
Að öðru leyti er lagt til að erindisbréfið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að gerðar verði breytingar á 2. gr. erindisbréfsins þannig að hún hljóði svo:
Fjölmenningarráð er skipað fimm fulltrúum og jafn mörgum til vara. Stefnt skal að því að hafa hópinn fjölbreyttan þannig að hann endurspegli sem best þann fjölda þjóðerna sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Auglýst er eftir áhugasömum einstaklingum í þrjár stöður í ráðinu, atvinnulífið tilnefnir einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi ytra tilnefnir einn fulltrúa. Kjörtímabil fulltrúa miðast að jafnaði við kosningar til sveitarstjórnar nema sveitarstjórnin ákveði annað. Að jafnaði kýs sveitarstjórn formann nefndarinnar og á fyrsta fundi nefndarinnar fer fram kjör varaformanns.
Að öðru leyti er lagt til að erindisbréfið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
4.Trúnaðarmál
2501031
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
5.Fjarveruskráningar RY 2024
2501033
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
6.Flóahreppur. Sundkennsla.
2411049
Lögð fram beiðni frá Flóahreppi um samning til tveggja ára um leigu á aðstöðu til sundkennslu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til þess og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með forstöðumanni íþróttamannvirkja og skólastjórum grunnskólanna fyrir næsta reglulega fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en frestar því að taka afstöðu til þess og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með forstöðumanni íþróttamannvirkja og skólastjórum grunnskólanna fyrir næsta reglulega fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
7.Matarvagnar á Hellu, staðsetning og umbúnaður
2203053
Samþykkt um gjaldskrá
Lögð fram samþykkt um gjaldskrá um matarvagna á Hellu.
Byggðarráð leggur til að gjald fyrir langtímastæði í eitt ár verði kr. 150.000 og langtímastæði í 6 mánuði verði kr. 100.000 sem uppfærist síðan árlega í samræmi við byggingarvísitölu.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að gjald fyrir langtímastæði í eitt ár verði kr. 150.000 og langtímastæði í 6 mánuði verði kr. 100.000 sem uppfærist síðan árlega í samræmi við byggingarvísitölu.
Samþykkt samhljóða.
8.Fundargerðabækur - tillaga um að leggja notkun þeirra niður
2501014
Lögð var fram tillaga að skoðað verði að nefndir og ráð sveitarfélagsins hætti að nota fundargerðarbækur til að skrá niður fundarsókn.
Byggðarráð leggur til að hætt verði að nota fundargerðarbækur til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabækur.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að hætt verði að nota fundargerðarbækur til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabækur.
Samþykkt samhljóða.
9.iCert - jafnlaunavottun 2022-2025
2207042
Lögð fram til kynningar úttekt jafnlaunavottunar 2024 en meginniðurstaða var sú að karlar mældust með 0,85% hærri laun en konur sem er vel innan allra viðmiðunarmarka.
10.Stjórnarfundir Lundar 2025
2501037
Fundargerð vinnufundar stjórnar frá 13. janúar s.l. og erindi til sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps
Lagt fram erindi frá stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að fá heimild til að láta vinna húsrýmis- og kostnaðaráætlun, á kostnað sveitarfélaganna, fyrir framkvæmd sem snýr að því að byggja nýja 6-8 rýma hjúkrunarálmu við Lund auk sameiginlegs rýmis fyrir tómstundir og tengda þjónustu sem myndi nýtast bæði núverandi starfsemi Lundar, fyrirhuguðum þjónustuíbúðum sem og dagvistunarrýmum með framtíðarvöxt að leiðarljósi. Í þeirri vinnu er mikilvægt að rýna einnig núverandi húsnæði Lundar og taka tillit til möguleika þar við gerð húsrýmis- og kostnaðaráætlunar.
Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
11.Nýbygging Leikskóla, hönnunarmál.
2402047
Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöður verðkannana í verkfræðihönnun vegna raflagna, brunahönnunar, jarðvinnu, burðarvirkis, lagna- og loftræstingar og hljóðvistar vegna nýbyggingar leikskólans Heklukots á Hellu.
Lagt er til að semja við lægstbjóðendur sem eru, Voltorka ehf vegna raflagna að fjárhæð kr. 5.795.000, Lotu ehf vegna brunahönnunar að fjárhæð kr. 2.380.060, Verkfræðistofunar Þráinn og Benedikt ehf vegna jarðvinnu, burðarvirkis, lagna- og loftræstingar að fjárhæð kr. 23.990.000 og Myrru hljóðstofu ehf vegna hljóðvistar að fjárhæð kr. 2.721.800 eða samtals að fjárhæð kr. 34.886.800. Tilboðin voru innan kostnaðaráætlunar. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að undirita samninga við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að semja við lægstbjóðendur sem eru, Voltorka ehf vegna raflagna að fjárhæð kr. 5.795.000, Lotu ehf vegna brunahönnunar að fjárhæð kr. 2.380.060, Verkfræðistofunar Þráinn og Benedikt ehf vegna jarðvinnu, burðarvirkis, lagna- og loftræstingar að fjárhæð kr. 23.990.000 og Myrru hljóðstofu ehf vegna hljóðvistar að fjárhæð kr. 2.721.800 eða samtals að fjárhæð kr. 34.886.800. Tilboðin voru innan kostnaðaráætlunar. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að undirita samninga við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
12.Styrkumsókn 2025. Sigurhæðir
2412036
Lögð fram beiðni Sigurhæða um styrk vegna starfsársins 2025 að fjárhæð kr. 941.545.
Byggðarráð leggur til að veita styrk vegna ársins 2025 að fjárhæð kr. 450.000.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að veita styrk vegna ársins 2025 að fjárhæð kr. 450.000.
Samþykkt samhljóða.
13.Dynskálar 45 lóðamál
2412052
Uppsögn lóðaleigusamnings.
Lagður fram lóðaleigusamningur vegna Dynskála 45 á Hellu við Olíudreifingu.
Byggðarráð leggur til að lóðaleigusamningum verði sagt upp skv. efni sínu þannig að hann renni endanlega út 31. desember 2027. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að ræða við Olíudreifingu um möguleika þess að flýta fyrir samningslokum.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til að lóðaleigusamningum verði sagt upp skv. efni sínu þannig að hann renni endanlega út 31. desember 2027. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að ræða við Olíudreifingu um möguleika þess að flýta fyrir samningslokum.
Samþykkt samhljóða.
14.Tjörn lóð 2. Umsókn um lóð
2412041
Pétur Kúld Pétursson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni Tjörn lóð 2 í Þykkvabæ til að byggja á henni íbúðarhús ásamt bílskúr sbr. umsókn dags. 14.12.2024. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er vor/sumar 2025 og áætlaður byggingartími 1-2 ár.
Lagt er til að úthluta lóðinni Tjörn lóð 2, Þykkvabæ til Péturs Kúld Péturssonar til að byggja á henni einbýlishús.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að úthluta lóðinni Tjörn lóð 2, Þykkvabæ til Péturs Kúld Péturssonar til að byggja á henni einbýlishús.
Samþykkt samhljóða.
15.Gaddstaðir 32. L226269. Gaddstaðir Cabin. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2412053
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Björns Stefánssonar, kt. 120668-4209 fyrir hönd Gaddstaða ehf., kt. 570220-1010 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund G "íbúðir"á lóðinni Gaddstaðir 32. L226269, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 18.12.2024.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Gaddstaða ehf fyrir gistingu á í flokki II á lóðinni Gaddstöðum 32.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til Gaddstaða ehf fyrir gistingu á í flokki II á lóðinni Gaddstöðum 32.
Samþykkt samhljóða.
16.Svínhagi L7A. L222400. ÖÖD Hekla Horizon. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2412032
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ingibjargar Jakobsdóttur, kt. 120690-3379 fyrir hönd Róma ehf., kt. 550824-0190 um starfsleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund H "Frístundahús"á lóðinni Svínhagi 7A. L222400, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 09.12.2024.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á starfsleyfi til Róma ehf fyrir gistingu í flokki II á lóðinni Svínhaga 7A.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á starfsleyfi til Róma ehf fyrir gistingu í flokki II á lóðinni Svínhaga 7A.
Samþykkt samhljóða.
17.Svínhagi 3. L193880. Bretying á heiti í Laufahraun.
2501034
Eigendur lóðarinnar Svínhagi 3 L193880, óska eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar. Svínhagi 3 fengi heitið Laufahraun.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á nafni lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á nafni lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
18.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses
2405043
Fundargerð 20. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
19.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs
2401062
Fundargerð 79. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
20.Akurhólsvegur - tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu
2501006
Tilkynning frá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.
21.Kaldárholtsvegur - tilkynningum fyrirhugaða niðurfellingu
2501005
Tilkynning frá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.
22.Hvammsvegur Holtum - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu
2501003
Tilkynning Vegagerðarinnar um niðurfellingu héraðsvegar Hvammsvegur (2857-01).
Lagt fram til kynningar.
23.Fundarboð félagsfundar - Veiðifélag Eystri Rangár
2501012
Fundarboð félagsfundar 16. janúar.
Lagt fram til kynningar.
24.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Áshreppinga Laugalandi
2501010
Lagt fram til kynningar.
25.Grænir iðngarðar 2024
2410016
Fundargerðir funda vegna Grænna iðngarða frá 2. og 9. des. sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.