34. fundur 26. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að liður 19 í fundarboði Svínhagi L7A. L222400. Hekla Horizon vegna beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis verði feldur niður þar sem málið hefur þegar verið afgreitt af hálfu sveitarfélagsins og aðrir liðir færist til sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38

2501017F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að kannað verði meðal íbúa í Heiðvangi og Freyvangi hvort og með hvaða hætti íbúar vilja auka umferðaöryggi í götunum. Í þeirri könnun verði spurt sérstaklega hvort og hvernig íbúar í nyrðri hluta Freyvangs vilja standa að aðgengi gangandi vegfarenda í þeim hluta götunnar þar sem ekki er gangstétt. Einnig verði kynnt áform um að leggja gangstétt norðan Þingskála að skólasvæði í tengslum við gangstíg á milli Freyvangs 14 og 16. Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar verði falið að vinna málið áfram og setja grenndarkynningu af stað.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd fagnar öllu samráði varðandi umferðaröryggi og leggur til að Framkvæmda- og eignanefnd komi á næsta fund nefndarinnar í mars. Nefndin leggur til að framkvæmdalisti verði lagður fram með fundargögnum fyrir fundinn.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar á kostnað umsækjanda og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar á kostnað umsækjanda og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum nr. 3, 5 og 7 þar sem um sama svæði er að ræða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir. Vegagerðin telur að túnvegur sem liggur á móti aðkomunni að Heimahaga hafi áhrif á öryggi vegfarenda og skuli lokað. Nefndin áréttar að umræddur slóði skuli vera lokaður bílaumferð og verði því ekki skilgreindur í skipulagi sem vegur. Nefndin telur að með því sé búið að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.13 2210013 Mosar deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd tekur ekki undir afstöðu Skipulagsstofnunar og ítrekar að verið er að sækjast eftir undanþágu fyrir 4 lóðir af þeim 16 sem skipulagðar eru. Frístundahús verða að jafnaði í a.m.k. 100m fjarlægð frá Bjallavegi, en þar sem færa þarf byggingar nær vegi, m.a. vegna legu lóðar í nálægð Bjallavegar eða aðstæðna innan lóðar s.s. sprungur eða óhentugt byggingastæði, skal sækja um undanþágu vegna fjarlægðar frá Bjallavegi, sem skal liggja fyrir við afgreiðslu byggingaleyfis en sótt er sameiginlega um undanþágu vegna lóða 1, 2, 4 og 8. Þar sem hægt er að byggja fjær 100 metrum þarf ekki að sækja um undanþágu.

    Vegna nýs deiliskipulags í landi Mosa(L227577) í Rangárþing ytra hefur verið óskað eftir undanþágu til Innviðaráðuenytisins vegna fjarlægðar frá vegi sbr. lið d í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð. Deiliskipulagið nær yfir 16 frístundalóðir með aðkomu frá Bjallavegi (nr. 272) en ekki er heimilt að staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en sem nemur 100 metrum skv. ofangreindri grein reglugerðar. Samkvæmt deiliskipulagstillögu eru sex lóðir staðsettar við Bjallaveg og gert ráð fyrir byggingarreitum í 50 metra fjarlægð frá miðlínu vegar.

    Deiliskipulagið er í samræmi við stefnu í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem gert er ráð fyrir að frístundalóðir séu á bilinu 0,5 - 2 ha að stærð. Svæðið er þekkt sprungusvæði og því settir skilmálar í deiliskipulagi um að óheimilt sé að byggja yfir þekktar sprungur. Með því að hafa stærri byggingarreit innan lóðar er meira svigrúm við staðsetningarval mannvirkja og einfaldara að koma í veg fyrir að byggt verði ofan á sprungum.

    Ekki er talið að öryggi vegfarenda sé í hættu vegna undanþágunnar og er landeigandi upplýstur um mögulega hljóðmengun sem getur komið til vegna nálægðar við veginn. Þótt að Bjallavegur sé skilgreindur sem tengivegur skv. vegaskrá Vegagerðarinnar er hann malarborinn, með 80 km hámarkshraða og umferð fremur lítil miðað við tengiveg. Bent er á að hægt sé að setja manir og gróðurbelti meðfram lóðamörkum til að draga úr hljóðmengun og ásýndar áhrifum.

    Með heimild til að byggja nær Bjallavegi er verið að bæta heildarnýtingu svæðisins, auka val um staðsetningu mannvirkja innan byggingareits og nýta þannig betur lóðirnar, sem stuðlar að hagkvæmari nýtingu lands, vega og veitna.

    Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að þegar undanþága liggur fyrir skuli tillagan endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Breytingin er talin óveruleg þar sem einungis er verið að auka byggingarmagn um 100 m² á lóð sem er 13,9 ha að stærð og er skráð sem lögbýli og skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekki er gerð breyting á afmörkun byggingarreita og hefur þetta ekki áhrif á nágranna lóðir.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem áform umsækjanda samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt og vísað til sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki tilefni til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi og hafnar erindi umsækjanda. Umsækjanda er bent á aðrar lóðir á svæðinu sem gætu hentað þessum áformum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2025

2502051

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar.

Lagt fram til kynningar.

3.Starfslýsingar skrifstofu

2501082

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

4.Húsrýmisgreining skrifstofu

2501081

Byggðarráð leggur til að gerði verði húsrýmisgreining fyrir skrifstofustarfsemi Rangárþings ytra og sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Orlofsstaða stjórnenda

2408033

Lagðar fram til kynningar orlofsstaða stjórnenda.

6.Samningar um refa- og minkaveiði

2502004

Byggðarráð leggur til að samningar vegna refa- og minnkaveiði verði endurnýjaðir en þar sem samningsaðili vegna gamla Rangárvallahrepps óskar ekki eftir framlagningu verði það svæði auglýst. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Framkvæmda- og byggingareftirlit vegna Hvammsvirkjunar

2502049

Byggðarráð leggur til að gerður verði samningur við Landsvirkjun vegna framkvæmda- og byggingareftirlits vegna Hvammsvirkjunar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.Framkvæmda- og byggingareftirlit vegna Vaðölduvers

2502050

Byggðarráð leggur til að gerður verði samningur við Landsvirkjun vegna framkvæmda- og byggingareftirlits vegna Vaðölduvers og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Þjónustusamningur milli Ásahrepps og Rangárþings ytra. Viðauki

2502042

Lögð fram drög að viðauka við þjónustusamning milli Ásahrepps og Rangárþings ytra vegna íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa.

Byggðarráð leggur til að samþykkja viðaukann.

Samþykkt samhljóða.

10.Samningur um greiðslur fyrir efnisnám. Holtamannaafréttur

2502064

Lagt fram samkomulag milli Ásahrepps og Landsvirkjun vegna efnistöku á Holtamannaafrétti.

Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um styrk - námskeið í slysavörnum barna

2501084

Lögð fram beiðni frá góðgerðarfélaginu Miðstöð slysavarna barna um styrk að fjárhæð kr. 50.000 fyrir fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna.

Byggðarráð leggur til að samþykkja erindið sem færist á fræðslumál.

Samþykkt samhljóða.

12.Vatnsinntak akstursíþróttasvæðis. UMF Hekla

2502034

Lagt fram bréf UMF Heklu þar sem óskað er eftir afslætti af vatnsinntaksgjaldi að akstursíþróttasvæði félagsins en félagið kom þar fyrir salernisaðstöðu.

Byggðarráð legggur að hafna beiðninni þar sem í samningi aðila var ekki gert ráð fyrir frekari styrkjum varðandi uppbyggingu svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkbeiðni - vegna æfingaferðar 2025

2502044

Auður Erla Logadóttir og Jóhann Björnsson óska eftir styrk fyrir son sinn vegna þátttöku hans í æfingaferð með Knattspyrnufélaginu Árborg sem fram fer á Spáni í apríl.

Byggðarráð leggur til að hafna erindinu þar sem umsóknin samræmist ekki reglum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

14.Styrkbeiðini - Suðurlandsdeild hestaíþrótta 2025

2502060

Lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 60.000 vegna Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum 2025.

Byggðarráð leggur til að umsóknin verði samþykkt og færist á kostnað vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

Samþykkt samhljóða.

15.Styrkveiting á móti álögðum fasteignaskatti. Oddaskókn

2502063

Sóknarnefnd Odda- og Keldnasóknar óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2025 vegna safnaðarheimilisins.

Byggðarráð leggur til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki. Jafnframt er lagt til að reglur um styrki á móti fasteignagjöldum verði endurskoðaðar m.t.t. jafnræðissjónarmiða og sveitarstjóra falið afla gagna.

Samþykkt samhljóða

16.Tjörn lóð 2. Umsókn um lóð

2412041

Beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum.
Lagðar fram upplýsingar um álögð gatnagerðargöld vegna lóðarinnar Tjarnar 2 í Þykkvabæ og beiðni umsækjanda lóðarinnar um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Byggðarráð leggur til að samþykkt verði að veita 75% afslátt af gatnagerðargjaldinu með vísan til 4 gr. samþykktar um byggingargjöld í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

17.Beiðni um úthlutun lóðarinnar Dynskála 45 og afslátt gatnagerðargjalda.

2502047

Lagt fram erindi frá Reykjagarði hf um að félaginu verði úthlutað lóðinni Dynskálum 45 á Hellu. Þá er lögð fram sú beiðni að ekki verði frekari gatnagerðargjöld lögð á lóðirnar en þegar hafa verið greidd af þeim lóðum sem félaginu hefur verið úthlutað við Dynskála en félagið hyggst á næstu 2-3 árum byggja við starfssemi sína.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði vilyrði fyrir því að lóðinni Dynskálum 45 verði úthlutað til Reykjagarðs þegar lóðaréttindi Olíudreifingar á lóðinni renna til sveitarfélagins. Lóðin tengist frekari uppbyggingu og skipulags fyrirtækisins á svæðinu.

Byggðarráð telur að þegar hægt verði að úthluta lóðinni Dynskálum 45 formlega til Reykjagarðs þurfi að semja sérstaklega um gatnagerðargjöld af þeirri lóð. Varðandi áform um uppbyggingu telur byggarráð skilyrði til þess að veita afslátt af gatnagerðargjöldum skv. 4. gr. samþykkta um byggingargjöld í Rangárþingi ytra og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að slíku samkomulagi.

Samþykkt samhljóða.

18.Svínhagi SH-17. Breyting á heiti í Hólmey.

2501077

Eigendur lóðarinnar Svínhagi SH-17, L218364, óska eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar. Svínhagi SH-17 fengi heitið Hólmey.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á nafni lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

19.Svínhagi L6A. L222398. Glacial Glass Cabin. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2501048

Sýslumaður suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Birtu Ísey Brynjarsdóttur, kt. 2405895-3119 fyrir hönd Kyrjun ehf., kt. 410324-1210 um rekstrarleyfis fyrir gistingu á lóðinni Svínhagi L6 A, L222398, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 20.1.2025.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu Rekstarleyfi til Kyrjun ehf fyrir gistingu í flokki II á lóðinni Svínhaga L6 A.

Samþykkt samhljóða.

20.Hofstígur 17. L227783 - Hof Luxury Villa - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2501083

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Inga Ingvarssonar, kt. 110369-3529 fyrir hönd Hof Villa ehf., kt. 520417-1170 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund C "minna gistiheimili"á lóðinni Hofstigur 17. L227783, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 29.01.2025.

Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstarleyfi til Villa ehf fyrir gistingu í flokki II á lóðinni Hofstíg 17.

Samþykkt samhljóða.

21.Samráðsgátt 2025-2029 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2502025

Samráðsbeiðnir Innviðarráðuneytisins/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög og frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

22.Stjórnarfundir 2025 - Arnardrangur hses

2502043

Fundargerð 21. stjónarfundar.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

2501049

Fundargerð 242. stjónarfundar.
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2025 - Samtök orkuveitarfélaga

2501069

Fundargerð 80. stjónarfundar.
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025

2502008

Fundargerð 963. stjónarfundar.
Lagt fram til kynningar.

26.Þykkvibær - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu

2501068

Tilkynning frá Vegagerðinni
Lagt fram til kynningar.

27.XL Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2502035

Landsþing SÍS 20. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

28.Strandavöllur ehf. Aðalfundur 2025

2501086

Skýrsla sjórnar og ársreikningur 2024.
Lagt fram til kynningar.

29.Lánasjóður sveitarfélaga. Auglýsing eftir framboðum í stjórn 2025

2502032

Lagt fram til kynningar.

30.Fundargerðir samráðsnefndar. Vegagerðin 2025

2502024

Fundargerð samráðsfundar frá 22. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.