38. fundur 28. maí 2025 kl. 08:15 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskrána myndi bætast við eitt mál, liður 24, umsagnarbeiðni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna starfsleyfis vegna Töðugjalda.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44

2505003F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðfesta afmörkun jarðanna og leggur til að merkjalýsingin verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða aðkomu Lands og Skógar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem heimild verði sett inn fyrir byggingu á smáhýsum utan byggingarreita. Nefndin leggur til að umsækjandi beri fullan kostnað vegna þeirrar breytingar.
    Nefndin leggur mikla áherslu á að útlit verði samræmt útliti hússins og öll smáhýsin verði eins. Ákvæði um slíkt verði sett í skilmála deiliskipulagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við mótun verklags- og vinnureglna fyrir framkvæmda- og eignasvið sveitarfélagsins sem nái til gatnagerðar í hverfum þar sem gildandi deiliskipulag liggur fyrir.

    Reglurnar skulu byggja á því meginmarkmiði að tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við samþykkt deiliskipulag og þeim ljúki innan þess tíma sem eðlilegt þykir. Um væri að ræða verkþætti í gatnagerð s.s.; fullnaðarfrágangur gatna, kantsteina, gangstétta, ræsa, rampa, gangbrauta, gönguleiða, götulýsingar, hraðahindrana auk annarra þátta sem tryggja aðgengi, umferðaröryggi og heildstætt yfirbragð íbúðahverfa.

    Með skýrum verklagsreglum skapast grundvöllur fyrir samræmt og gagnsætt verklag í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, betri yfirsýn fyrir nefndir, íbúa og stjórnsýslu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd telur að misskilnings hafi gætt í kynningu erindins og vill árétta að gert var ráð fyrir gangstétt beggja megin á Þingskálum, en ekki að syðri gangstétt yrði lögð af. Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað og því vísað til vinnu við hverfisskipulag þar sem mótuð verði heildstæð sýn á þróun byggðar og umhverfis á viðkomandi svæði. Í vinnu við hverfisskipulag verði áfram gætt að samráði við íbúa og notendur. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.11 2505034 Gagnaland kynning.
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að óskað verði tilboðs frá Eflu um utanumhald á stafrænum grunni sveitarfélagsins og að bætt verði við möguleikum til auðveldari skoðunar á umferðaraðstæðum innan Hellu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu, lóðarhöfum við Rangársléttu 2, 3 og 9.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna uppbyggingaráforma eiganda. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 en myndi breytast í íbúðasvæði vegna þéttleika fyrirhugaðra lóða.
    Nefndin leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið á eigin kostnað. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Allur kostnaður verði í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og gildandi gjaldskrár.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt eigendum Bæjarholts þar sem um sama aðkomuveg er að ræða.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Nefndin vill árétta að skipulagsmörk einstakra svæða skari ekki aðrar lóðir.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 44 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2025

2502051

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-apríl.

Lagt fram til kynningar.

3.Starfslýsingar skrifstofu

2501082

Lögð fram drög að endurskoðuðum starfslýsingum fyrir skrifstofu sveitarfélagins.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggingarfulltrúi. Ráðning

2504062

Byggðarráð leggur til að starf skipulags- og byggingarfulltrúa verði skipt upp þannig að ráðinn verði sérstakur byggingarfulltrúi. Ljóst er að málafjöldi í skipulags- og byggingarmálum hefur aukist verulega og þá munu virkjunarframkvæmdir við Vaðöldu og Hvammsvirkjun kalla á auka þörf að mannskap á skipulags- og byggingarsviði.

Sveitarstjóra falið að vinna og leggja fram drög að starfslýsingum fyrir störf skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir fund sveitarstjórnar í júní.

Samþykkt samhljóða.

5.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis

2311011

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta.
Lagður fram til kynningar úrskurður matsnefnar eignarnámsbóta vegna Helluvaðs íþróttasvæði.

6.Nafn á gervigrasvöll á Hellu

2505084

Erindi frá KFR
Lagt fram erindi frá KFR um að félagið geti selt nafn á nýjan gervigrasvöll á Hellu til stuðnings fyrir starfssemi félagsins.

Byggðarráð leggur til að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa KFR.

Afgreiðslu málsins frestað.

7.Íþróttavöllur Hellu færsla.

2404137

Tilboð í gervigras.
Lagt fram minnisblað og mat á tilboðum frá VSÓ ráðgjöf varðandi útboð á gervigrasi á knattspyrnuvöll á Hellu

Lagt er til að velja lausn 2 sem er 40-50mm gervigras með fjaðurlagi og að semja við lægstbjóðanda sem er Laiderz að fjárhæð kr. 87.377.706. Tilboðið rúmast innan kostnaðaráætlunar. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að undirita samning við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

8.Samningur við World Class.

2505085

Upplýsingar úr rekstri
Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um greiðslur skv. samningi við World Class vegna 2021-2024 og leggja fyrir næsta reglulega byggðarráðsfund.

Samþykkt samhljóða.

9.Dynskálar 50B

2505008

Skipting og skil lóðar.
Lagt fram erindi frá Fiskás ehf sem er tilbúið að framselja lóðina að Dynskálum 50B, Hellu til sveitarfélagsins.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að ræða við Fiskás ehf um skilmála fyrir innlausn lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

10.Grænir iðngarðar 2024

2410016

Sviðsmyndagreining
Á fundinn mætir Stefán Friðrik Friðriksson, byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings, og fór yfir sviðsmyndir sem unnar hafa verið vegna verkefnisins Grænna iðngarða á Strönd og næstu skref.

Byggðarráð þakkar Stefáni fyrir upplýsingarnar og leggur til að óskað sé eftir fundi með framkvæmdastjóra Ölfus Cluster.

Samþykkt samhljóða.

11.Viðbygging við Grunnskólann á Hellu. Byggingarstjóri

2312047

Viðaukasamningur.
Lögð fram drög að viðaukasamning við þjónustusamning við Thtómasson ehf vegna vinnu byggingarstjóra við stækkun Grunnskólans á Hellu.

Byggðarráð leggur til að samþykkja viðaukasamninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

12.Íþróttahúsið Þykkvabæ - umsjón tjaldsvæðis og íþróttahúss

2503089

Lagt fram minnisblað um tilhögun auglýsingar á tjaldsvæði og íþróttahúsi í Þykkvabæ.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa starfssemina þannig að viðkomandi geti tekið við starfsseminni vorið 2026.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2505003

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

14.Skólasókn á Hvolsvelli skólaárið 2025-2026

2505064

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

15.Skólasókn á Hvolsvelli skólaárið 2025-2026

2505077

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

16.Styrkbeiðni 17. júní 2025. UMF Framtíðin

2505054

Lögð fram beiðni frá UMF Framtíðinni Þykkvabæ um styrk í tengslum við hátíðarhöld 16.-17.júní að fjárhæð kr. 200.000.

Byggðarráð leggur til að styrkja ungmennafélagið um kr. 150.000 til að standa straum af kostnaði við Brúðubílinn þann 16. júní og kostnaður færður á menningarmál.

Samþykkt samhljóða.

17.Breytingar á skattlagningu orkumannvirkja

2505065

Lagðar fram fyrstu upplýsingar varðandi útreikninga á áhrifum breytinga á fasteignagjöld vegna fyrirhugaðrar lagasetningar á tekjum af orkumannvirkjum.

Byggðarráð leggur til í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir að Rangárþing ytra og Ásahreppur ræði saman um áhrif þessara breytinga á sveitarfélögin. Sveitarstjóra falið að boða fund með fulltrúum Ásahrepps þar sem þessi mál yrðu rædd.

Samþykkt samhljóða.

18.Samráðsgátt 2025-2029 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2502025

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að áform um lagabreytingar í samráðsgátt um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna og skila inn umsögn um áformin.

Samþykkt samhljóða.

19.2025 málasafn - Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

2503012

Umsagnarbeiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál
Lagt fram til kynningar.

20.Bjarki Eiríksson - Umsagnarbeiðni vegna tónleika

2505062

Byggðarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni Bjarka Eiríkssonar, kt. 110484-2169 um að halda tónleika í tilefni sumarsólstaða þann 21. júní á útvistasvæði í Nes-landi á Hellu við bakka Ytri-Rangár.

Samþykkt samhljóða.

21.Þrúðvangur 6. L164926. Stracta Hótel Mosfell. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2505019

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna breytinga á beiðni Hreiðars Hermannssonar fyrir hönd Stracta Hotel Mosfell ehf., kt. 470406-0380 um rekstarleyfis fyrir reksturs gististaðar í flokki IV-A (Hótel), á lóðinni Þrúðvangi 6, L164926 , Rangárþingi ytra.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

22.Fjallafang ehf - Umsókn um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi

2504070

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna 12 tækifærisleyfa vegna tímabundins áfengisleyfi fyrir Fjallafang ehf á tímabilinu 20. júní til og með 11. september 2025.
Byggðarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við umsagnarbeiðni vegna 12 tækisfærisleyfa Fjallafangs, kt. 600600-2610, í Landmannalaugum á tímabilinu 22 júní til 11. september nk.

Samþykkt samhljóða.

23.Uxahryggur lóð 1, L219337. Uxahryggur ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2505048

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Oddsteins Almars Magnússonar fyrir hönd Uxahryggs ehf., kt. 561216-1690, um rekstrarleyfi fyrir gistingu á lóðinni Uxahrygs lóð 1, L219337, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 15.5.2025.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina um gistingu í matshluta 03-07 en gefur neikvæða umsögn um matshluta 02 þar sem ekki liggja fyrir fullgildandi teikningar.

Samþykkt samhljóða.

24.Töðugjöld Hella. Rangárþing ytra. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

2505087

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna áforma Aspar Viðarsdóttur fyrir hönd Rangárþings ytra um starfsleyfi fyrir bæjarhátið, Töðugjöld á Hellu þann 16. ágúst 2025. Beiðni barst 22. maí.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

25.Ársskýrsla og ársreikningur Skógasafns 2024

2505023

Fundargerð aðalfundar frá 6. maí s.l., ársreikningur 2024 og fundargerð stjórnar frá 9. maí s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og lagt til að staðfesta ársreikning Skógasafnsins 2024 fyrir okkar leyti.

Samþykkt samhljóða.

26.Fundargerðir stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárv. og V.Skaft.-2025

2501085

Fundargerð 90. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Stjórnarfundir 2025 - Bergrisinn bs

2501062

Fundargerð 84. fundar stjórnar og ársreikningur 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og lagt til að staðfesta ársreikning Bergrisans bs. 2024 fyrir okkar leyti.

Samþykkt samhljóða.

28.Stjórnarfundir 2025 - Arnardrangur hses

2502043

Fundargerð 22. og 23. fundar stjórnar og ársreikningur 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Fundargerðir 2025 - Samtök orkuveitarfélaga

2501069

Fundargerð 84. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025

2502008

Fundargerð 979. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

31.Fundargerðir stjórnar SASS - 2025

2502012

Fundargerð 622. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2024. KPMG

2503074

Lagt fram til kynningar.

33.Ályktanir aðalfundar Hagsmunafél. íbúa og landeiganda á Gaddstöðum

2505073

Lagt fram til kynningar.

34.Viðbragðsáætlun Almannavarnanefndar á Suðurlandi

35.Ársreikningur 2024 - Orlof húsmæðra

2505051

Lagt fram til kynningar.

36.Aðalfundur 2025 - Veiðifél. Landmannaafr.

2505045

Aðalfundarboð þann 26. maí.
Lagt fram til kynningar.

37.Aðalfundur 2025 - Veiðfélag Y Rangár og vh Hólsár

2505066

Aðalfundarboð þann 31. maí.
Lagt fram til kynningar.

38.Kvikmyndatökur - ósk um tökur úr lofti í maí 2025

Fundi slitið - kl. 11:00.