36. fundur 24. maí 2017 kl. 17:00 - 18:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Eiríkur Vilhelm Sigurðarson undir liðum 3-5 og Klara Viðarsdóttir undir lið 6.

1.Oddi bs - 15

1704011F

Til kynningar

2.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10

1705006F

Til kynningar

3.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 8

1705005F

Til kynningar.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 12

1705004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 4.2 1702017 17. júní 2017
  Atvinnu- og menningarmálanefnd - 12 Þar sem enginn gaf kost á sér til þess að koma að 17. júní hátíðarhöldum á Hellu leggur nefndin til að samþykkt verði að styrkja Ungmennafélagið Framtíðina að upphæð 350.000 kr til þess að standa að hátíðarhöldum í Þykkvabæ fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Byggðarráð staðfestir að fyrirhugaður kostnaður við 17. júní hátíðahöld að upphæð 350.000 kr rúmast innan fjárhagsáætlunar og samþykkir fyrrgreinda ráðstöfun í formi styrks til Ungmennafélagsins Framtíðarinnar.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 11

1702013F

Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit 22052017

1705043

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins
Rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 lagt fram til kynningar.

7.Uxahryggur II, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1703062

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Oddsteins Magnússonar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II í gistiskálum á lóð hans að Uxahrygg II, Rangárþingi ytra. Erindi var frestað á síðasta fundi vegna stöðu framkvæmdar við umrædd gestahús.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II í gistiskálum á lóð við Uxahrygg II.

Samþykkt samhljóða.

8.Syðri-Rauðalækur, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki III.

1705025

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Fögrubrekku ehf um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III í 31,9 m² herbergi í íbúðarhúsi forsvarsmanns í landi Syðri-Rauðalækjar, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu leyfis fyrir gistingu í flokki III í íbúðarhúsi að Syðri-Rauðalæk.

Samþykkt samhljóða.

9.Kaldakinn landnr. 165092, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1705026

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hestahofs ehf um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í 80,4 m² gestahúsi forsvarsmanns í landi Köldukinnar, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II í gestahúsi í Köldukinn.

Samþykkt samhljóða.

10.Húsnæðisáætlanir

1612028

Tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Rangárþing ytra
Lögð fram tillaga að húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð leggur til að húsnæðisáætluninin verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

11.Dynskálar 52, umsókn um lóð

1705030

Guðmar Jón Tómasson, kt. 201167-4699, sækir um lóð nr. 52 við Dynskála til að byggja á henni 3-400 m² húsnæði til matvælaframleiðslu.
Tillaga er um að úthluta Guðmari Jóni Tómassyni lóð nr. 52 við Dynskála til að byggja á henni 3-400 m² húsnæði til matvælaframleiðslu.

Samþykkt samhljóða

12.Þrúðvangur 33, Umsókn um lóð

1705033

Rent-leigumiðlun ehf, kt. 580509-1930, óskar eftir lóð nr. 33 við Þrúðvang til að gera á henni bílastæði fyrir starfsemi félagsins við Þrúðvang 35.
Á lóðinni eru í dag ágæt malbikuð bílastæði sem eru til almennrar notkunar. Erindinu hafnað. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur um bílastæðamál á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða.

13.Baugalda 12, umsókn um lóð

1705048

Erlingur Snær Loftsson, sækir um lóðina Baugalda 12 til að byggja á henni einbýlishús.
Tillaga er um að úthluta Erlingi Snæ Loftssyni lóðinni að Baugöldu 12 til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

14.Hugmyndagáttin 2017

1701029

Ýmiss mál sem borist hafa í hugmyndagáttina
Í hugmyndagáttina höfðu borist ábendingar um ýmiss umhverfis- og viðhaldsmál og dýrahald á Hellu. Sveitarstjóra falið að koma skilaboðum til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.

15.Norður Nýibær, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II.

1612047

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Norður Nýjabæjar ehf um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í gistihúsi þess að Norður Nýjabæ í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II í Norður Nýjabæ.

Samþykkt samhljóða.

16.Norður Nýibær. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II

1612048

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Norður Nýjabæjar ehf um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II í gistihúsi að Norður Nýjabæ í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II í Norður Nýjabæ.

Samþykkt samhljóða.

17.Til umsagnar 406.mál

1705035

Frumvarp til laga um landgræðslu
Til kynningar

18.Til umsagnar 407.mál

1705036

Frumvarp til laga um skóga og skógrækt
Til kynningar

19.Til umsagnar 408.mál

1705037

Frumvarp til laga um skipulags haf- og strandsvæða
Til kynningar

20.Landmannalaugar, beiðni um umsögn vegna mats á umhverfisáhrifum.

1705027

Skipulagsstofnun hefur móttekið tilkynningu framkvæmdaaðila um framkvæmdir í Landmannalaugum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Stofnunin óskar eftir umsögn sveitarstjórnar hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laganna.
Tillaga að umsögn liggur fyrir. Byggðarráð leggur til að hún verði send fyrir hönd sveitarstjórnar til skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

21.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 2

1705050

Lagt fram til kynningar.

22.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 3

1705049

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?