7. fundur 24. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit 24012019

1901022

Rekstur jan-des 2018
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-desember 2018.

2.Sjúkraflutningar í Rangárþingi

1901019

Minnisblað frá fundi með forsvarsfólki HSU 14.1.2019
Lagt fram minnisblað frá fundi sem haldinn var mánudaginn 14 janúar 2019 með sveitarstjórn Rangárþings ytra og forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar HSU.

Tillaga um að senda minnisblaðið til forstjóra HSU til að fá það staðfest að það sem þar kemur fram sé rétt eftir haft og jafnframt að árétta að sveitarstjórn muni áfram fylgjast náið með framvindu þessara mála því vissulega sé hættan til staðar að þjónustan veikist í kjölfar breytinga af því tagi sem boðaðar eru. Innviðir sjúkraflutninganna þurfi að vera traustir - annað sé óásættanlegt. Sveitarfélagið óskar jafnframt eftir fundi með forstjóra og framkvæmdastjórn HSU í maí til að fara yfir hvernig fyrirkomulagið reynist.

Samþykkt samhljóða.

3.Barnasáttmáli SÞ - 30 ára

1901036

Frá umboðsmanni barna - ósk um tilnefningu tengiliðar vegna málþings haustið 2019.
Umboðsmaður barna boðar til þings um málefni barna 21-22 nóvember 2019 og óskar eftir að tilnefndur verði tengiliður sveitarfélagsins sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu. Samþykkt samhljóða að tilnefna Eirík V. Sigurðarson sem tengilið.

4.Ísland 2020 - bók um atvinnuhætti og menningu

1901004

Ósk um þátttök í bók um atvinnuhætti.
Lagt fram tilboð um að sveitarfélagið taki þátt í gerð bókarinnar Ísland 2020, atvinnuhættir og menning með greinarskrifum og 357.000 kr kostnaðarþátttöku.

Tillaga um að hafna tilboðinu.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

5.Kjarasamningsumboð - Samband Íslenskra Sveitarfélaga

1901048

Staðfesting á endurnýjuðu og uppfærðu umboði.
Lagt fram til staðfestingar umboð fyrir Rangárþing ytra til handa Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til kjarasamningsgerðar vegna hvers og eins stéttarfélags sem starfsmenn sveitarfélagsins eiga aðild að.

Staðfest samhljóða.

6.Áningarhólf við Frostastaðavatn - beiðni um umsögn

1901027

Frá Reiðveganefnd Geysis vegna umsóknar í framkvæmdasjóð.
Tillaga um að byggðarráð mæli með þeirri fyrirætlan reiðveganefndar hestamannafélagsins Geysis að koma upp áningahólfi á heppilegum stað í nágrenni við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti.

Samþykkt samhljóða.

7.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Jarlsstaði

1901037

Þór Þorsteinsson óskar eftir að breyta nafni á landi sínu í Jarlsstaði.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að landið Stóru-Vellir land (landnr. 205460) beri heitið Jarlstaðir.

Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

8.Svínhagi SH-16. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi í flokki II.

1901023

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins 2717 ehf til gistingar í flokki II, tegund C að Svínhaga SH-16 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

9.Umsókn um tækifærisleyfi Brúarlundi

1901039

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna Þorrablóts í Brúarlundi.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir Þorrablót í Brúarlundi þann 26-27 janúar 2019.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

10.Íþróttahúsið í Þykkvabæ, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1901040

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Rangárþings ytra til gistingar í flokki II, tegund D í Íþróttamiðstöð Þykkvabæjar í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

11.Hótel Selið, Stokkalæk. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki III.

1812002

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins Mupinak ehf til gistingar í flokki III í gistihúsinu Hótel Selið á Stokkalæk í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða
Ágúst Sigurðsson fundarritari vék af fundi

12.Ósk um yfirlýsingu

1901049

Ágúst Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélags vegna jarðakaupa hans sem ábúanda á Kirkjubæ.
Ábúandi hefur rekið hrossaræktarbú á jörðinni Kirkjubæ (Eystri- og Vestri Kirkjubæ)með fjölskyldu sinni um árabil. Hann hefur setið jörðina vel að því er best er vitað og sveitarfélagið mælir með því að hann fái jörðina keypta. Formanni byggðarráðs falið að undirrita viðeigandi yfirlýsingu þess efnis.

Samþykkt samhljóða.
Ágúst Sigurðsson fundarritari kom til fundar á ný

13.276 stjórnarfundur SOS

1901042

Sorpstöð Suðurlands fundargerð frá 17012019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.SASS - 542 stjórn

1901045

Fundargerð frá 11012019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 63 fundur

1901044

Fundargerð frá 17012019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Húsnæðismál á landsbyggðinni

1809047

Svar vegna tilraunaverkefnis.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Ungmennaráð á Suðurlandi - boð á Ráðstefnu

1901038

Boð til sveitarstjórnar um þátttöku í ráðstefnunni "Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar" 30-31 janúar 2019.
Lagt fram boðsbréf á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi á Hótel Selfoss 30-31. janúar n.k. Byggðarráð tilnefnir fulltrúa í ungmennaráði Rangárþings ytra ásamt Eiríki V. Sigurðarsyni til þátttöku í ráðstefnunni. Jafnframt eru tilnefnd sem fulltrúar sveitarstjórnar Rangárþings ytra Ágúst Sigurðsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sem aðalmenn og Hjalti Tómasson og Steindór Tómasson sem varamenn.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?