14. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaformaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að bæta við dagskránna lið 6. Hálendisnefnd fundargerð og lið 26. Heimgreiðslur - endurskoðun reglna og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sat fundinn undir lið 11 Klara Viðarsdóttir.

1.Oddi bs - 16

1906006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Oddi bs - 17

1906011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 17 Fyrir liggur frekari úrvinnsla á þeim hugmyndum sem ræddar voru á síðasta fundi stjórnar Odda bs. Tillaga er um að eftirfarandi gildi fyrir starfsmenn leikskóla Odda bs frá og með 1. ágúst n.k. og gildi 1 ár.

  a. Akstursgreiðslur.
  Leikskólastjórum verði heimilt að greiða fyrir akstur starfsmanna milli heimilis og vinnustaðar. Miðað verði við að vegalengd milli heimilis og skóla sé á bilinu 4-40 km. Greiddar verði 55 kr/km og miðað við þá starfsmenn sem eru að lágmarki í 50% starfi við leikskólann. Áætlað er að gera þurfi ráð fyrir viðbótarkostnaði sem nemur allt að 10 mkr á ári þ.a. 4 mkr á árinu 2019.

  b. Líkamsræktarkort
  Allir starfsmenn leikskólanna sem eru í a.m.k. 50% starfi fái árskort í líkamsrækt í Íþróttamiðstöðvum sveitarfélaganna og þetta fyrirkomulag gildi í 1 ár. Kostnaður er áætlaður 1.2 mkr á ári.

  c. Jólafrí
  Leikskólum verði lokað á milli jóla og nýárs 2019 og starfsmenn fái frí frá vinnu. Á haustfundi Odda bs verði gerð formleg breyting á skóladagatölum leikskólanna í samræmi við þetta. Þessi fyrirhugaða breyting verði kynnt sem fyrst.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð taki vel í þessar tillögur fyrir sitt leyti en óskar eftir að stjórn Odda bs. leggi fyrir viðauka við fjárhagsáætlun sína sem hægt er þá að taka til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs í ágúst n.k.

  Samþykkt samhljóða.
 • Oddi bs - 17 Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Leikskólans á Lauglandi varðandi afslætti frá gjaldskrá þegar senda þarf börn heim vegna fáliðunar starfsfólks.

  Tillaga er um að gjöld verði felld niður þann tíma sem slík viðbragðsáætlun er í gildi fyrir þau börn sem viðbragðsáætlunin snertir hverju sinni. Einnig verði gjöld felld niður fyrir þá daga sem leikskólum er lokað milli jóla og nýárs. Þess ber að geta að leikskólagjöldum hjá Odda bs er stillt mjög í hóf og eru með því lægsta sem þekkist á landinu og er innan við 10% af raunkostnaði sbr. viðmiðunargjald á landsvísu.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Odda bs fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15

1906004F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við leiðrétta afmörkun lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin bendir á að eigendur þurfa í framhaldinu að óska eftir breytingum á gildandi deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum byggingareitum og aðkomu. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Þar sem um sameiginlegt eignarhald er að ræða með Ásahreppi telur nefndin að fulltrúi Ásahrepps skuli samþykkja afmörkunina einnig fyrir sitt leyti áður en af afgreiðslu verður. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga og felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu þess. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við veitingu stöðuleyfis til reksturs matarvagna í Landmannalaugum og leggur til að leyfi verði gefið frá 1.7.2019 til og með 30.9.2019 eins og undanfarin ár. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Í ljósi þess að um endurnýjun er að ræða og eigendur hafa þegar samþykkt fyrirhuguð áform umsækjanda, gerir nefndin engar athugasemdir við áform umsækjanda. Til að festa tiltekna starfsemi í sessi telur nefndin æskilegt að umsækjandi vinni og leggi fram deiliskipulag af svæðinu í ljósi aukins umfangs. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út á forsendum deiliskipulags af svæðinu. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt stöðuleyfi til reksturs gistivagna frá 1.7.2019 til og með 30.9.2019. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðni umsækjenda og leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þegar það hefur tekið lögformlegt gildi, þar sem núverandi landnotkun frístunda verði breytt í landbúnaðarsvæði. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Bent er á að ef umfang og áherslur skipulags kallar á samráð vegna matsskyldu skal sameina gerð lýsingar og gerð matslýsingar sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Bent er á að ef umfang og áherslur skipulags kallar á samráð vegna matsskyldu skal sameina gerð lýsingar og gerð matslýsingar sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Nefndin telur að kynna skuli lýsinguna sérstaklega fyrir næstu nágrönnum. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins um byggingar á landbúnaðarsvæðum. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Erindinu frestað. Vantar gögn. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem umrædd breyting hafi engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið. Nefndin leggur því til að tillagan verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd leggur til að tilteknar tölur í töflu á bls. 23 í greinargerð verði felldar út, svo jafnræði verði í fjölda gistirýma. Jafnframt verði gerður nýr liður í greinargerð 4.4.2 Breytingar eftir umsögn Skipulagsstofnunar dags. 25. júní 2019 og undir hann komi textinn "Í töflu um afþreyingar- og ferðamannasvæði, kafla 2.3.3, er felld út heimild fyrir gistingu 75 manns á AF14 í Landmannalaugum".
  Skipulagsnefnd telur að með þessari leiðréttingu sé búið að koma til móts við allar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin samþykkir endurskoðað aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 og leggur til að uppfærð gögn verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
  Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5

1907008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5 Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Aðgerðarráði Landmanna fyrir komuna á fundinn og tekur vel í hugmyndir þeirra. Nefndin tekur vel í tillögu aðgerðarráðsins varðandi nánari uppbyggingu við Fossabrekkur og leggur til að sveitarfélagið vinni verkefnið með þeim og undirbúi umsókn í framkvæmdasjóð Ferðamannastaða. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Atvinnu, menningarmála og jafnréttisnefndar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.
 • 4.3 1903066 17. júní 2019
  Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5 Nefndin leggur til að sveitarfélagið stuðli áfram að 17. júní hátíðarhöldum á Hellu en unnið verði að því að marka skýra stefnu um skiptingu fjármuna til 17. júní hátíðarhalda í sveitarfélaginu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Atvinnu, menningarmála og jafnréttisnefndar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5 Fjöldi manns sótti glæsilega flughátíð sem haldin var á Hellu 13. júlí s.l. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til Flugmálafélags Íslands fyrir að standa að svo flottri hátíð á Hellu.

  Sveitarfélagið leggur hátíðinni lið með því að slá svæði sem nýtt er fyrir tjaldsvæði ásamt því að leggja til fánaborgir ásamt fleiri smáum viðvikum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5 Nefndin fór yfir fyrirliggjandi drög að ritstjórnarstefnu og leggur til að sveitarstjórn taki hana til umræðu. Bókun fundar Drög að ritstjórnarstefnu lögð fram til kynningar og umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.

5.Húsakynni bs - 4

1907007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Hálendisnefnd - 1

1907011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Hálendisnefnd - 1 Hálendisnefnd leggst gegn því að rallykeppni fari fram í Rangárþingi ytra. Með því að loka ákveðnum vegum tímabundið verður rask á umferð um svæðið. Vegir á afréttinum hvort sem er á forræði Vegagerðarinnar eða sveitarfélagsins fá lítið viðhald og standa ekki undir núverandi umferð. Einnig vill nefndin benda á að hluti leiðarinnar er innan marka Friðlands að fjallabaki. Hálendisnefnd leggur til að erindinu verði hafnað.


  Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Hálendisnefndar og hafni beiðni frá Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur um að Rallýkeppni fari fram í Rangárþingi ytra.

  Samþykkt samhljóða.

7.Bygging leikskóla - 1

1904010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bygging leikskóla - 2

1907002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bygging leikskóla - 3

1907003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Starfshópur um aðstöðumál Helluskóla

1907050

Fundargerð 1. fundar lögð fram til kynningar.

11.Rekstraryfirlit 23072019

1907067

Yfirlit um rekstur janúar-júní 2019
KV fór yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-júní 2019.

12.Heimavist við FSU - ályktun

1907020

Ályktun frá starfshópi sem skipaður var af SASS um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Lögð fram tillaga vinnuhóps um heimavist við FSu að sameiginlegri ályktun sveitarfélaga á Suðurlandi:

Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.

Greinargerð:
Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.

Byggðarráð Rangárþings ytra þakkar vinnuhópnum fyrir ályktunina og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

13.Samfélagsleg áföll - viðbragðsáætlun Rangárþings ytra

1907059

Áætlun um langtímaviðbrögð í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Til staðfestingar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti áætlun sveitarfélagsins um langtímaviðbrögð komi til samfélagslegra áfalla. Áætlunin er unnin í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi.

Samþykkt samhljóða.

Áætlunin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að kynna sér hana.

14.Umsókn um lóðir Sandalda 5 og 7

1907018

Leigufélagið Höfn sækir um byggingarlóðir.
Tillaga er um að úthluta Leigufélaginu Höfn ehf 2 íbúðalóðum við Sandöldu 5 og 7 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

15.Snjóalda 1, Umsókn um lóð fyrir raðhús

1907058

Andri Leó Egilsson fyrir hönd Naglafars ehf sækir um lóð nr. 1 við Snjóöldu á Hellu til að byggja á henni fjögurra til fimm íbúða raðhús.
Tillaga er um að úthluta Naglafari ehf lóðinni að Snjóöldu 1 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

16.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Áætlun um vinnslu umhverfismats og samþykki ráðherra fyrir ráðstöfun styrks.
Lögð fram áætlun um vinnslu umhverfismats í Landmannalaugum sem Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um að skuli fara fram í tengslum við samþykkt deiliskipulags af svæðinu. Gert er ráð fyrir að verkið taki 12-14 mánuði og kostnaður nemi 7,5-10 mkr. Fyrir liggur að ráðherra ferðamála hefur samþykkt að nýta megi hluta styrks sem sveitarfélagið fékk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á sínum tíma, til uppbyggingar á bílastæði í Landmannalaugum, til að standa straum af kostnaði við umhverfismatið. Tillaga um að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Landmótun um vinnslu umhverfismatsins skv. þeirri áætlun sem liggur fyrir og jafnframt að ganga frá viðauka við samning um styrk við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna kostnaðar við umhverfismatið. Fyrsti hluti styrksins, 18 mkr, hefur þegar verið greiddur til sveitarfélagsins og ekki er þörf á að gera breytingar á fjárhagsáætlun með viðauka vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.

17.Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu

1512019

Hönnun bílastæðis
Fyrir liggur hönnunaráætlun vegna endurbóta á bílastæði við Námskvísl í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins sem byggir á verðlaunatillögu Landmótunar sf og VA arkitekta. Jafnframt liggur fyrir verðtilboð, 3.1 mkr, frá Landmótun sf til að ljúka við hönnun bílastæðanna og gerð útboðsgagna. Tillaga er um að ganga að tilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá samningum og vinna málið áfram. Verkefnið er fjármagnað af styrk sem sveitarfélagið hlaut úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða.

18.Hugmyndagáttin og ábendingar 2019

1907035

Ábendingar um leikvelli,umferð og umhverfismál.
Ábendingunum hefur verið komið áfram til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.

19.Leikvöllur

1907048

Ósk frá íbúum varðandi leikvöll
Erindi hefur borist frá íbúum við Fossöldu og Bergöldu á Hellu að svæðið framan við Fossöldu 6-12 verði aftur nýtt sem leikvöllur. Tillaga um að vísa erindinu til Skipulags- og umferðarnefndar til álitsgerðar.

Samþykkt samhljóða.

20.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Hraðhleðslustöð
Kallað hefur verið eftir upplýsingum varðandi kostnað og uppsetningu á hraðhleðslustöðvum og mögulegt samstarf þar um hjá nokkrum aðilum. Fullnægjandi svör hafa ekki borist enn. Tillaga er um að fela sveitarstjóra engu að síður að vinna að umsókn í orkusjóð til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla og senda inn en umsóknarfrestur er til 15. ágúst.

Samþykkt samhljóða.

21.Umferðaröryggi við skólasvæði á Hellu

1907056

Minnisblað vegna vistgötu og umferðaröryggis almennt.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna umferðaröryggis við skólasvæðið á Hellu. Tillaga er um að fela Skipulags- og umferðarnefnd að taka málið til umfjöllunar á grunni minnisblaðsins og í samráði við hagaðila á skólasvæðinu að vinna tillögur að bættu umferðaröryggi. Óskað er eftir því að tillögur geti legið fyrir á fundi sveitarstjórnar í september n.k.

Samþykkt samhljóða.

22.Litboltavöllur við Hellu

1906023

Afmörkun svæðis og kynning fyrir nágrönnum.
Samkvæmt upplýsingum frá Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur fyrirhugaður litboltavöllur við Hellu og staðsetning hans í vesturjaðri Aldamótaskógar verið kynnt fyrir næstu nágrönnum. Aðilar eru almennt frekar jákvæðir fyrir að leyfa tímabundna tilraun með slíka starfsemi á þessum stað. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að ganga frá tímabundum samningi, til 1 árs með ákvæðum um mögulega framlengingu, vegna litboltavallarins og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

23.Árshátíð - Félag eldri borgara

1907036

Afnot af íþróttahúsi.
Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu hefur óskað eftir afnotum af Íþróttahúsinu í Þykkvabæ fyrir árshátíð sína sem áætluð er 2.10.2019. Tillaga er um að taka erindinu vel og vísa því til forstöðumanns Íþróttamannvirkja til afgreiðslu í takt við önnur sambærileg erindi.

Samþykkt samhljóða.

24.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar - vélmennaforritun

1907038

Heimsmeistaramót í vélmennaforritun
Tillaga er um að styrkja Landslið Íslands í vélmennaforritun til þátttöku í heimsmeistarakeppninni í Dubai um 100.000 kr en tvö ungmenni frá Rangárþingi ytra eru í liðinu.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HT,ÁS), einn situr hjá (MHG).

Bókun fulltrúa Á-lista
Undirrituð situr hjá þar sem umsókn samræmist ekki reglum sveitarfélagsins um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir


Bókun fulltrúa D-lista
Ekki eru til neinar sérstakar reglur hjá sveitarfélaginu varðandi styrki til afreksfólks úr sveitarfélaginu okkar sem kemur fram á Heimsleikum eða Heimsmeistaramótum í sinni íþrótt. Engu að síður þykir okkur rétt að verða við beiðninni og styðja þetta fólk til fararinnar enda erum við afar stolt af þeirra þátttöku.

Hjalti Tómasson og Ágúst Sigurðsson

25.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar á HM í Berlín

1907068

Ósk um stuðning við landsliðsmenn úr Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að styrkja þrjá landsliðsmenn úr Rangárþingi ytra til þátttöku á HM íslenska hestsins í Berlín í ágúst n.k. um 50.000 kr hvern - samtals 150.000.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HT,ÁS), einn situr hjá (MHG).

Bókun fulltrúa Á-lista
Undirrituð situr hjá þar sem umsókn samræmist ekki reglum sveitarfélagsins um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir


Bókun fulltrúa D-lista
Ekki eru til neinar sérstakar reglur hjá sveitarfélaginu varðandi styrki til afreksfólks úr sveitarfélaginu okkar sem kemur fram á Heimsleikum eða Heimsmeistaramótum í sinni íþrótt. Engu að síður þykir okkur rétt að verða við beiðninni og styðja þetta fólk til fararinnar enda erum við afar stolt af þeirra þátttöku.

Hjalti Tómasson og Ágúst Sigurðsson

26.Heimgreiðslur

1907069

Endurskoðun á reglum um heimgreiðslur.
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um heimgreiðslur og þær samþykktar samhljóða.

27.Þrúðvangur 2. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis veitingastaðar.

1907022

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Olíuverslunar Íslands um nýtt rekstrarleyfi á Þrúðvangi 2 á Hellu.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við rekstrarleyfi til Olíuverslunar Íslands til sölu veitinga í flokki II og til greiðasölu í húsnæði félagsins að Þrúðvangi 2 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

28.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Austurkrók

1907037

Spilda í Svínhagalandi.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við nafnið Austurkrók.

Samþykkt samhljóða.

29.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Grenjar

1907039

Guðbjörg Matthíasdóttir óskar umsagnar um nafnið Grenjar
Óskað er eftir frekari upplýsingum frá skipulags- og byggingafulltrúa og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

30.Landmannalaugar, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, tegund D

1907055

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Páls Guðmundssonar fyrir hönd Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í gistiskála félagsins í Landmannalaugum í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélags Íslands til gistingar í flokki II, tegund "D" í gistiskála félagsins í Landmannalaugum, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

32.Bergrisinn 7. fundur

1907009

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

34.Félags- og skólaþjónusta - 40 fundur

1907032

Fundargerð og fylgigögn.
Lagt fram til kynningar.

35.Friðland að fjallabaki - ráðgjafanefnd fundur 1

1907049

Fundargerð og ósk um samstarf vegna ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmæli friðlandsins.
Lagt fram til kynningar.

36.SASS - 547 stjórn

1907052

Lagt fram til kynningar.

37.SOS - stjórn 282

1907057

Lagt fram til kynningar.

38.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020

1907031

Samantekt frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

39.Aukalandsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2019

1907034

Lagt fram til kynningar.

40.Þjónustusamningur Guðrúnartún hses við Rangárþing ytra

1907062

Þjónustusamningur um bókhald oþh.
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti þjónustusamninginn. Athuga þarf að fylgiskjal sbr. 2. gr. þarf að fylgja samningnum.

Samþykkt samhljóða.

41.Stefna í úrgangsmálum - drög

1907051

Drög til kynningar og samráðs.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?