29. fundur 22. október 2020 kl. 16:00 - 18:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 1-3, og 7.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Yfirlit um rekstur janúar-september
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-september 2020.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 4

2010030

Vegna tekjulækkunar, atvinnuátaks ofl.
Lögð fram tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn gerir ráð fyrir tekjulækkun og kostnaðarauka sem hefur áhrif til lækkunar á rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 171.619 þús. Viðaukanum er mætt með lækkun fjárfestingar í B-hluta að fjárhæð 12,6 mkr, aukinni lántöku að fjárhæð kr. 130 mkr og lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum (HE,HT), einn situr hjá (MHG).

Bókun:
Undirrituð situr hjá þar sem ekki lágu fyrir fundi umbeðin gögn sem skýra framúrkeyrslu launakostnaðar í þjónustumiðstöð og samantekt á kostnaði við fjölgun sumarstarfa vegna Covid-19. Lagt var fram á fundinum minnisblað um sumarvinnu og vinnuskóla en æskilegt væri að það minnisblað hefði fylgt fundarboði. Óskar undirrituð eftir að þessi gögn verði lögð fram á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði Rangárþings ytra

3.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007027

Undirbúningur
Farið yfir ýmis atriði vegna fjárhagsáætlunar 2021. Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2021 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um umræðurnar undir þessum lið og láta fylgja fundargerðinni til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.


4.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmsar uppl.
Lögð fram ýmiss gögn tengd COVID19.

5.Erindi um rýmri opnun félagsmiðstöðvar

2010014

Frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu.
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi rýmri opnun félagsmiðstöðvar. Tillaga um að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs og jafnframt tíl Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar til álitsgerðar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Erindi um akstur barna í dreifbýli í tómstundastarf

2010015

Frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu.
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi akstur barna í dreifbýli í tómstundastarf. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um málið með kostaðarútreikningi og mögulegri útfærslu og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Stytting vinnuvikunnar - útfærsla

2010017

Staða mála
Tekin staðan á málinu. Unnið er að útfærslu hjá hverri stofnun sveitarfélagsins.

8.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum - Oddasókn

2002002

Erindi frá Oddasókn.
Oddasókn óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2020. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

9.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum - Rangárhöllin ehf

2010024

Erindi frá Rangárhöllinni ehf.
Rangárhöllin ehf óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2020. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

10.Beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum - Rangárbakkar ehf

2010023

Erindi frá Rangárbökkum ehf.
Rangárbakkar ehf óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2020. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

11.Kauptilboð - landspildur úr Norður Nýjabæ

2010025

Sveitarstjóra falið að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

12.Hugmyndagáttin og ábendingar 2020

2008018

Ábendingar um umferð veiðmanna, umgengni í Aldamótaskógi og umferðarljós.
Í hugmyndagáttina höfðu borist ábendingar um ógætilega umferð veiðimanna við Ytri-Rangá, slæma umgengni í Aldamótaskógi, umferðarljós við Langasand og fyrirspurn um opnun líkamsræktarstöðva. Fyrsta erindinu var beint til veiðifélags árinnar og úr því bætt snarlega. Erindi um aldamótaskóg var vísað til þjónustumiðstöðvar. Samþykkt að beina erindi um umferðarljós til umfjöllunar í skipulags- og umferðarnefnd. Þá var upplýst að líkamsræktarstöðvar í sýslunni eru lokaðar vegna COVID.

13.Haukadalur lóð A, Stóragil. Ósk um að breyta heiti á lóð.

2009062

Ingvi Þór Ragnarsson óskar efir að fá að breyta heiti lóðar sinnar úr Haukadalur lóð A í Stóragil skv. tölvupósti dags. 30.9.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að landið Haukadalur lóð A, L210910, beri heitið Stóragil.

Samþykkt samhljóða.

14.Heysholt lóð, breyting á heiti í Stekkjarhól 2

2009053

Hjalti Þorsteinsson, eigandi lóðarinnar Heysholt lóð, L165025, óskar eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Stekkjarhól 2 í samræmi við heiti á nágrannalóð í hans eigu. Beiðni þess efnis send með tölvupósti dags. 25.9.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að landið Heysholt lóð, L165025, beri heitið Stekkjarhóll 2.

Samþykkt samhljóða.

15.Maríuvellir. Umsókn um stofnun lögbýlis.

2008041

Ari Árnason og Anna María Kristjánsdóttir óska eftir umsögn sveitarfélagsins vegna áforma sinna um stofnun lögbýlis á jörð sinni, Maríuvöllum, L225619, skv. meðfylgjandi umsókn.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Maríuvöllum.

Samþykkt samhljóða.

16.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2020

2001013

11. mál, br. á barnalögum; 14. mál frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna; 15. mál frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála; 21. mál, br. á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði; 25. mál, frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris); 27. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis; 28. mál, frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyrivegna búsetu); 85 mál, tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Lagt fram til kynningar.

17.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

18.HES - stjórnarfundur 207

2010028

Fundargerð frá 25092020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.SASS - 562 stjórn

2010027

Fundargerð frá 02102020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Bergrisinn bs - fundur 21

2010031

Fundargerð frá 12102020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2020

2001033

Rafrænt þing 18 desember 2020
Til kynningar.

22.Samtök orkusveitarfélaga - Aðalfundur 2020

2010029

Fjarfundur 5. nóvember
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt rafrænt með signet.is.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?