11. fundur 01. júlí 2024 kl. 09:00 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Gunnar Aron Ólason aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Formaður lagði til að tekið inn á fundinn aukamál íþróttavöllur Hellu færsla og var það samþykkt.

1.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Farið yfir stöðu framkvæmda við 2.áfanga grunnskólans Hellu suðurbyggingu og stöðu útboða í aðra verkþætti.
THT fór yfir stöðu útboða í þakfrágang, raflagnir, pípulagnir og loftræsingu.
flest tilboð eru í samræmi við kostnaðaráætlun.

Byggingarnefndin leggur til að ganga til samninga við þá aðila sem eru með hagstæðustu tilboðin með tilliti til útboðssskilmála og verðs. THT er falið að yfirfara tilboðin og leggja fram minnisblað fyrir Byggðaráðsfund 10.júlí nk þar sem lagt er til við hverja skuli samið.

Samþykkt.

2.Nýbygging Leikskóla, hönnunarmál.

2402047

Kynnt drög að hönnun leikskóla senm er þriðji áfangi stækkunar skólasvæðis.
THT fór yfir stöðu hönnunar á 3. áfanga sem er leikskólahlutinn. Hönnuðir eru búnir að funda með leikskólastjórum og verið er að vinna úr þeim samtölum. Lögð er fram hugmynd að rýmisáætlun leikskólans og gert er ráð fyrir frekari fundum með hönnuðum og stjórnendum leikskóla.

Lagt fram til kynningar.

3.Íþróttavöllur Hellu færsla.

2404137

Farið var yfir stöðu varðandi næstu skref varðandi vinnu við uppbyggingu vallarins.
Undirbúningur undir fergingu fer í gang á næstu dögum.
THT upplýsir að verið er að vinna verðkönnun á burðarlagi og fergingu.
Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið seinnipartinn í september.
Stefnt er að því að völlurinn verði tekinn í notkun um mitt sumar 2025.
Stefnt er að halda næsta fund í bygginganefnd fyrir reglulegan fund sveitarstjórnar í ágúst.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?