3. fundur 30. janúar 2015 kl. 15:30 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Kristinn Guðnason
  • Ófeigur Ófeigsson
  • Ketill Gíslason
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Endurskoðun afréttarskrár Landmannaafréttar

1501067

Farið var yfir afréttarskrá Landmannaafréttar. Niðurstaðan var óbreytt frá síðasta ári. Komið hefur í ljós að ósamræmi er í lögbýlaskrá. Sveitarstjóra falið að hafa samband við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þjóðskrá og kanna hvað veldur og hvort ekki sé hægt að fá leiðréttingar á þessu.

2.Uppgjör vegna fjallferða 2014

1501068

Farið yfir bráðabirgðauppgjör vegna fjallferða haustið 2014. Útlit er fyrir hagstæða niðurstöðu. Heildarfjöldi rekins fjár á Landmannaafrétt var 4.351 árið 2014.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?