6. fundur 03. júní 2015 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Arndís Fannberg aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Marý Linda Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson Formaður fræðslunefndar

1.Trúnaðarmál 03062015

1506003

Fært í trúnaðarmálabók.

2.Skólanámsskrá - Leikskólinn Laugalandi

1506002

SBB leikskólastjóri kynnti skólanámskrá fyrir Leikskólann á Laugalandi.



Tillaga er um að fræðslunefnd staðfesti skólanámsskrá fyrir Leikskólann á Laugalandi.



Samþykkt samhljóða

3.Skólastefna Rangárþings ytra og Ásahrepps

1411084

Skólastefna fyrir Rangárþing ytra og Ásahrepp er til í drögum en unnið hefur verið að henni á undanförnum árum. Slíkt plagg er í eðli sínu lifandi og sífellt til endurskoðunar en mikilvægt er engu að síður að samþykkja þá stefnu sem nú er fylgt. Tillaga er um að fá Daníel Gunnarsson ráðgjafa til þess að vinna með fræðslunefnd að því að klára stefnuplaggið þannig að leggja megi það fyrir til formlegrar afgreiðslu fyrir næstu áramót. Formanni falið að ræða við Daníel og greina kostnað við að ljúka verkinu.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?