3. fundur 27. nóvember 2014 kl. 15:00 - 17:00 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson sveitarstjóri
Aðrir nefndarmenn: Tyrfingur Sveinsson, Nanna Jónsdóttir

Einnig sátu fundinn: Marý Linda Jóhannsdóttir,Kristín Ósk Ómarsdóttir, Guðbjörg Ísleifsdóttir, Björg K. Björgvinsdóttir, Sigurjón Bjarnason, Sigrún Benediktsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Auður Erla Logadóttir og Sigurgeir Guðmundsson.

Formaður sett fund og stjórnaði honum. Formaður lagði til þá dagskrárbreytingu að við bættist liður 3 Yfirlit frá Laugalandsskóla, aðrir liðir myndu færast niður. Það var samþykkt samhljóða

1.Erindisbréf fræðslunefndar

1411083

Endurskoðun og ábendingar fræðslunefndar
Drög að erindisbréfi rædd. Rætt um vinnulag við fundamætingu og uppsetningu dagskrár. Fræðslunefnd mun boða til vinnufundar til að útfæra erindisbréfið frekar.Samþykkt samhljóða

2.Trúnaðarmál 24112014

1411086

Fært í trúnaðarmálabók

3.Yfirlit frá Laugalandsskóla 27112014

1411094

Skólanámsskrá og Samfella og sveigjanleiki
SB lagði fram Skólalykil 2014-2015 fyrir Laugalandssskóla og plagg um samfellu og sveigjanleika í skólastarfinu. Þá fjallaði hann einnig um útkomu úr samræmdum prófum á landsvísu og í samanburði fyrir Suðurland og Laugalandsskóla.

4.Leikskólastjóri Laugalandi erindi

1411027

Erfiðleikar við að fá fagmenntað fólk til starfa við leikskólana
Taka þarf saman hvernig reglur sveitarfélaganna um námsstyrki hafa reynst. Fram kom það álit að akstursstyrkir myndu vera örvandi fyrir fólk sem býr lengra frá en gæti hugsað sér að starfa á leikskólunum og keyra þá á milli. Einnig mætti skoða aðra hvatastyrki. Mikilvægt að leita allra leiða. Málinu vísað til vinnufundar fræðslunefndar til frekari útfærslu.Samþykkt samhljóða

5.Ársskýrsla leikskólans á Laugalandi

1411082

Ársskýrsla og lokaskýrsla þróunarverkefnis
SB kynnti Ársskýrslu leikskólans á Laugalandi og jafnframt lokaskýrslu þróunarverkefnis sem unnið hefur verið á síðustu árum.

6.Tónlistarskóli Rangæinga - verkfall

1411085

Upplýsingar um stöðuna í kjaraviðræðum
Búiið er að semja við Félag Tónlistarskólakennara og verður samningurinn borinn undir atkvæði félagsmanna þann 8. desember n.k. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með að mál hafi þróast með þessu hætti og tónlistakennslan sé aftur komin í gang.
Fundargerð lesin yfir og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?