9. fundur 04. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Ágúst Sigurðsson formaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Arndís Fannberg aðalmaður
 • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
 • Sigurjón Bjarnason embættismaður
 • Auður Erla Logadóttir embættismaður
 • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
 • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Hlín Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Heiðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
 • Tyrfingur Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson

1.Reglur um innritun í leikskóla

1508050

Tillögur leikskólastjóra.
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um innritun í leikskóla. Tillaga um að samþykkja reglurnar eins og þær liggja fyrir.Samþykkt samhljóða.

2.Skólastefna Rangárþings ytra og Ásahrepps

1411084

Undirbúningur/útfærsla áætlunar skv. skólastefnu
Fjallað var um útfærslu áætlunar sbr. 3. gr. samþykkta Odda bs. og á grunni hinnar nýju skólastefnu. Atriði sem útfæra þarf í slíkri áætlun eru m.a. samræming og samstarf skólanna innan Odda bs. Tillaga um að formaður og skólastjórar myndi vinnuhóp til undirbúnings slíkri áætlun sem lögð verði fram í fræðslunefnd á næsta fundi.Samþykkt samhljóða.

3.Átak til eflingar leikskólastigsins

1601023

Afrakstur vinnu starfshóps á vegum fræðslunefndar.
Lögð fram greinargerð með tillögum frá starfshópi um eflingu leikskólastigsins. Fræðslunefnd leggur til að tillögur starfshópsins verði hluti af framkvæmdaáætlun Skólastefnu, sbr. lið 2, til næstu ára og telur mikilvægt að tillögunum verði hrundið í framkvæmd eins fljótt og frekast er kostur.Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?