10. fundur 24. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Arndís Fannberg aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Hlín Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson Formaður fræðslunefndar
Brynja J. Jónasdóttir og Sólrún H. Guðmundsdóttir höfðu boðað forföll.

1.Skóladagatöl 2016-17

1605037

Tillögur frá skólastjórum
Skólastjórar lögðu fram skóladagatöl fyrir sína skóla og kynntu helstu atriði. Sameiginlegur vinnudagur fyrir alla skólana er áætlaður 22. ágúst.



Tillaga um að samþykkja skóladagatöl fyrir Grunnskólann á Hellu, Laugalandsskóla, Leikskólann á Laugalandi og Leikskólann Heklukot.



Samþykkt samhljóða.

2.Fjöldaspá nemenda hjá Odda 2016-2020

1605038

Yfirlit um fjölda barna/nemenda við leik- og grunnskóla Odda bs.
Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda síðustu ár og fyrirsjáanlegan fjölda sem mun færast á milli skólastiga á næstu árum. Greinileg fjölgun er á leikskólunum og útlit fyrir fjölgun í framhaldinu í grunnskólunum.



Fræðslunefnd leggur til að skólastjórar í samráði við sveitarstjóra skoði möguleika til samnýtingar á þeirri aðstöðu sem nú er til staðar og leggi fram tillögur fyrir næsta stjórnarfund Odda.



Samþykkt samhljóða.

3.PMTO - meðferðarmenntun

1603039

Kynning á PMTO
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?