10. fundur 24. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Ágúst Sigurðsson formaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Arndís Fannberg aðalmaður
 • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
 • Sigurjón Bjarnason embættismaður
 • Auður Erla Logadóttir embættismaður
 • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
 • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Hlín Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson Formaður fræðslunefndar
Brynja J. Jónasdóttir og Sólrún H. Guðmundsdóttir höfðu boðað forföll.

1.Skóladagatöl 2016-17

1605037

Tillögur frá skólastjórum
Skólastjórar lögðu fram skóladagatöl fyrir sína skóla og kynntu helstu atriði. Sameiginlegur vinnudagur fyrir alla skólana er áætlaður 22. ágúst.Tillaga um að samþykkja skóladagatöl fyrir Grunnskólann á Hellu, Laugalandsskóla, Leikskólann á Laugalandi og Leikskólann Heklukot.Samþykkt samhljóða.

2.Fjöldaspá nemenda hjá Odda 2016-2020

1605038

Yfirlit um fjölda barna/nemenda við leik- og grunnskóla Odda bs.
Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda síðustu ár og fyrirsjáanlegan fjölda sem mun færast á milli skólastiga á næstu árum. Greinileg fjölgun er á leikskólunum og útlit fyrir fjölgun í framhaldinu í grunnskólunum.Fræðslunefnd leggur til að skólastjórar í samráði við sveitarstjóra skoði möguleika til samnýtingar á þeirri aðstöðu sem nú er til staðar og leggi fram tillögur fyrir næsta stjórnarfund Odda.Samþykkt samhljóða.

3.PMTO - meðferðarmenntun

1603039

Kynning á PMTO
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?