Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps

5. fundur 19. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00 á Laugalandi
Nefndarmenn
 • Ágúst Sigurðsson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Arndís Fannberg aðalmaður
 • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
 • Sigurjón Bjarnason embættismaður
 • Auður Erla Logadóttir embættismaður
 • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
 • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
 • Tyrfingur Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 6. Erindi frá leikskólastjórum, 8. Ósk um styrk til Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og 10. Menntaþing Suðurlands. Aðrir liðir færast niður. Það var samþykkt samhljóða. Formaður bauð nýjan fulltrúa Ásahrepps í fræðslunefnd Brynju Jónu Jónasdóttur velkomna til starfa.

1.Laugalandsskóli - Skóladagatal 2015-2016

1501063

Lagt fram til umræðu
Sigurjón Bjarnason skólastjóri kynnti skóladagatalið.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið samhljóða.

2.Grunnskólinn Hellu - Skóladagatal 2015-2016

1501062

Lagt fram til umræðu
Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri kynnti skóladagatalið.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið samhljóða.

3.Leikskólinn Laugalandi - Skóladagatal 2015-2016

1501064

Lagt fram til umræðu
Sigrún B. Benediktsdóttir skólastjóri kynnti skóladagatalið.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið samhljóða.

4.Heklukot - Skóladagatal 2015-2016

1501065

Lagt fram til umræðu
Auður Erla Logdóttir skólastjóri kynnti skóladagatalið.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið samhljóða.

5.Sumarfrí á leikskólum

1501060

Leikskólastjórar kynna sínar hugmyndir
Tillaga er frá leikskólastjórum að sumarlokun leikskólanna verði með eftirfarandi hætti:Sumarlokun Leikskólans á Laugalandi árið 2016 verði frá 27 júní til 29 júlí.Sumarlokun Leikskólans Heklukots færist til milli ára yfir þriggja ára tímabil. Sumarlokanir séu á bilinu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þannig verði lokað 2016 frá miðjum júní fram í miðjan júlí, 2017 lokað júlímánuð og 2018 sumarlokun frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst. Sumarlokun sumarið 2016 verður því frá 20 júní til 15 júlí.Samþykkt samhljóða

6.Erindi frá leikskólastjórum

1503063

Erindi um aðlögun, ungbarnadeild og sunnlenska skóladaginn frá leikskólastjórum Heklukots og Laugalands
Tillaga er frá leikskólastjórum um að það verði skoðað að aðlögun ungra barna verði að öllu jöfnu á haustin og um áramót til að létta álagi hjá jafnt börnum sem starfsfólki. Jafnframt er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir leikskólaplássi og þörf á því að leita leiða til að geta tekið við fleiri börnum. Lagt er til að málið verði skoðað áfram í samhengi við fjárhagsáætlanir innan sveitarstjórna.

7.Fjárhagsrammi fræðslumála 2016

1501061

Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2016, forsendur
Lagðar fram upplýsingar úr fjárhagsáætlun 2015 um þá fjármuni sem áætlaðir eru til fræðslu- og bókasafnsmála.Til kynningar

8.Ósk um framlag - NKG

1502065

Styrkbeiðni vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Fræðslunefnd leggur til að beðninni verði hafnað að þessu sinni.

9.Sunnlenski skóladagurinn

1503033

Verður haldinn 27. apríl 2016 í FSU
Sigrún B. Benediktsdóttir situr í undirbúningsnefnd og kynnti í stuttu máli hvað Sunnlenski skóladagurinn snýst um. Nefndin er sammála um að hér er um góða hugmynd að ræða en þetta krefst þess að settur verði inn auka starfsdagur hjá skólunum. Kostnaður þarf auðvitað að rúmast innan fjárhagsáætlana.Lagt er til að auka starfsdegi verði bætt inn hjá skólunum til að taka þátt í hinum Sunnlenska skóladegi.Jafnframt ályktar fræðslunefnd um mikilvægi þess að Skólaþjónustu Rangárvallasýslu- og V-Skaftafellssýslu sé gefinn kostur á að taka þátt í undirbúningi fyrir hönd okkar svæðis.Samþykkt samhljóða

10.Menntaþing á Suðurlandi

1503055

Verkefni á vegum SASS sóknaráætlunar
Lagt fram til kynningarFræðslunefnd vill þó ítreka mikilvægi þess að Skólaþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu verði leiðandi afl í undirbúningi menntaþings hér á okkar svæði. Jafnframt vill fræðslunefnd undirstrika mikilvægi þess að gera iðnnámi hátt undir höfði í tengslum við slíkt menntaþing.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?