1.Umferðarmál 2025. Staða mála
2505035
2.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2025
2408032
Tómas Haukur fór yfir stöðu viðhalds og framkvæmdamála vegna ársins 2025.
Lögð fram ábending frá Dögg Þrastardóttur varðandi ástand leikvalla. Nefndin þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt sammála.
Lögð fram ábending frá Dögg Þrastardóttur varðandi ástand leikvalla. Nefndin þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt sammála.
3.Íþróttavöllur Hellu færsla.
2404137
Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda við gervigrasvöllinn á Hellu. Verið er að ganga frá samningi við Laiderz um lagningu á 40-50mm gervigras með fjaðurlagi sem var lægstbjóðandi í verkið.
Vinna við jarðvinnu er hafin. Lokið er við að fjarlægja fergingu af vellinu og lagnavinna hafin. Gert er ráð fyrir að vinna við lagningu gervigrassins hefjist eftir miðjan júlí.
Vinna við jarðvinnu er hafin. Lokið er við að fjarlægja fergingu af vellinu og lagnavinna hafin. Gert er ráð fyrir að vinna við lagningu gervigrassins hefjist eftir miðjan júlí.
4.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi
2209059
Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda vegna byggingu á 2. áfanga við stækkun Grunnskólans á Hellu. Fram kom að vegna tafa við afhendingu innréttinga og innihurða er gert ráð fyrir að neðri hæð hússins verði tekin í notkun í lok október. Að öðru leyti gengur vinna við verkið vel.
5.Nýbygging Leikskóla, hönnunarmál.
2402047
Tómas Haukur fór yfir stöðu hönnunar vegna byggingu á 3. áfanga við stækkun skólasvæðisins á Hellu vegna leikskólans Heklukots. Hönnun skólans er á lokastigi og gert ráð fyrir að bjóða út jarðvinnu vegna verksins í júlí og jarðvinna hefjist í lok ágúst/byrjun september. Verið er að vinna að deilihönnun og útboðsgögnum fyrir burðarvirki og innri frágang.
6.Tillaga D-lista vegna framkvæmda við nýjan leikskóla á Hellu
2506032
Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda varðandi 2. og 3. áfanga við stækkun skólasvæðisins á Hellu og þær tímalínur sem eru í gangi. Hann telur að tímalínan við 3. áfanga verði þannig að jarðvinnu ljúki í okt/nóv. og hægt að fara í útboð á sökklum og burðarvirki í sept/okt. Ekki er talið raunhæft að flýta frekar framkvæmdum við 3. áfanga verkefnisins þar sem ekki er talið heppilegt að vinna við uppsetningu og fyllingu sökkla að vetrarlagi. Stefnt að því að nýta veturinn frekar til undirbúnings og framkvæmdir hefjist snemma vors 2026.
7.Framlög til úrbóta í aðgengismálum 2025-2026
2505021
Lagðar fram upplýsingar frá Bergrisanum bs. um möguleika þess að sækja um framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga ríkisins til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026.
Nefnin felur forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs að vinna að umsókn í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða.
Nefnin felur forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs að vinna að umsókn í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða.
8.Tæming rotþróa í RY
2506044
Tómas Haukur fór yfir stöðu sameiginlegs samnings Rangárþings ytra og Rangárþings eystra um hreinsun rotþróa en samningurinn rennur út í lok árs. Farið var yfir hvernig framkvæmdin hefur gengið og þær áskoranir hafa verið í framkvæmdinni.
Nefndin felur sveitarstjóra að boða til fundar með Rangárþingi eystra um málið.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin felur sveitarstjóra að boða til fundar með Rangárþingi eystra um málið.
Samþykkt samhljóða.
9.Göngubrú yfir Ytri Rangá
2506046
Lengi hafa verið áform um að byggja göngubrú í gamla brúarstæðinu yfir Ytri Rangá. Slík brú er hluti af skipulagsáformum nýs Bjargshverfis og myndi jafnframt styðja við útisvistamöguleika íbúa og gesta.
Nefndin leggur til að farið verði að skoða mögulegar útfærslur á hönnun slíkrar göngubrúar og felur forstöðumanni framkvæmda- og eignasviðs að undirbúa málið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin leggur til að farið verði að skoða mögulegar útfærslur á hönnun slíkrar göngubrúar og felur forstöðumanni framkvæmda- og eignasviðs að undirbúa málið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Unnið verður að umferðaröryggismálum í sumar í samræmi við fyrri ákvörðun nefndarinnar.
Lögð fram ábending frá Dögg Þrastardóttur varðandi umferðaröryggismál á Langasandi og felur nefndin sveitarstjóra að svara erindinu.
Yfirlit yfir auglýsingu á umferðarmerkingum í Stjórnartíðindum var lögð fram.
Samþykkt samhljóða.