5. fundur 06. október 2025 kl. 08:15 - 10:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Eggert Valur Guðmundsson
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
  • Tómas Haukur Tómasson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Tómas Haukur gerði grein fyrir stöðu mála varðandi árið 2025.

Unnið verður áfram að umferðaröryggismálum í samræmi við fyrri ákvörðun nefndarinnar. Umferðarskiltum hefur að mestu verið komið upp og lokið við að merkja gangbrautir. Stefnt er að því að samþykkt verkefni verði kláruð á næstu vikum.

Nefndin tekur undir tillögu skipulags- og umferðarnefndar að góðar merkingar séu við hraðahindranir svo komið verði í veg fyrir skemmdir utan vega. Skoða þarf almennt umferðarmerkingar í Þykkvabæ.

Samþykkt samhljóða.

2.Viðhalds og framkvæmdaáætlun

2408032

Áætlun 2025-2028
Tómas Haukur fór yfir stöðu viðhalds og framkvæmdamála vegna ársins 2025. Breytingar verða á framkvæmdum í Freyvangi vegna óhjákvæmilegra veitnu- og lagnaframkvæmda og þarf því að freksta framkvæmdum við yfirlögn til vorsins 2026. Framkvæmdum við Þrúðvang þarf að fresta til vorsins 2026 vegna vinnu við hverfisskipulag.

Rætt var um helstu framkvæmdar- og viðhaldsverkefni áranna 2026-2028 og forstöðumanni framkvæmda- og eignasviðs falið að vinna tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Íþróttavöllur Hellu færsla.

2404137

Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda við gervigrasvöllinn á Hellu.

Vinna við lagningu gervigrassins er í fullum gangi en lokafrágangur er háður verðurskilyrðum.

4.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda vegna byggingu á 2. áfanga við stækkun Grunnskólans á Hellu. Gert er ráð fyrir að mötuneyti og leikskólinn komist í nýtt húsnæði eigi síðar en um áramót.

5.Nýbygging Leikskóla.

2402047

Tilboð í jarðvinnu.
Lögð fram niðustaða útboðs í jarðvinnu. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Stórverk ehf en tilboðið hljóðaði upp á 96,1 milljón sem er 93% af kostnaðaréætlun. Sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða.

6.Nýtt hesthúsahverfi á Hellu. Framkvæmdir

2509088

Farið var yfir málefni sem komu fram á fundi með hagsmunaaðilum hesthúsahverfisins þar sem rætt var m.a. um stöðu framkvæmda vegna lýsingar og regnvatnsmála í hverfinu.

Sett verður upp lýsing í október og einnig verður unnið að lausnum vegna regnvatnsmála.

Samþykkt samhljóða.

7.Göngubrú yfir Ytri Rangá

2506046

Forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins og verið er að vinna í málinu í samræmi við fyrri afgreiðslu nefndarinnar.

8.Tæming rotþróa í RY

2506044

Forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins. Lagt til að taka ganga til samninga við Eflu á forsendum framlagðs minnisblaðs með fyrirvara um að Rangárþing eystra taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

9.Reykjagarður. Færsla hitaveitulagnar

2508068

Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins. Fram kom að verkið verði unnið samhliða nýrri vegtengingu við Suðurlandsveg.
Fylgiskjöl:

10.Framlög til úrbóta í aðgengismálum 2025-2026

2505021

Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 10:20.